Good-Templar - 01.04.1898, Page 5

Good-Templar - 01.04.1898, Page 5
53 höndum, enda var það dáið áður þrír dagar voru liðnir. Úti í horni sat litla systirin, sem drengurinn talaði um, að líka væri svöng. Hún var allra laglegasta barn, hér um bil þriggja ára gönml. Jafnskjótt sem hún sá litla bróður sinn koma inn með hunangsköku, hljóp hún á móti honum og rétti út hendurnar. Þegar eg sá konuna, sem sat á stólnum, fannst mér eins og eg hlyti að hafa séð hana einhvern tíma áður, en eg gat með engu móti komið því fyrir mig, hvar það heiði verið. Eg talaði við hana dálitla stund, og þá komst eg að því, að eg hafði þekkt hana þegar eg var dreng- ur. Hún var þá ung og elskuleg stúlka, dóttir ríkra og mikilsvirtra hjóna í nágrenninu við æskustöðvar mínar. Hún þótti ekki sérlega fríð, en bauð af sér góðan þokka og öllum þótti vænt um hana. Hún var ágætlega vel að sér og orðin kennari við unglingaskóla þegar eg síðast vissi til. Gat það verið, að þessi kona með f'öla andlitið og hrukkóttu kinnarnar, sem sat í hrörlegum moldarkofa með barn á brjósti, væri glóhærða stúlkan rjóðleita, sem eg þekkti þegar eg var ungur? gat það verið, að bláu augun hennar glaðlegu væru orðin svona döpur og grát- þrungin? Eg hafði opt komið til fóreidra hennar; eg hafði opt borðað hjá þeim, þar sem borið var fram af mikilli gnægð. Mér hafði aldrei dottið í liug, að eg mundi sjá hana í svona hörmulegum kringumstæðum; hún var nú orðin kona viðbjóðslegasta drykkjumanns, móðir þrigeja barna, sem hún gat ekki veitt sæmilegt uppeldi. Hún hafði giptst þvert á móti vilja foreldra sinna, manni, sem hún þekkti ekkert. Nágranni hennar, efni'egur og góður maður, hafði fellt ástarhug til hennar, en enn þá ekki opinberað henni hugsanir sinar. Hann varð utan við sig af sorg, þegar hann frétti að hún væri gengin úr greip- um sér, og reiður við sjálfan sig fyrir framkvæmda- leysið. Þeir, sem þekktu mann hennar, vissu það, að hon- um þótti gott að fá sér i staupinu, þótt ekki bæri mikið

x

Good-Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.