Good-Templar - 01.04.1898, Side 9

Good-Templar - 01.04.1898, Side 9
57 væri æfinnar. En luin kvaðst ætla að vinna raeðan sér entist aldur til; og það gjörði hún. En nú er hún látin — »hin ókrýnda drottning Am- eríku«, eins og hún stundum hefir verið nefnd. * * * Þá varð og skarð fyrir skildi í vorum litla bindind- ishóp hér á iandi, er Sigurjón Jónsson, barnakenn- ari og smiður á Brunnastöðum á Vatnslsysuströnd, and- ist 26. f. m. Hann var einn af stofnendum stúkunnar Díönu, meðlimur hennar ætið siðan og umboðsmaður stórtemplars. Hann var alvarlegur og áhugamikill bind- indismaður, stilltur og sannur Good-Templar, gætinn i allri framgöngu, aiúðlegur í umgengni, elskaður og virt- ur af öllum, sem nokkur kynni höfðu af honurn. Stúkair Diana hefir því misst mikið, þar sem br. Sigurjón féll frá, og litil likindi til, að það skarð verði skipað jafn vel látnum manni fyrst um sinrr. Bindindisfréttir. »Glaðir fregna væntuin vér vort livað eflist bræðralag«. Skýrsla um stofnun rrýrrar stúku i Fáskrúðsflrði, Það var í byrjun febrúarnrán. siðastl., að hr. Einar Sigurðsson Borgfjör ð frá Búðum í Fáskrúðsflrði var stadd ur hjá mér, og áttum við þá allmikið tal saman um bind- indi. Leitaði eg þá eptir því við hann, sem er og hefir verið í sjálfsbiudindi síðastl. 9 ár, hvort eigi myndi til- tækilegt að stofna stúku í Fáskrúðsfirði, og taldi hann eigi óliklegt, að það gæti orðið; tjáði hann sig jafnframt fúsan til að láta þvi fyrirtæki í té alla þá aðstoð, er sér væri auðið. Hann óskaði og helzt að gjörast Good- Templar þá þegar, svo að sér gæfist kostur á að kynn- ast betur Reglunni, og til þess að hann gæti talað raáli

x

Good-Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.