Good-Templar - 01.05.1900, Blaðsíða 6

Good-Templar - 01.05.1900, Blaðsíða 6
58 biblíunnar, þá væri þess getið, annaðhvort með viðbót við þennan úrskurð, t. d. „þó mega Indverjar o. s. frv. eða í sér- stökum úrskurði, en þann sérstaka úrskurð hefi ég ekki fundið. í formálanum fyrir úskurðasafninu 1898, sem „6ood-Templar“ vitnar í, er sagt, að það sé „alveg óhætt („practycally safe“) að reiða sig á það, að úrskurðirnir, eins og þeir séu prentaðir í inni endurskoðuðu útgáfu (útgáf. 1898), séu inir síðustu hæstaréttardómar Good-Templara, svo óþarft sé að ganga í gegn um þingtíðindin (Hástúkunnar), sem fáir hafi aðgang að. Bálkur Stór-Ritara. bob&pÓe a-óss3’sso3sr, s.-e,. — Því miður get, ég ekki gefið skýrslu um meðlimatal í Reglunni hér á landi að þessu sinni, vegna vöntunar á skýrsl- um frá sumum stúkunum, og er það þó mjög leiðinlegt, og það því leiðara, þar sem ársfjórðungamótin 1. Pebr. eru einnig áramót í Reglunni. Ég hefi oft, bæði í blaðinu og í bréfum mínum, leitast við að brýna það fyrir umboðsmönnum í stúk- unum, hversu áríðandi það er, að afgreiða skýrslur til Stór- Stúkunnar á réttum tíma, en það hefir enn ekki tekist að sannfæra suma um þetta. Mér ber, innan Aprílmánaðarloka ár hvert, að gefa ritara Allsherjar-Stór-Stúkunnar skýrslu um hag og ástand reglunnar í umdæmi Stór Stúku íslands og þar í innifalið meðlimatal 1. Febrúar. Þotta er mér ómögulegt að gera, svo áreiðanlegt sé, fyr en ég hefi fengið skýrslu frá öllum stúkum á landinu. Á síðastliðnu ári hefir Stór-Stúku íslands verið minst í blöðum erlendis og lokið lofsorði á dugnað og ötulleik Good- Templara á íslandi, og ég vona og veit, að þeir eiga það að mörgu ieyti skilið og hver sanngjarn maður verður að álíta og játa, að vögstur og viðgangur reglunnar sýni þess órækan vott, að hún eigi marga meðlimi innan sinna vébanda, sem hafi einbeittan vilja og óbilugt starfsþol, einkum þegar litið er til þess, hve erfitt er með allar samgöngur og hversu alt eftirlit og aðstoð hlýtur að vera örðugt og kostnaðarsamt,. Það ei' því þeim mun sárara, sem fleiri gjalda ómaklegi]-, ef tómlæti einstakra stúkna verður til þess að hnekkja áliti því,

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.