Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 5

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 5
M U N I N N 13 um laust niður. Kennsla lians bar það auðkenni lífsins, að aldrei varð vitað með vissu, hvað næst kynni að koma. Það skapaði eftirvæntingu og vökula athygli, frjóa óvissu. Eitt er það, sem ekki verður gengið fram hjá í kennslu Sigurðar skóla- meistara. Það var ást hans á íslenzku máli. Eg hefi engan vitað gleðjast jafn- hjartanlega af fögru, íslenzku máli, hvort heldur var hin þýða raust Jón- asar Hallgrímssonar eða römm stef Gríms Thomsens. Eg man hann vikn- aði næstum eitt sinn, er hann talaði um Guðmund Friðjónsson, hve góður sonur hann hefði verið móðurmálinu. Einnig hryggðist hann einlæglega, er hann las á prenti ritsmíðar eftir nem- endur sína, þar sem honum fannst hirðuleysislega og óvönduglega farið með ísenzkt mál. Hreinleikur tung- unnar var honum heilagur. Hann hafði sjálfur reynt, að erfitt gat verið að finna orð „um allt, sem er hugsað á jörðu“. En þeir örðugleikar knúðu aðeins á kraftana og hertu átökin, og Sigurður skólameistari hafði trú á erf- iðum andlegum átökum. Honum var og allra manna ljósast, að tungan var fjöregg þjóðarinnar, með henni stóð og féll íslenzkt þjóðerni, og með slík- an dýrgrip var aldrei of varlega farið. Sjálfur var hann rammíslenzkur í máli, átti til að vekja upp gömul, ís- lenzk kjarnyrði, en þekkti og vel yngi- lindir málsins og skóp mörg nýyrði, bæði vitandi og óvitandi, og hafa ýmis þeirra löngu unnið sér þegnrétt í mál- inu og eru á hvers manns vörum. Hann vandaði mjög málfar á ritgerð- um sínum og ræðum, breytti og lag- aði, svo að honum þótti nær aldrei fullunnið. Stíll hans var sterkur og svipmikill, líkt og persóna hans sjálfs, en yljaður hjartavarma hans, með djúpnið draumkenndrar viðkvæmni. Sigurður skólameistari lét þess stundum getið, að ævistarf hans hefði fremur átt að verða annað en það varð. Eg ætla, að fáir munu undir það taka. Sjaldan hefir nokkur maður virzt vaxnari embætti sínu en einmitt hann. Sigurður Guðmundsson varð Sigurður skólameistari eða aðeins Skólameistari. Hann varð ímynd sjálfs skólameistarans. í flestra augum var hann hinn rétti maður á hinum rétta stað. Það var ekki aðeins, að persónu- leik hans fylgdi sá gustmikli myndug- leiki, sem gerði honum hægt um alla stjórn, heldur átti hann til að bera þann mannskilning, sem er öllu öðru nauðsynlegri í skólastjórn. Hann var þrunginn siðferðilegri alvöru, sem enginn sannur uppalandi má án vera, og hann var gæddur þeim næmleika tilfinninganna, er kom honum í lif- andi snertingu við mannlegar sálir. Ollum, sem heyrðu ræður hans hér í þessum sal, er eflaust minnisstæður sá alvöruþungi, sem bjó í orðum hans, brennandi löngun hans til að örva nemendur til þegnskapar og rétt- skapar og ábyrgðar á sjálfum sér. Þó að orðin kunni að hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá óþroskaðri nem- endum, hlýtur myndin af manninum að verða ógleymanleg og þau sterku áhrif, sem henni fylgdu. Ahrifaríkast- ur fannst mér hann oft, er hann talaði blaðalaust, eins og títt mun um geð- heita andagiftarmenn. Prentaðar ræð- ur hans geyma án efa margar spakleg- ustu hugsanir hans, en margt lifandi orð hans er aðeins „rist inn í fáein hjörtu“. Annars var Sigurður skólameistari