Good-Templar - 01.04.1898, Page 13
61
sumri. Til þessa fundar boða fjögur helztu bindiudisfé-
lögin í Svíþjóð, sænzka stórstúkan í 0. R. tí. T., Templ-
arareglan, Bláabandsdeildirnar og sænska G-T. reglan.
Fundurinn á að byrja föstudaginn 1. júlí kl. 3 e. h. og
standa yíir það sem eptir er dagsins og allan næsta dag.
Sunnudaginn 3. júlí er ætlazt til að íluttar veiði bindind-
isræður af hinum helztu og beztu mælskumönnum, sem
fundinn sækja, i svo mörgum kirkjum og stórhýsum, sem
hægt er að fá. Daginn eptir, mánudag 4. júlí hefjast
ársþing hinna nefndu bindindisfélaga þar í borginni, og
er ráðgjört, að þau muni standa yfir það sem eptir er
vikunnar.
Hin helztu umtalsefni, er forstöðunefnd fundarins
hefir ákveðið, eru þessi:
1. Hverja stefnu á áfengislöggjöfin nú að taka? For-
mælandi þess er ætlazt til að verði æðsti maður tí-
T-reglunnar, Joseph Malins í'rá Birmingham.
2. »Gautaborgarsýstemið«.
3. Ahrif norsku brennivínslaganna nýju. Formælandi
ritstjóri Sveu Aarrestad frá Kristjaniu.
4. Ahrif áfengisins á taugakerfið. Formælandi er ætl-
azt til að verði annarhvor prófessoranna Bunge eða
Forel frá Sveiss.
5. Um áfengið og unglingana er ætlazttiiað tali finnsk
kona, frú Alli Trygg.
6. Er ætlazt til að einhver fulltrúi frá Danmörku hefji
umræður um maltdrykkjalöggjöfina.
7. Drykkjumannahæli; formælandi dr. Henrik Berg frá
Stokkhólmi.
Fjöldamörg önnur umræðuefni hefir forstöðunefndin
á prjónunum, en ekkert fastákveðið um þau enn.
Að sjálfsögðu verður fundur þessi mjög fjölsóttur
enda búizt við talsverðum áhrifum af honum. Borgar-
ráðið i Gautaborg veitti, með 44 atkv. gegn 9, 3000 kr.
styrk til fundarhaldsins.