Good-Templar - 01.05.1900, Blaðsíða 12

Good-Templar - 01.05.1900, Blaðsíða 12
64 Og foreldrar, kennarar og aðrir, er eiga við börn að fást, ættu að styðja að bindindinu, því að með því hafa þeir einn inn bezta aðstoðarmann við uppeldið og eru vissir um góðan árangur iðju sinnar. Og þegar þeir eins og hér hafa um að velja, að leiða börnin, er þeir eiga að sjá um, annaðhvort inn á óvissan veg, þar sem fyrir þeim liggur hættulegur óvinur, sem getur rifið niður alt þeirra verk og spilt hugarfari barn- anna, eða þá inn á öruggan veg, sem einmitt þessi óvinur er fjarlægur, þá hijóta þeir sakir ábyrgðarhluta þeirra og ástar til barnanna að vera ekki í vafa um valið. Vér mundum bjóða kennendur volkomna i samvinnuna, þar sem þeir hafa mestu líkindi til að koma bindindismálinu áleiðis. Raddir hvaðanæva, Ytri-Iiakka, Eyjaf.e. i Marz 1900. Af stúkunni „Fram “ er ekki annað en gott að frótta, eftir öilum ástæðum. Hún fer hægt, en sígur þó í áttina. Aldurinn er ekki hár, að eins lA/g ár, var stofnuð með 22 meðlimum, en hefir nú fulla 40. Það er að vísu ekki stór upp- hæð, í sarnanburði við aðrar stúkur, en þessir fáu eru stöð- ugir og staðfastir bindindismenn; t. d. ekki eitt einasta vín- drykkjubrot átt sér stað onn þá síðan stúkan var stofnuð. Ekki vilja hreppsbændur vera með enn þá. Sumir eru hvorki með né móti, sumir stianglega á móti, og sumir með í orði, en ekki í verki. Pað er stórt, lán og heiður fyrir þessa stúku, að hafa kaupmanninn innan sinna vébanda; ekki einungis hann sjálfan, heldur og alt hans fermt heimilisfólk, 12. Á Hjalteyri og Ytri-Bakka eru 38 fenndir karlar og konur og þar af eru í stúkunni 22; hinir eru hingað og þangað úr sveitinni. Vór væntum góðrar framtíðar. „10.“ Hofa6s, í April 1900. „Systir Ólar'ta Jóhannsdóttir hélt bindindis-fyrirlestur á Iíofsós 13. Apríl, og var hann að aimanna-rómi sagður mjög góður, enda var það ekki of sagt. Vór álítum, að fyrirlesturinn liafl haft góð á-hrif á marga, því sama kveldið voru teknir upp í stúkuna „Sumargjöfln"

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.