Good-Templar - 01.05.1900, Blaðsíða 1

Good-Templar - 01.05.1900, Blaðsíða 1
GOOO-TEMPLAR Slað jSíórslúItu lalands a f I 0. 1. IV. MAÍ. 1900. 3?r. ^J. 6. móíi Éenningu ^ood-Templara. í síðasta tölubl. G.-T. heflr br. J. Ó. tekið til máls við- víkjandi því, er óg reit í nr. 3 um brennivínsvörn pastor Bruuns. Mér datt ekki í hug, að nokkur Templar skyldi geta haft á móti þessari grein minni, þar eð ég álít hana ritaða alveg í anda Reglunnar og auk þess lausa við ofsa og öfgar. Br. J. Ó. sýnir það líka bezt sjálfur, að eiginlega er honum ekki illa við mig né grein mína, heldur eru það sið- bækur Reglunnar og höfundar þoirra, sem hvorki hafa verið né eru eftir anda hans. í inngangsorðunum segir hann í grein sinni: „Höfundar siðbóka vor Templara hafa verið nógu þröng- sýnir og blindtrúaðir, svo að það er alveg óþarfl að bæta þar við.“ Orð þessi eru harðla einkennileg fyrir afstöðu br. J. Ó. í þessi máli. En hvaða sannanir ætlar hann sér að færa fyrir þeim ? Sjálfur heflr hann sýnt fram á — og það með réttu — að lög og siðbækur Templara krefja enga sérstaka trúarjátningu af þeim mönnum, sem Templarar vilja verða, nerna það eina, að „trúa á tilveru og mátt allsvaldandi guðs“. Okkur Templ- urum — öllum fjöldanum að ég held — þykir þetta einmit.t gott og frjálslegt, og ef br. J. Ó. þykir það vera „blindtrú" og „þröngsýni", þá er ástæða til að spyrja, hvort það sé „við- sýni“ og „sjáandi trú“ eftir áliti hans að afnema jafnvel þetta afarfrjálsa trúarskilyrði úr siðbókum Templara. Slíkir „fram- faramenn“ held ég ekki að góðir íslenzkir Templarar séu. Það er alls ekkert „þröngsýni" og engin „blindtrú", sem kemur frain í siðbókum Templara, heldur er það sannarlega

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.