Muninn - 01.02.1946, Side 7
MUNINN
7
334 reglulegir nemendur. Auk þess !
voru nokkrir óreglulegir nemendur
við nám í skólanum. Er þetta meiri
íjöldi nemenda en nokkru sinni liefir
áður verið. Þessir nemendur skiptust
þannig milli deilda, að í gagnfræða-
deild innrituðust 183, en í mennta-
tleild 1A1. I>ar af voru í máladeild 85
nemendur, en ()(i í stærðfræðideild.
Fyrsti bekkur \ ar að þessu sinni alger-
lega tvískiptur og heíir aldrei verið
svo fjölmennur sem nú. IV. bekkur
máladeildar var einnig tvískiptur eins
og árið áður.
Gagnfræðanámskeið var, með sam-
þykki menntamálaráðuneytisins, hald-
ið í marz og apríl nteð santa sniði og
síðastliðið ár. Er það fyrirkomulag til
mikils hagræðis fyrir nemendur, er
koma utan af landi eða frá öðrum
skólum til að þreyta gagnfræðanám
bér.
Svo sem að líkum lætur, var þröngt
unt þennan mikla fjölda nemenda í
húsakyilnum skólans. Bættist skólan-
um þó ein ný kennslustofa, er útbúin
var á risiiæðinni í „Beitarhúsunum".
\'ar IV. bekkur S. þar til húsa. Til
aukningar á húsakosti skólans má
telja það, að lokið var umbótum og
breytingum á leikfimihúsi skólans,
skömmu eltir að kennsla hófst í skól-
anum. Var þá brátt tekin upp kennsla
í leikfimi við hin ákjósanlegustu skil-
yrði, en hún hafði legið niðri um
nokkurra ára skeið. Eftir þessa endur-
srníð leikfimihússins er það iiið full-
komnasta og þægilegasta hús. Hefir í
suðurenda hússins verið komið fyrir
rúmgóðu anddyri, skrifstofu kennara,
tveimur þægilegum búningsklefum,
baðklefa með átta steypibaðstækjum
og loks tveimur salernum. Aðalbygg-
ingunni var breytt í einn rúmgóðan
leikfimisal.
Til að fagna hinum miklu hlunn-
indum, er öllu íþróttalífi skólans hefir
hlotnazt með tilkomu þessa húss,
gekkst íþróttafélag Menntaskólans
fyrir vígsluhátíð, er haldin var að
kvöldi hins 23. október. Hófst hún
með ræðuhöldum í hinum nýja leik-
fimisal. Þar flutti Hermann Jónasson,
fyrrv. forsætisráðherra, mjög athyglis-
verða og skemmtilega ræðu um
íþróttamál og íþróttamenningu. Einn-
ig töluðu þar Hermann Stefánsson,
leikfimikennari, og Sigurður Guð-
mundsson, skólameistari. Var síðan
j setzt að kaffidrykkju í hátíðasal skól-
ans. Undir borðum voru nokkrar ræð-
ur fluttar. Töluðu þar meðal annarra
Hennann Jónasson, Sigurður Eggerz,
bæjarfógeti, og Sigurður Guðmunds-
son. skólameistari. A eftlr var stiginn
dans. Vígsluhátíð þessari stýrði Tómas
Arnason í VI. bekk S., formaður 1.
M. A.
Hátíðir og samkomur.
Aður hefir verið sagt frá vígsluhátíð
leikfimihússins, er var fyrsta samkom-
an, sem lialdin var á skólaárinu.
Fjórði bekkur hélt að þessu sinni
kaffikvöld sitt að kvöldi 2. des. Sanr-
komtina setti Kristján Róbertsson, IV.
bekk M„ með ræðu og minnríst dags-
‘ ins 1. desember sem lullveldisdags og
fánadags oK.kar íslendinga. Er hann
hafði lokið máli sínu, var setzt að kafli-
drykkju, en nteðan á henni stóð,
skemmti Heimir Bjarnason, IV. bekk
M„ með upplestri, las upp kvæðið
„Fákar* ‘eftir Einar Benediktsson, Örn
Friðriksson, lVr. bekk M„ lék! einleik
á píanó við mikinn fögnuð áheyrenda,
og nokkrir piltar í gervi Færeyinga
sungu Grettisrímu hins sterka, en svo
heitir Ijóð eitt, er ort hefir verið á
færeyska tungu. Vakti söngur þessi
hlátur mikinn. Að lokum var-svo stig-
inn dans, eins og lög gera ráð fyrir.
