Good-Templar - 01.02.1898, Page 3
19
hér tollað, og svo ferðamenn, sem ríða tafarlítið um hér-
aðið og venjulega eru sjálfir vel nestaðir og ekkert kaupa
af áf'engi af héraðsbúum. Það mun þvi ekki verða var
ið, að ölföng fyrir 40 þúsund krónur, sem, eins og áður
er tekið fratn, voru flutt til áðurnefndra kauptúna árið
1895, eru keypt og sopin upp mestmegnis af héraðsbú-
um sjálfum, og að þar er tæplega öðrum til að dreifa.
Til frekari skýringar er þó vert að geta þess, að
allmikill hiuti Arnessýslu og líklega nokkur hluti Rang-
árvallasýslu hefir mest öll verzlunarviðskipti við Reykja-
vík eða Hafnarfjörð og fær því þaðan sitt áfengi, og má
gjöra ráð fyrir, að það nemi fullt eins miklu og fiuttist
til Yíkur (5000 kr.) og að Arnes- og Rangárvallasýslur
séu þvi einar um þessar 40 þús. kr. árlega.
Þótt þessu sé nú ómótmælanlega þannig varið, þótt
þessi góðu héruð eyði árlega 40 þús. krónum fyrir áfengi,
— því engin ástæða er til að ætla, að naeira hafi fluzt ár-
ið 1895 en venjulega, — þá heyrðist samt á héraðsfundi
Arnesinga síðastliðið ár, er bindindismálinu var hreyft
þar, þessi gamla ástæða, að lítið væri keypt, menn hætt-
ir að drekka; og ekki alls fyrir löngu var því snarað
fram á þingmálafundi Arnesinga af mikilsvirtum sálar-
fræðing og mannþekkjara, að hér drykkju engir aðrir en
hálaunaðir embættismenn og þeir, sem væri svo illt upp-
lag í, að ekkert gæti orðið úr þeim hvort sem væri. Eg
álít nú að þessar og þvilíkar fullyrðingar mæli bezt á
móti sér sjálfar og ætla því ekki að fást meira við
þær.
Hitt er aptur álitamál, hvers virði þær 40 þús. kr.,.
sem árlega fara hér til áfengiskaupa, gætu verið hérað-
inu, væri vel á haldið, og álít eg rétt að skýra það með
nokkrutn dæmum, því öllum mun koma saman um, að
gildi peninga sé yfir höfuð komið undir notkun þeirra.
Hérað það, sem hér er utn að ræða, (Árnes- og Rang-
árvallasýslur) hafa, eins og annars öll héruð landsins,
sínar óskir og sínar vonir, sin framtiðarspursmál, sem
þau ekki fá framgengt vegna fátæktar landssjóðs og af
öðrunt ástæðum, ekki sízt þeirri, að landssjóður er klip-