Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 7

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 7
M U N I N N 15 Ekki verður ófeigum í hel komið Krists og náðarmeðulin. Enginn sér Jrað utan á þessum hlutum, að hér sé um hjálpræði að ræða. Sá, sem ekki vill trúa, sér aðeins son Jósefs og Maríu, finnur í Biblíunni aðeins safn gamalla rita, og finnur í söfnuði guðs á jörð samsafn ófullkominna manna, sem safnast saman um vissa ytri siði. En þó er táknið alnægt J:>eim, sem hlýtur gjöf trúarinnar og treystir því, að barnið í jötunni er guð sjálfur. Því að þá er Jesúbarnið ekki aðeins fyrir- boði hins alnæga hjálpræðis, sem vér þráum, heldur er Jretta hjálpræði al- gjört og það í Jesú sjálfum. Holdtekjan — að guðs sonur varð maður, er grundvöllur hjálpræðisins. A þeirri staðreynd hvílir allt það, sem Jesús kenndi og gjörði hér á jörð. Með komu Jesú Krists til jarðarinn- ar gaf guð deyjandi mannkyni skap- andi kraft sinn, læknaði og bætti mein þess. Sjúkdómur vor mannanna er sá, að vér viltumst frá guði, að vér rufum vitandi vits sambandið við hann, sem er uppspretta lífsins. Og öll þrá vor eftir því, sem er æðra og betra á hvaða sviði sem er, og hversu sjúkleg sem sú þrá kann að vera, er þrá eftir því að sameinast guði að nýju. Því sagði Ágústín kirkjufaðir: „Vér erum skap- aðir tii samfélags við guð, og hjarta mitt er órótt, unz það hvílist í þér, ó, guð.“ Þetta samband varð knýtt á ný er Jesús fæddist. í honum hefur rnann- kynið fundið guð aftur og guð týnda sköpun sína. Þess vegna er „táknið“, ljarnið í jötunni, ekki að,eins tákn einhvers, sem mun koma, heldur grundvallarstaðreynd hjálpræðisins. Lífsáform Jesú var að sameina guð og mann. Hann gat ekki afneitað guði, liann gat heldur ekki sleppt hin- um vonlausasta rneðal manna. Fyrir persónu hans og það verk, sem hann vann, er öllum mönnum gjör.t kleift að öðlast samfélag við guð. Með því er neyð mannanna að engu gjörð. Táknið: Guðs sonur í skauti Maríu er opinberun Jreirrar staðreyndar, að guð hefur giipið inn í tilveru verald- ar, sem var í skugga dauðans. Þess vegna höldum við jól. Sá, sem komið hefur auga á Jretta, liikar ekki augnablik, heldur setur allt traust sitt á þennan Jesúm, sem getur Oft flýgur mér þessi málsháttur í liug í sambandi við það atvik, sem nú skal greint frá, því að sjaldan virðist mér liann hafa sannazt betur en ein- mitt þá. Bóndi, að nafni Páll Gíslason, flutti að Aðalbóli í Hrafnkelsdal vorið 1945 og dvaldi þar að mestu leyti einn um sumarið, meðan sláttur stóð yfir. Kom þá fyrir, að hann fékk aðstoð frá Vað- brekku, sem er næsti bær, við að hirða hey, þegar mikið lá við. Dag einn í septembermánuði kont hann út í Vaðbrekku og vildi endur- gjalda þá hjálp, sem honum hafði ver- ið veitt við heyskapinn þá um sumar- ið, og varð það úr, að hann skyldi hjálpa okkur við að flytja síldarmjöl yfir Jökulsá á Brú, en það varð að flytja í kláf. Var sú hjálp kærkomin, því að maðurinn var sterkur vel, en erfitt var að konta 100 kg mjölsekkj- um á kláfinn og af honum. Frá Vaðbrekku er rösklega hálf- tíma gangur að kláfnum, en hann er lijá bænum Brú á Jökuldal. Við lögðurn af stað að morgni liins 12. september og vorunr alls fjórir: bræður mínir, Jón Hnefill og Aðal- steinn, Páll og ég. Fyrsta verk okkar, þegar að kláfn- um kom, var að strengja vírana, því að þeir voru orðnir svo slakir, að mjög erfitt var að draga kláfinn yfir, ef mikill Jrungi var í honum. Að því loknu fórum við vestur yfir ána og drógum síldarmjölspokana niður að kláfnum, því að bílvegur náði ekki nema niður á brekkubrúnina fyrir of- an. Þegar svo var komið, ætlaði Jón að fara austur yfir ána aftur og vera þeim megin og draga pokana yfir, en það, sem enginn annar megnar: Að frelsa lýð sinn frá öllum syndum hans. Það er þessi boðskapur, sem veitir friðinn, sem er æðri öllum skilningi, og hina sönnu gleði, jólagleðina. Komið, allir, sem vitrir eruð! Krjúpið við jötuna! Kom þú! Veittu Jesú Kristi rúm hjá Jrér, og Jdú munt eignast gleðileg jól. Jóliann Hliðar. það vildi Páll ekki taka í mál, og fór svo, að liann hafði sitt fram. Fór hann síðan upp í kláfinn, en Jón hélt upp brekkuna og ætlaði að ná í poka, sem enn voru eftir þar, en við Aðalsteinn vorum við kláfinn. Ég sneri nrér eitt- hvað frá, en Aðalsteinn hafði gát á dragreipinu, sem að vestan var, að það ekki festist í vörðunni. Vissi ég ekki fyrri til en ég heyrði brest, og um leið hrópaði Aðalsteinn til mín, að Páll hefði farið í ána. Eg sneri mér við, um leið og ég heyrði brestinn, og sá Jrá í iljarnar á Páli, áður en liann fór á kaf. Við hróp- uðum til Jóns, að Páll hefði dottið í ána, og stóðum svo með öndina í háls- inum og biðum eftir því, að honum skyti upp. Að því er okkur virtist, var hann óralengi í kafi, en skaut svo upp nokkru utar, því að straumurinn í ánni er mikill þarna. Dragreipið að austanverðu hafði runnið út úr kláfn- um ofan í ána. Fyrst vonuðum við að honum tækist að ná í reipið og kom- ast nteð því til lands, en okkur bæði til undrunar og skelfingar reyndi hann það ekki, og bar hann brátt svo langt út ána, að þess var enginn kost- ur. En ekki hafði hann lengi flotið út ána, Jtegar við sáurn, að hann ætlaði að berjast, unz yfir lyki, því að hann hafði tekið sundtökin og synti að austurlandinu svo sterklega, að höfuð og háls var alltaf ofan vativs. Fyrir sunnan kláfinn rennur áin í Jtrengsl- um, en gljúfrið breikkar beint undir honum. Þar eru ekki boðar í ánni, en straumþungi mikill. En þegar utar dregur, skaga klappir út í ána báðum megin frá, og liggja boðar þaðan út að miðju árinnar. Það sáum við, að eina vonin var, að Páll næði landi fyrir ofan þessa boða. Það stóðst líka á endum, að þegar ekki voru eftir nema 2—3 metrar að boðunum, var hann kominn að landi. Auðséð var, að honum gekk illa að komast upp á klöppina, enda var hann þá eflaust farinn að Jrrevtast. En það tókst þó, og þegar liann var aftur kominn á þurrt land, sneri hann sér að okkur og veifaði til okkar. Páll var yzt fata í samfestingi, en á fótum hafði

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.