Kaffikvöld þriðja bekkjar fór fram
að kvöldi hins 13. febrúar, er var
sprengidagskvöld. Einar Arnason setti
samkomuna og stýrði henni. ‘Ræðu
flutti Bragi Eriðriksson ,en Hafsteinn
Bakhinsson las upp annál, ér hafði
inni að halda grín eitt og meinlaust
gaman. Einnig sungu þarna tólf pilt-
ar, er ælt höfðu með aðstoð Her-
manns Stefánssonar, leikfimikennara.
A kaffikvöldi þessu afhenti 3. bekkur
skólanum til eignar gluggatjöld fyrir
gluggana á hátíðasal skólans, hina
ágætustu gripi og gefendum til rnikils
sóma. Kaffikvöld þetta fór vel fram,
en það, sem sérstaklega setti svip sinn
á það, var skreytingin, er var með
ágæturn og Jóhannes Geir Jónsson
hafði annazt um. Hafði liann komið
fyrir tveimur myndum, er þöktu vegg-
ina, sín í hvorum enda salarins. Var
sú að sunnan frá suðrænum skógar-
lundum, en hin af norrænum frera-
slóðum. Var á þeim listamannshand-
hragð greinilegt.
Skólahátíðin fór að þessu sinni fram
21. marz. Var.hún haldin i Samkomu-
lnisinu, svo sem undanfarin ár, og fór
fram með líku sniði og venjulega.
Skólameistari var um þessar mundir
staddur í Reykjavík, og gegndi Þórar-
inn Björnsson störlum fyrir hann á
meðan. Setti hann hátíðina og bauð
gesti velkomna. Voru þá bornar fram
veitingar og setzt að sameiginlegri
kaffidrykkju. Skólakórinn, er að þessu
sinni var blandaður kór, söng nokkur
lög undir stjórn Björgvins Guðmunds-
sonar. Ræður fluttu Gunnar Sigurðs-
son, VI. bekk S., er mælti lyrir minni
íslands, Elosi Sigurðsson, VI. bekk M„
er mælti fyrir minni skólans, Guð-
mundur Benediktsson, VI. bekk M„
er mælti fyrir minni kvenna, og Þór-
unn Rafnar, VI. bekk M„ er flutti
minni karía. Aður en stigið væri upp
frá borðuni, rnælti Þórarinn Björns-
son nokkur orð og þakkaði ræðu-
mönnum og fór auk þess nokkrum
hlýjum orðunr um skólameistara, er
var Ijarverandi. Er stigið hafði verið
upp frá borðum og salurinn ruddur,
var dans stiginn langt fram eftir nóttu.
Hátíðin var hin skemmtilegasta og
fór fram með prýði. Áttu ræðumenn-
irnir mikinn þátt í að gela henni há-
tíðablæ sinn, og tókst það með ágæt-
um. A hátíðinni kom út Carmina, er
sjötti-bekkur gaf út samkvæmt venju.
Hinn 21. apríl héldu fimmtubekk-
ingar dimittendum kveðjuhátíð, lúð
svokallaða dimittendakvöld. Fór það
fram með líkum hætti og að undan-
förnu. Steingrímur Pálsson, V. bekk
S„ setti samkomuna og stýrði henni.
Gat hann þess, að við þetta tækifæri
væru vígð 300 bollapör, er fimmtu-
bekkingar hefðu keypt og gefið skól-
anum. Er það mikið hagræði fyrir
skólann að eiga sín eigin bollapör til
þess að nota við ýmis hátíðleg tæki-
færi, J>ví að tafsamt og þreytandi verk
hefir verið að fá slíkt lánað úr bæn-
um, stundum víða að, þótf skólinn
hafi raunar hvarvetna mætt hinni
mestu greiðasemi.
Á kaffikvöldi þessu gerðist það með-
al annars, að Ólafur Halldórsson, V.
bekk M„ kvaddi dimittenda með
ræðu. Þriðjubekkinga kvaddi Sverrir
Svavarsson, II. bekk, en Ólöf Guðna-
dóttir þakkaði fyrir Jreirra hönd. Þá
flutti Gísli Jónsson í V. bekk M.
dimittendaþátt, er var gamansamur
mjög og skothendur á köflum. Skól-