Good-Templar - 01.01.1898, Qupperneq 11

Good-Templar - 01.01.1898, Qupperneq 11
7 ir liðsmenn garnla Bakkusar. Fjöldi karla og kvennaaf Blönduósi og nólægum bæjum komu og hlustuðu rólega á umræður þær sem þar urðu, en tiltölulega fáir tóku þátt í þeim, eins og gengur. Komu fram skýrar yfir- iýsingar frá þeim »nontemplurum,« er tóku til máls, að þeir Vferu bindindismálinu mjög hlynntir, jafnvel þótt þeir vissra orsaka vegna gætu eigi gengið undir merki vort að svo komnu. Kom svo ljóslega fram, hve góðan þokka þeir höfðu á bindindismálinu, í því, að þeir voru oss templurum hjálplegir með að stofna stúku. Arangur þessa fundar var allgóður, sem sé sá, að stúka var stofnuð með 12 meðlimum, og auk þess tóku 2 ungir og efnilegir menn sig til og boðuðu til annars bindindisfundar; vænti eg fastlega, að hjá þeim risi upp öflugt bindindisfélag við hliðina á stúkunni. Nafn hlaut hún og kallast »Vinabandið« og vona eg að hún beri það nafn með rentu.« Embættismannakosning fór þannig: Æ. t. Sigurður Oddleifsson, búfr. á Blönduósi. V. t. Metta Benidiktssdóttir s. st. G. u. t. Anna Björnsdóttir s. st. R. Jón Helgason bóndi á Blöndubakka. F. r. Jón Sigurðsson á Geitaskarði. G. William Th. Möller á Blönduósi. Kap. Pálína Sigurðardóttir s. st. Dr. Olafía Klemensdóttir s. st. V. Guðm. Sveinsson, Þorbrandsstöðum. Ú. v. Guðnr Guðmundsson, Blönduósi. A. d. Helga Bergþórsdóttir, Blönduósi. F. æ. t. Kristinn S. Einarsson, barnakennari. Stúkan mælti með Olafi N. Möller sem umboðsmanni stórtemplars, og ætlar hann að fiytja sig úr stúkunni »Hlin« yfir i þessa nýju stúku. 14. desember síðastl. stofnaði br. Agúst Jónsson í Höskuldarkoti nýja stúku i Ytri-Njarðvíkum, er hlaut nafnið »Trúin« og er nr. 38. Stofuandi meðlimir stúk- unnar eru 21; af þeim eru 8 úr st. »Djörfung« í Innri-

x

Good-Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.