Good-Templar - 01.02.1898, Síða 6

Good-Templar - 01.02.1898, Síða 6
22 þvi, að eg íel að eins söluverð — kaupstaðar eða félaga- verð— áfengisins. Allri þeirri verðhækkun, sem veitinga- nienn og aðrir vínsölumenn leggja á, og sem ekki kennir til greina við tollinn, er sleppt. Svo er og sleppt öllum óbeinum útgjöldum, sem af áfengiskaupunum og vfnnautn- inni stafa, svo sem tímaspilli, atvinnutjóni, heilsubresti, slysum og vofeiglegum dauða, og er enginn efi á því, að allt þetta ti! samans er meira virði en áfengistollar þeir, sem í landssjóð renna. Eg tel engan efa á því, að fiest- ar, ef ekki allar sveitir, bæði þessara héraöa og alls lands ins, eiga fleiri eða færri menn á ýmsum aldri, sem áfeng- ið ýmist er búið að gjöra eða er að gjöra að ósjálfbjarga ræflum. Eg tel engnn efa á því, að flestar ef ekki allar hreppsnefndir kannast við þann sorglega, óþægilega starfa, að ráðstafa bjargþrota heimili hins lata og iðjulausa svall- ara, slíta börn úr faðrni mæddrar móður og bæta þannig sorg á sorg ofan. Eg hefi hér að framan svo að segja eingöngu talað um Arnes- og Rangarvallasýslur, og get imyndað mér, að einhver dragi þá ályktun af þessu, að eg áliti þessi hér- uð ver stödd eða dýpra fallin t hinu umrædda efni, en önnur héruð landsins. En þessu fer fjarri. Eg er þvert á móti sannfærður unt, að þessi héruð, einkum þó meiri hluti Árnessýslu, er betur statt, eyðir rninna til áfengis- kaupa en flest önnur. Hið eina sem skilur er það, að svo er ástatt liér, að vér getum ekki vel klint þvi á aðra, sem vér erum sjálfir valdir að, vér getum ekki kom- ið skömminni fyrir hin gengdarlausu áfengiskaup á út- lenda sjómenn og annan þorparalýð; vér verðum að sitja með hana sjálfir, þó ekki séum vér öðrum sekari. En óskandi væri að flestit eða þó Iteldur allir latids- raenn vildu athuga þetta hlutdrægnislaust og alvarlega, og er þá meiri vou um, að áfengiskaupin minnki, en framfarasporin fjölgi og stækki. Ritað í Janúar 1898. 18+ 18.

x

Good-Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.