Good-Templar - 01.05.1900, Blaðsíða 14
66
Nei, raenn mega ekki leggja árar í bát i bindindismálimi.
Efla bindindi á allan hátt, og keppa að inu góða takmarkinu,
algjörðu aðflutningsbanni.
Því þessi síðustu vínfangalög hjálpa oss tiltölulega lítið.
Sig. Bjarnason, smiður.
$var íil lír. 0siiunds.
Ég sagði: „Höfundar siðbókar vor Templara hafa verið
nógu þröngsýnir og blindtrúaðar, svo það er óþarfi að bæta
þar við.“ Ég hafði ekki sagt, að þeir hefðu verið of þröng-
sýnir og blindtrúaðir", heidur að eins nægilega. I-Ir. 0stl. er
óánægður með þetta; honum flnst, Reglan ætti að vera ofur-
lítið þröngsýnni og blindtrúaðri, og spyr mig um „sannanir."
Ég gæti snúið við, og spurt hann, hvað honum þyki á skorta
þröngsýnina og blindtrúna. En óg skal ekki gera það. Hitt
vil ég minna hann á, að lögin heimta ekkert trúarskilyrði
fyrir upptöku í regiuna, annað en trú á einn guð. Siðbókin
segir innsækjendum ið sama þá er menn eru að ganga inn.
En maður er varla óðara kominn inn í stúkusalinn, heldur en
maður heyrir í^iðbókunum nefnda aðra’ persónu í viðbót við þá
einu; þrenningar-lærdómm-mn kemur þá til sögunnar. Þetta er
nóg til að útiloka alla rétt-trúaða Gyðinga frá Reglunni, því að þeir
gætu ekki haft þetta um hönd. Ég, og ýmsir fleiri eingyðis-
menn, getum lagt þann skilning í bænirnar, sem leyfir oss fyrir
samvizku sakii- að vera meðlimir; aðrir af trúarbræðrum mín-
um geta það ekki. — Er þetta of mikið víðsýni af reglunni?
Er þetta ekki að „taka eina kyrkjudeild fram yfir aðra“ ög
„láta ágreiningsatriði í trúarefnum komast að“? — Þetta iætst
hr. 0. ekki vilja; en hvað vill hann þá? Ef hann skilur ekki
sjálfan sig, þá er ekki von hann skilji mig.
Af því ég tilfærði um daginn ritningarstað eftir minni,
heflr mér orðið það, að auka við orðunum „hóflega drukkið".
En það vill svo til, að þessi orð gera hvorki til né frá, og sízt
er það mór í óhag að þau falla burt.
Af því að Jesús í Kana breytti vatninu í vín „þarástaðn-
um“, hlýtur það vín að hafa verið nýtt (= óáfengt) vín eftir
ályktun hr. 0. Úr því að hr. 0. trúir á kraftaverk, því treystir
hann þá ekki Jesú til að breyta vatni í garnalt vín eins vel og