Good-Templar - 01.02.1898, Page 16

Good-Templar - 01.02.1898, Page 16
32 Eg má ekki láta þess ógetið, að eg liefi allstaðar átt sérlegri góð- vild aö mœta á þessum fer'öum mínum; því þaö læt eg mig litlu skipta, þót.t einliver náungi lin.fi orðið til þcss að líkja mór við Eirík frá Bránum; því þann mann þekki eg að engu illu og tel eg því samanburöinn ekki meiðandi fvrir mig. Eyrarbakka 12. janúar 1898. I trú von og kærleika. Sijuröur Eiríkssun. »Good-Templar«. Blaðið »Good-Templar« er hið eina bindindisblað lands- ins, hin eina almenna bindindisútbreiðsla fyrir allt landið, hinn eini sambandsliður milli allra bindindismanna hér á landi. það liggur því í augum uppi, að það hefir mjög mikla þýðingu fyrir bindindismálið, eigi að eins að blaðið geti baldið áfram að koma út, heldur og að það fái sem mesta útbreiðslu, sé lesið af sem flestum og keypt af svo mörgum, að útgáfa þess verði eigi ofvaxin kröptum stórstúkunnar. Útbreiðsla blaðsins er komin undir bindindismönnunum sjálfum, hvort sem þeir eru í st.úkum eða félögum; leggist allir bindindismenn á eitt til að útbreiða blaðið, þá er enginn efi á, að það fær mjög mikla, ef til vill næga útbreiðslu. Ekki þarf annað en nógan og góðan vilja, og hann er til hjá öllum þeim, sem starfa með áhuga fyrir bindindismálið, enda kemur hann víða fram í verkinu, því mörg bindindisfélög kaupa blaðið, 5 til 10 eintök, og láta það sumpart ganga milli meðlima sinna, sumpart um alla sveitina, þar sem þau eiga heima. þar sem ekki er þegar til einhver sjálfsagður útsölu- maður blaðsins, t. d. bóksali, þar ætti stúka eða félag að taka að sér útsöluna, kjósa einhvern góðan mann úr sínum flokki, t. d. formanninn, til að annast útsöluna, en ábyrgjast sjálft skilvísa borgun á sínum tíma. Reynir stúkan svo eða félagið að koma út svo mörgum eintökum sem unnt, er til einstakra manna, eins eða fleiri í sameiningu, en það sem ekki gengur út á þann hátt, er látið ganga á milli manna, annaðhvort meðlimanna eingöngu eða á hvert hcimili í sveitinni eða kaup- staðnum, þar sem hlutaðeigandi félag eða stúka á heima. Ekkert félag eða stúka ætti að kaupa færri eu 5 eintök. ÍJtgefandi: stórstúka íslands. Ritstjóri: Olafur Rósenkranz. Prentað í Isafoldarprentsmiðju 1898.

x

Good-Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.