Good-Templar - 01.05.1900, Blaðsíða 2

Good-Templar - 01.05.1900, Blaðsíða 2
54 „víðsýni" og „skynberandi" trú, er hefir séð það, að til þess að félag eins og Reglan gæti orðið sigursælt, yrði trúin cá guð og almátt hans að vera með í liði; en hins vegar átti engin kirkjudeild að vera tekin fram um aðra, engin ágreiningsatriði í trúarspursmálum að komast með sem skilyrði fyrir að vera G. T. Hvorttveggja er þetta gott; en ofan tilfærð staðhæfing br. J. Ó. álít ég að hafi ails ekki við nein rök að styðjast, heldur eiga orð hans sjálfs í greininni bezt heima við slíkar rangar fullyrðingar lijá honum, er hann segir: „Þannig má gera góðum málstað óti’úlega mikið tjón með því að styðja hann með ónýtum rök'um eða röngum fullyrðingum, sem liægt er að hrekja. “ Að hann með grein sinni hafi viljað gera mál- efni Reglunn.ar gott, getur vel verið; en hitt er víst, að sJikar rangar fullyrðingar eins og þessi hjá honum gera „mikið tjón“. En það, sem br. J. Ó. vildi hafa sagt með þessum siðast tilfærðu orðum sinum, er það, að við Templarar gerum hinum „góða málstað" bindindisins „ótrúlega mikið tjón“ með því — að „halda því fram, að biblían sé bindindi liJynt" (! ! !). Ég skal játa það, að til þess að góðir bindindismenn sjái, að þetta hjá br. J. Ó. só rótt, þurfa þeir að vera ótrúlega „víðsýnir". Að áliti hans gerum við þá líka hinum „góða má.lstað" okkar „ótrúlega mikið tjón“ við hverja einustu upptöku í félaginu, fyrst \ ið lesum afimargar bibJíugreinar, tilfærðar í siðbókunum, því til sönnunar, að „biblían só bindindi lilynt." — Já, skoð- unum br. J. Ó. í þessu máli og siðbókunum kemur eins illa saman eins og eldi og vatni. Br. J. Ó. segir um biblíuna, að „sumstaðar hrósar liún hóflegri vínnautn (,hóflega drukkið vín hressir sál mannsins‘)“. Það er eitt að þessum ritningarstað, eins og hann er tilfærður af br. J. Ó., og það er, að — hann er liveryi til í heilagri ritningu. Éar er tii staður, sem án efa hefir staðið br. J. Ó. fyrir hugskotssjónum, er hann. reit þessi orð, en sá staður talar alls eklci um hófdrykkju og ekki um áfengt vín. Oi'ðin eru þessi: „Hann [guðj lætur grasið spretta fyrir fóncaðinn og jurtir mönnunum tiJ nota, í því hann út leiðir brauð af jórð- unni og vín, sem gleður mannsins hjarta.“ Dav. Sálm. 104, 14. 15. — Þessi staður sýnir, að vín, sem jörðin „fram leiðir“ (o: þrúgnasafi*), er hressandi, og því verður ekki neitað; slíkt * Sjálfsagt óskemdur.

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.