Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 10

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 10
18 MUNINN hann eins og fellur saman og hjaðnar. Hann starir út í geiminn, og þegjandi og hljóðalaust hverfur lífið úr augun- um, unz þau mæna brostin út í loftið eins og til hins óþekkta. Náliljóð, högg í klukku, þau berast út yfir þorpið. Eitt — eitt — eitt. Það er þoka, hún hangir niður. Ströndin, hafið og grár himinninn renna sam- an. Loftið er þungt og mollulegt, það leggst að mönnum og gerir andardrátt- inn erliðan. Gamall maður, garðvörð- ur þorpsins, kemur út úr kirkjunni, hann ber lítinn, hvítmálaðan kassa. A eftir honum koma Togga, amma hennar og presturinn. Kirkjugarðurinn er spölkorn frá. Þangað ber gamli maðurinn hvíta kassann. Það fellur ísing úr þokunni, gamli maðurinn lætur livíta kassann niður í gröfina. Tómahljóð heyrist. Presturinn kastar rekunum, eys ofur- fitlu af blautri rnold með hvítum spaða. Það bylur í lokinu. Síðan tekur liann góðmannlega í hönd stúlkunnar og fer. Asjóna Iians Ijómar af sálarró og friði hins guð- hrædda manns. Gamli maðurinn mokar, moldin klessist saman, blaut og þung. Ofurlítill hraukur er eftir á yfir- borðinu, einu sjáanlegu sporin í þessari veröld eftir lítinn, bláeygðan dreng, sem getinn var í svnd. Togga mænir út í þokuna. Blaut, lnáslagaleg ísingilr fellur í andlit hennar, bleytir kápuna og vætir hárið. Drengurinn er dáinn, þessi gamli maður hefir mokað mold yfir hann. Aldrei myndi liann gráta framar við brjóst hennar í ráðþrota magnleysi. Aldrei — aldrei. Mold — myrkur — dauði. Horfinn, hún skynjar það, en trú- ir ekki. Akafur grátur grípur hana. Herðar hennar titra við átök hins krampa- kennda ekka. Gamla konan tekur undir hönd hennar og leiðir hana burtu. Þær fara út úr garðinum og ganga áleiðis heim. Togga starir rauð- um augurn á blauta götuna. Hún reik- ar í spori. Fyrir húshorn kemur maður. Hann er frakkaklæddur, þykkur, loðinn frakkinn er hrímgrár af ísingunni. Harður, svartur hattur situr virðulega á niyndarlegu höfðinu. Þetta er Áskell kaupmaður. Hann gengur rösklega, það glymur í götunni við fótatak hans. Þegar hann mætir Toggu, staðnæmist hann snögglega. Hann dregur mjúkan hanzkann af hvítri hendinni, réttir stúlkunni hana. „Eg samhryggist yður innilega, Þorgerður mín.“ Síðan fer liann í brjóstvasa sinn, tekur þykkt veski úr honum og dregur tvo tíu- krónaseðla þaðan og fær henni. „Þigg- ið þetta lítilræði, Þorgerður mín.“ Hann réttir þá að henni og þrýstir þeim inn í hendi hennar. Hún starir á þessa stílu pappírsnriða. „Hvernig er það, gætuð þér ekki tekið vakt í verksmiðjunni í kvöld?“ Togga starir fjarrænt út í þokuna. „Jú,“ segir hún. „Þakka yður fyrir, Þorgerður mín.“ Kaupmaðurinn rétt- ir hendina aftur, kveður og fer. Togga glápir á seðlana. Hún harðnar á svip- Ég er að þrotum kominn. í nótt skal ég. Þrjár langar, þjáningarfullar nætur hefi ég barizt við löngun mína eftir eikinni, en ekki þorað. Þessi gamla eik dregur mig til sín með ó- mótstæðilegu afli. Og í nótt verð ég að fara. Þegar tunglið sést yfir fjallsbrúnina og varpar daufu skini sínu yfir hlíðina og kjarrið vefst rökkrinu og eikin varpar skugga sínum, þá, þá skal ég fara og fela mig i skugga þessa gamla trés. Hver er að hvísla í rökkrinu? Enginn. Nei. ímyndun aðeins. Ég ei einn í þessu gamla luisi. Ef til vill eikin. . . . Eða einhver, sem vill vara mig við lienni? Nei, það væri líka árangurslaust. Eg er á valdi þessa gamla trés. Töfrar þess hafa tekið mig tökum sínum. Ég er fangi, fangi, sem enginn getur bjargað.-----Án trésins væri heldur ekkert, alls ekkert. Ég vil finna hrjúfan og rakan börk- inn við andlit mitt. Ég vil láta ilminn, svalandi og vínsætan, fylla öll skiln- ingarvit mín, og vitund mína öðlast hlutdeild í leynd þessa trés. inn, æðislegt bros fer um varir lienn- ar. Hún þveitir þeim í poll á götunni,. hún treður á þeim með báðum fót- um. Gusur af mórauðu vatni sullast yfir ristar hennar og spýtast út á göt- una og mynda dökka díla í grátt krapið. Hún er rjóð af ákefð. Síðan dofnar svipurinn, ltún finnur úrsvala ísing- arinnar, augu hennar fyllast móðu,. drættirnir slappast. „Næturvakt," tautar hún. Hún röltir áfram. Gamla konan glápir á eftir henni. ísingin fellur, og hálkan vex. Hún reikar í spori, þar sem hún fer eftir mannlausu strætinu í áttina til verksmiðjunnar í eftirvinnuna hjá. kaupmanninum. ísingin fellur. Ég vil heyra, hvernig vindurinn þýtur milt í kjarrinu og sveigir það eftir vild. En eikin mun standa kyrr. Ég vil. . . . Já, í nótt, en fylling tímans er ekki enn. Tunglið er ekki komið yfir fjallið, og ég bíð í ofvæni. Hvaða niður er í rökkrinu? Hví niðar svona óendanlega þungt í kringum mann? Hver er að hringja þessum litlu bjöll- um? — Þarna sést rönd mánans yfir fjallið. Eikin er byrjuð að varpa skugganum. Hún særir mig til sín. Nú er stundin. Ég hleyp út úr herberginu, stekk yfir limgerðið, sem skilur þorpið frá skóg- inum, og hleyp. Ástríðuþrungið og stjórnlaust lileyp ég inn undir laufþak þessa seiðþrungna trés.--- Þessi dásamlega eik. Hvernig gat ég stillt nrig í þrjár nætur? Heimskingi, þú hefir glatað þrem nóttum í lífi þínu.... Nú er ég kominn í skuggann. Nú Iteyri ég aftur lagið dularfulla. Það er leikið á flautu. Það kernur frá eik- inni. Nú angar sætur ilmurinn í rökkr- inu. — Senn er hrjúfur börkurinn við hör- und mitt. S H I R O I í skugga trés

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.