Good-Templar - 01.05.1900, Blaðsíða 3

Good-Templar - 01.05.1900, Blaðsíða 3
55 vín er líka fullkoralega saklaust, því það er ekki ólgab; jörðin er enginn ölgerðarmaður. Sannleikurinn er sá, að biblmn talar um tvenns konar v'vn, og sést það ekki einungis af sambandinu, þar sem vín er nefnt í bibliunni, heldur eru í frummálum biblíunnar mismUnandi orð viðhöfð, sem tákna mismunandi víntegundir. Og ef þetta er viðurkent, sem heldur enginn getur neitað, þá verður það undir eins skiljanlegt, að biblían bæði getur varað við víni (o: eitruðu, ólguðu víni) og hrósað víni (o: óeit.ruðu, ógerðu víni). Þannig er einnig því vai'ið, að séra Magnús Jónsson, sem án ails efa er einn af allra bindindisfröðustu mönnum íslands, getur haft fullkomléga rétt fyrir sér, þegar hann segir í bind- indisfræði sinni: Það verður aldrei sannað, að Kristur liafi eigi verið bindindismaður. . . . Kristur draklc óáfengt vin; fyrir því gat liann verið bindindismaður.“ (Bls. 28. 29 í nefndri bók.) Svo nefnir br. J. Ó. staðinn í Joh. 2, 10. Ilang segir: „Hver, sem les með nokkurri umhugsun 10. versið í Jóh. guðspj., hlýtur að ganga úr skugga um það, að það er ekki nýtt, heldur gamalt vin, sem þar er við átt.“ Sannleikurinn er sá, að „góða vínið“ gerði Jesús úr vatni fiar á staðnum; þvi er víst hægt „að ganga úr skugga um það“, að vín þetta hafi verið nýtt, og eins mundi víst ferskur, ógerður þrúgnasafi hafa þótt gott vín. Annars held ég, að þýðingin á þessu versi hefði getað verið réttari, en hún er á íslenzku, að því er snertir orðin: „taka ölvaðir að verða". Um þennan ritningarstað ritar hinn heimsfrægi biblíuskýrandi Dr. Adam Clarke (sem br. J. Ó. þó ldýtur að þekkja): „Ilið gríska orðtæki á þessum stað heflr ckki J>að minsta tillit til ölvunar.“ í ensku bibliu- þýðingunni (eldri) stendur: „when men have well drunk“ (þegar menn hafa drukkið vel), og nýja endurskoðaða onska þýðingin (The Revised Version), sem er einhver bezta þýðing heimsins, hefir: „when men have drunk freely" (þegar menn hafa drukkið frítt). — Með þessu álit ég að hafa sýnt fram á það, að orðin í Jóh. 2, 10 hafa ekki það allra minsta sönnunargildi, að því er snertir áfengt vín. Að fornmenn áiitu gamalt vín gott, það veit óg vei. En þeir suðu oít vínið, áður enn þeir geymdu það. Slíkt vín var ekki áfengt. Eins og menh vit.a, hverfur áfengið við 76 0 Cels. hita,

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.