Good-Templar - 01.05.1900, Blaðsíða 7

Good-Templar - 01.05.1900, Blaðsíða 7
59 er vér höfum fengið, og þessu sárast og skaðlegast, ef það verður til þess að letja þá mörgu, sem með samvizkusemi rækja skyldu sína í þessu sem öðru, og verja miklum hluta af lífl sínu og kröftum til eflingar voru góða málefni. Ég leyfl mér því að biðja alla umboðsmenn — alla Templ- ara, hvern um sig, að leitast við að rækja trúlega skyldur sínar í Reglunni. Munum eftir því, að vér höfum hver og einn sitt verk að vinna, að vér höfum allir skyldur að rækja, að vér höfum tekið að oss að vinna fyrir sjálfa oss og fyrir með- bræður vora að heill og velferð þess félagsskapar og þess mál- efnis, sem breiðir blessun yflr land og lýð. Munum eftir, að vér höfum í trú á ágæti málefnis vors og í von um farsæl- legan framgang þess, haflð baráttuna, og að vér eigum af kær- leika til sjálfra vor og meðbræðra vorra að halda henni áfram þar til vér höfum unnið algerðan sigur. Merkið liöfum vér reist hátt og því má enginn liggja á liði sínu, en séum vér samtaka, sé viljinn einbeittur, þá getum vér mikið — já ósegjanlega mikið. Ef vér yrkjum akurinn og sáum í hann því góða sæðinu, sem reglan hefir oss í hendur fengið, inun guð blessa árangurinn af starfi voru og gefa oss ríkulega uppskeru. Yerði það svo, þess bið ég og óska. Bálkur St.-G. U.-T. ÞOBV. ÞOBVABÐSSOSr, S--C3-- TT_—T_ — H.E-X-ICCr-A--V-ÍDBO. 1. Pebr. þ. á. var Ung-Templara-Reglan fjölmennari hér á landi en nokkru sinni fyr. Hún hafði liðugt þúsund meðlima. Þar af vóru rétt við 900 börn og um 130 fuilorðnir meðlimir. Á síðasta ársfjórðungnum hafði gengið nokkuð margt inn í sumar stúkurnar. Flest i „Gleymdu mér ei“ á Eyrarbakka, 58 börn, og í „Æskuna“ nr. 1 í Reykjavík, 34 börn. Nú er nýlega komin út „Lögbók Ungtemplara. “ Sýnis- horn af henni heflr verið sent öllum Gæzlumönnum Ungtempl- ara um síðustu ársfjórðungamót. ITelztu breytinga, senr á verða með henni, er getið í fyista blaði „G.-T.“ þ. á. Peir, sem starfa í Ungtomplara-Reglunni, ættu að kynna sér lögbókina vandlega og reyna að koma sem fyrst á þeim breytingum, sem hún

x

Good-Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.