Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 3

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 3
Útgefandi: Málfundafélagið „H U G I N N“ M. A. MUNINN Ritstjórn: Aðalsteinn Sigurðsson, kennari, Gunnar Hermannsson, Sveinn Skorri. 22. árgangur. Akureyri, desember 1949 2. tbl. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON SKÓLAMEISTARI Fæddur 3. september 1878 — Dáinn 10. nóvember 1949 Marga, víðs vegar um land, mun hafa sett hljóða að kvöldi hins 10. nóvembers, er þeir heyrðu útvarpsþul- inn mæla þessi orð: „Sigurður skólameistari er látinn." Sjaldan mun andlátsfregn hafa snortið viðkvæma strengi í fleiri brjóstum. Það kvöld hafa áreiðanlega margir hugsað til Sigurðar með hlýj- um huga og tregablöndnu þakklæti, og það ekki aðeins gamlir nemendur hans, heldur og fjölmargir foreldrar, er höfðu trúað honum fyrir börnum sínum, og enn aðrir, sem notið höfðu andans auðlegðar hans. Og minningar hafa vaknað, því að Sigurður skóla- meistari hlaut að verða minnisstæður hverjum þeim, er eitt sinn hafði séð hann eða heyrt. Svo sérstæður var hann og svipmikill, svo ólíkur öllum öðrum. Og mörgum mun hafa veitzt örðugt að hugsa sér Sigurð skólameist- ara dáinn. Fáir áttu þvílíkt fjör, voru gæddir meira lífi en hann. Enn gneist- aði af svip hans og orðum, svo að þeir, sem voru yngri að árum, urðu að jafn- aði fremur þiggjendur en veitendur fjörs og gleði í návist hans. Fleyg orð hrutu enn af vörum hans, og speki- mál hans, yljað lífsins glóð, var enn heitt sem áður. Mér er nær að halda, að honum hafi aldrei búið fleira í hug og hjarta en einmitt nú, er kallið kom. Það er eflaust gæfa þeim, er þannig fer, og sjálfur vildi Sigurður skóla- meistari hætta hverjum leik, er hæst liann fór, en fyrir oss, sem eftir stönd- um, og fyrir þjóðina alla, er það óbætanlegt menningartjón, er slík andleg verðmæti hverfa fyrir stapann mikla. Og nú er Sigurður skólameistari dá- inn. Handtakið hlýja og þétta vermir ekki lengur. Andi hans slær ekki leng- ur leifturblossum, sem lýsa veginn. En þó er ekki eftir auðn og myrkur. Minningarnar um Sigurð skólameist- ara eru gæddar of miklu af lífi hans sjálfs, til þess að hann geti horfið. Þær lýsa enn og verma og munu gera um langan aldur. Og verk hans munu geyma nafn hans um ókomnar aldir. Sigurður skólameistari var hún- vetnskur að ætt, eins og öllum yður mun kunnugt, fæddur að Æsustöð- um í Langadal 3. sept. 1878. Að hon- um stóðu merkar bændaættir á alla vegu. Föðurfrændur lians voru bú- höldar og sveitarhöfðingjar, ráðsvinn- ir menn, sem ógjarna munu hafa látið hlut sinn. Til þeirra mun Sig- urður skólameistari hafa sótt þá ýtni og lagni í málafylgju, sem auðkenndi hann svo mjög og reyndist honum svo giftudrjúg. Faðir hans, Guðmundur hreppstjóri Erlendsson, mun og hafa verið honum fyrirmynd um vöndug- leik í embætti. En móðir Sigurðar skólameistara, Ingibjörg Sigurðardótt- ir, var mikil góðleikskona, og skilst mér, að í þá ættina hafi hann fremur sótt þann hjartans yl, er svo mörgu vermdi. Það er annálað um móður- ömmu hans, Þorbjörgu á Reykjum á Reykjabraut, hvílík greiða- og höfð- ingskona hún var, og faðir hennar, Arni, þótti livarvettna sjálfkjörinn veizlustjóri, svo að Sigurður skóla- meistari átti ekki langt að sækja rausn og höfðingsskap og veizluprýði. A Æsustöðum ólst Sigurður upp fram á unglingsár. Var hann smali á sumrum þar í fjallinu, og hafði hann gaman af að minnast þess, er leið hans lá um æskuslóðir. Taldi hann sig eiga smalamennskunni margt gott að þakka. Þar vandist hann því þegar að rækja trúnað við sjálfan sig og skyldu sína, því að hann mun hafa látið sér mjög annt um hjörð sína og vakað yfir henni, ekki síður en seinna, er hjörðin var orðin nemendahópurinn í Menntaskólanum á Akureyri. Og þarna uppi í kyrrðinni, „þar sem víð- sýnið skín“, mun hann snemma hafa byrjað að grafa eftir gulli hugar síns, að sökkva sér í hugsun og leit, eins og hann gerði síðan alla ævi. Ævi hans varð í senn vaka og draumur. Ungur hneigðist Sigurður til bókar, en var frábitinn líkamlegu erfiði. Var hann því settur til skólanáms. í skóla mun hann all-mjög hafa farið sínar götur, eins og oft seinna, og séra Bjarni, bekkjarbróðir hans og vinur, gat þess í líkræðu sinni, að hann hefði snemma leitað vizku. Og stúdents-

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.