Good-Templar - 01.03.1901, Page 2

Good-Templar - 01.03.1901, Page 2
30 mestu leyti .þakka því, hve vandlega þeir ræktu uppeldi barna sinna. „Hraust sál í hraustum líkamá" vaí' takmark uppeidis- ins hjá þeim. En það töldu þeir sjálfsagða og mjög svö þýð- ingarmikla skyldu að vara unglingana við ofdrykkjunni og inn- ræta þeim viðbjóð við henni. Kensluaðferðin í þessari grein var dálítið einkenuilog og eftirtektaiverð. Þeir létu þræia diækka sig út úr drukna, til þess að sýna ungiingunum, hve viðurstyggileg ofdrykkjan var. Petta er efrirtektarvert meðal annars vegna þess, að af þessu geta menn séð, hve mikiu framar vér stöndum heldur en Forn-Grikkir. Nú telja feðurnir ekki eftir sér að drekka sjálflr. II. Á miðöldunum, þegar kristin trú tók að útbreiðast, varð uppeldisstefnan alt önnur en vorið hafði með Spartverjum hin- um fornu. Alt fram á 18. öld var sú stefna ríkjandi víðsveg- ar um hiun kristna heim, að hið eina þýðingarmilda takmark uppeldisins væri að menta mannsandann, hefja hann svo hát.t, sem kostur væi'i á. Þar á nióti var næsta lítið lnigsað um uppeldi likamans, því að eftir skoðun kirkjunnar var líkarninn saurugt og syndum spilt aðsetur gimdanna og verkfæri alls konar lasta. Var þvi iögð sérstök áherzla á að „deyða holdið", og þessi orð stundum tekin nokkuð bókstaflega. Að sjálísögðu var nú drykkjufýsnin taiin með sem ein af girndum holdsins og var því víða reynt a.ð deyða hana. Bindindishugmyndin lifði og ýmsir af hinum merkustu mönnurn kirkjunnar prédik- uðu gegn áfengisnautuinni og reyndu að stemma stigu fyiir henni. En árangurinn var iítill. Drykkjuskapur og alls konar óregia færðist í vöxt, og það einkum eftir að breunivinið kom til sögunnai' (á 16. öld). Þá varð ofdrykkjan margfalt ai- mennari en áður hafði verið, á meðan áfengir drykkir (vín) voru miklu dýrari. III. Á seinni hluta 18. aldarinnar fer smátt og.-smátt að rofa til. Þjóðirnar fara að vakna af mentunarleysis- og hjátrúar- dvalanum og neyta krafta sinna til að beijast fyrir æðri hug- sjórrum, og þá íer jafnframt að vakna rneðvitundiu mn það, að uppeldi og uppfræðsla á ekki að vera innifalin eingöngu í

x

Good-Templar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Good-Templar
https://timarit.is/publication/428

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.