Good-Templar - 01.05.1900, Blaðsíða 8

Good-Templar - 01.05.1900, Blaðsíða 8
60 fyiir skipar. Öll líkindi eru til, að breyting sú, er orðið hefir á Ungteraplara Reglunni á síðasta þingi Há-Stúkunnar, eigi vel við hér á landi og að öllum likindum betur en ið eldra fyrir- komulag. En þessu verður ekki komið í viðunanlegt horf fyrri on in nýja siðbók Ungtemplara kemur út, sem samþykt var á síðasta þingi Há-Stúkunnar að semja og láta prenta. í „Árbók bindindisvina" (norskri) fyrir þetta ár, er rit- gjörð, sem sýnir, hve nauðsynlegt er að gefa bindindisstarf- seminni á meðal æskulýðsins miklu meiri gaum en hingað til hefir átt sér stað hér á landi. Ritgjörð þessi er skrifuð af Alfr. Janson presti og birtist hér í íslenzkri þýðingu: Bindindis-starfsemln mcðal æskulýðsins. Unglingarnir, sem áriega fara frá heimilum sínum út í heiminn til þess að bjarga sér af eigin rammleik og verða ætt- mönnum sínum til gleði, en sér sjálfum og ættjörðunni til gagns og heiðurs, bregðast margir hverjir þeim vonum, er menn hafa haft um þá, og verða ekki einungis ættmönnum sínurn til sorgar og vonbrigða heldur og öðrum til byrði, en fósturjörð sinni til hneysu og tjóns; hver er sá, sem ekki horfir með hrygð á það? Heima fyrir vóru þeir inir dýrmæt- ustu fjársjóðir foreldranna, en faðirinn og — að líkindum sér- staklega — móðirin hefir unnað barninu sínu svo hugástum, að hún hefir lagt alt í sölurnar fyrir það; hún hefir vakað yfir því í veikindum þess í margar nætur, þrátt fyrir það, að hún vann baki brotnu að deginum til. Ef til vill hafa foreldrarnir alið sér vonir miklar í brjósti um barn sitt. En þegar nú unglingurinn er kominn út í lífið til að vinna og láta sér til gagns verða uppfræðslu þá, er hann hefir fengið, og t.il að uppfylla vonir foreldra sinna, þá koma vonbrigðin, sorgin og hneysan. Oft orsakast þetta þannig: Unglingurinn hefir fengið margt gott og nytsamt með sér út á braut lífsins, en hann hefir lika fengið, og það ef til vill frá þeim er unnu honum mest, háskalega nöðru í brjóst sitt; naðran þroskast og vefur sig utan um hann og kæfir hann, stundum á svipstundu, stundum smátt og smátt.

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.