Good-Templar - 01.04.1898, Page 8
56
+
Hinn 18. febrúar þ. A. andaðist í New-York nngfrú
Frances Willard, sem um mörg Ar hafði verið for-
maður »Kristilegs bindindisfélags kvenna« í Ameriku.
Hún dó úr influenza.
Ungfrú Willard var fædd 28. september 1839 í bæn-
um Ogden í rikinu New-York. Þaðan fluttist hún A unga
aldri fyrst til Ohio og þaðan til Wisconsin og þar ólst
hún upp framan af æfinni hjá foreldrum sinum. Henni
var komið til mennta og var hún námsmey við háskól-
ann í Sýrakúsu. Eptir að hún lauk námi hafði hún fyrst
á hendi kennslustörf um 14 ár, en þegar hin mikla
bindindishreyfing hófst í Ameriku 1873, gekk ungfrú
Willard í bindindisliðiö og lagði kennaraembættið i söl-
urnar. Eptir það barðist hún fyrir bindindismálinu og
kosningarrétti kvenna jöfnum höndum, og árið 1877 hóf
hún reglulega herferð um Bandarikin i þeim erindum og
það með þeim dugnaði og áhuga, sem varla munu dæmi
til, sízt af kvennmanni.
Frá 1878 hafði hún flutt ræður í öllum þeim borg-
um í Bandarikjunum, sem hafa 10,000 ibúa eða fleiri. Á
árunum 1878—88 flutti hún að meðaltali eina ræðu A
dag. Á einu ári hélt hún útbreiðslufundi i öllum 44 ríkj-
um og 5 fylkjum Bandarikjanna og ferðaðist 33,000 ensk-
ar milttr ýmist með járnbrautum, gufuskipum eða á hest-
vögnum.
Ungfrú Willard var eigi síður pennafær en vel máli
farin. Hún gaf út blöð og timarit og skrifaði margar rit-
gjörðir og greinir í dagblöð og tímarit beggja vegna
Atlandshafsins. Á síðari árum æfl sinnar kom hún opt
til Englands, hélt þar bindindisfundi og stofnaði þar, í
félagi við vinkonu sína latði Henry Somerset, »Kristilegt
bindindisfélag kvenna« á Bretlandi.
Vinir ungfrú Willard, ensku læknarnir Benjamin W.
Richardson og Andrew Clark, höfðu fyrir löngu ráðið
henni að hætta störfum og lifa í næði það sem eptir