aldrei svo alvarlegur, að hann hætti að vera mannlegur. f miðri alvörunni brá fyrir brosi kímninnar. Hann átti náðargáfu „humorsins“ eða þeirrar gamansemi, sem viðurkennir takmörk mannlegrar viðleitni. Mér er nær að halda, að Sigurður skólameistari hafi aldrei flutt svo ræðu, hvorki „á sal“ né annars staðar, að ekki væri brosað. En það spillti ekki alvörunni, gerði hana aðeins aðgengilegri og raunsann- ari. Sigurður skólameistari vildi hefja nemendur yfir sjálfa sig, venja þá á hlutlægt mat og rólega athugun. Sjálf- ur var hann í eðli sínu sjálfum sér háður. En það er því aðdáunarverð- ara, hversu þessum geðríka og tilfinn- ingaheita manni tekst í boðskap sín- um og almennum viðhorfum að ná valdi á sjálfum sér, að sveigja geðs- munina undir vitsmunina. Hann veltir hverju máli margvíslega fyrir sér, slær varnagla, spyr og spyr. Hann veit, að líf hins andlega aðalsmanns er eilíf leit, og honum er illa við, að ungir skóladrengir festist í skoðunum og {jykist kunna lausn hinna vandasöm- ustu mála. Hann sá í því þroskaleysi og það, sem verra var: stöðvun á þroska. Hann vildi opna hugi nem- enda og varðveita þá opna. Leitin er aðal hans, og sjálfur var hann nógu sterkur til að þora og þola að efast — og halda áfram leitinni. Þegar hann dó, var hann enn hinn mikli leitandi. Má vera, að þess vegna hafi hann verið svo ungur í anda. Ef til vill er þeim einum ætluð hin eilífa æska, sem aldrei hafa ratað í kyrrstöðu viss- unnar. Samband Sigurðar skólameistara við nemendur var hið merkilegasta. Hann hafði mikið samneyti við nemendur, ræddi oft við þá, leitaði álits þeirra og ráða, hlýddi á skoðanir þeirra og tillögur. Otrúlega margir þeirra urðu persónulegir vinir hans. Það var af því, að hann opnaði þeim aðgang að hjarta sínu, og skilningur hans á þeim var samúðarskilningur, eins og allur sannur mannskilningur hlýtur að vera. Hann vissi, að margt gat amað að ungum sálum, að „hið smáa er stórt í harmanna heim“. Það varð að sýna nærgætni og umhyggju. Hann tók þátt í áhyggjum nemenda og gleði, hryggðist með hryggum og kættist með kátum. Og vinátta hans fylgdi þeim langt út fyrir skólann, út yfir gröf og dauða, eins og sjá má af eftir- mælum hans eftir látna nemendur. Hann hélt sambandi — oft bréfasam- bandi — við furðulega marga. Hann fagnaði sigrum þeirra, en var þeim ekki síður tryggur í raunum og sjúkdóm- um. Og hann var allra manna minnug- astur á það, sem honum var vel gert. Vanþakklæti heyrði ég hann telja til lítilmennsku. Hann minntist gamalla velgerðamanna sinna eða þeirra, sem eitt sinn höfðu gert lionum greiða, með því að hlúa að niðjum þeirra í þriðja lið. Þó að hann kynni vel að finna að og vanda um, liafði hann yndi af að gleðja, ekki sízt börn, gamalmenni og sjúklinga. Nemend- um mun stundum hafa fundizt hann hrjúfur og ósanngjarn, en allir, sem kynntust honum náið, fundu góðvild hans og hjartahlýju. Mér fannst jafn- vel stundum, að á bak við ósanngirni hans, sem ég ekki neita, fælust ein- hver æðri sannindi. Og allar refsiað- gerðir við nemendur tók hann sér mjög nærri. Eg heyrði hann segja, að hann fyndi alltaf til sektarkenndar, er hann þyrfti að refsa einliverjum. Ann- ars dáðist ég oft að því, hve vel hon- um tókst að rata meðalveginn í þjón-

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.