Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 4

Muninn - 01.12.1949, Blaðsíða 4
12 MUNINN námi lauk hann með 1. einkunn, enda minnugur með afbrigðum og flug- skarpur á það, er hugur hans stóð til. Að afloknu stúdentsprófi sigldi hann til Kaupmannahafnar til nor- rænunáms. Fór hann sér þar að engu óðslega, heldur hugsaði um að auðga anda sinn og menntast. Heyrði ég hann oftar en einu sinni tala um, að hraði í námi væri lítt þroskavænleg- ur. Til sannrar menntunar þyrfti tíma. Á þessum árum las hann mikið rit hinna stærstu anda, skálda og heim- spekinga, og minntist hann þeirra stunda jafnan með gleði. En þó að hann þræddi ekki hina beinu prói- leið, lauk hann eigi að síður meistara- prófi í norrænum fræðum 1910. Gat hann þess stundum, að ef til vill hefði hann ekki haft betra af öðru námi en því, er hann brauzt í gegnum það, sem honum fannst þurrast og leiðin- legast, en það var forndanska og forn- dönsk hljóðlögmál. Hafði hann æ síð- an mikla trú á erfiðisgildi námsins, að mönnum væri andlega og siðferði- lega hollt að læra fleira en það, sem þeim væri leikur að læra, og var hann þar að nokkru leyti á öndverðum meið við ríkjandi stefnur í uppeldismálum. Er heim kom frá Höfn, gerðist Sig- urður stundakennari í Menntaskólan- um í Reykjavík og jafnframt kennari í Kennaraskólanum. Fór snemma mikið orð af kennslu hans. Einnig birtust eftir hann ritgerðir, einkum um bókmenntaleg efni, og vöktu þær athygli fyrir skarpan skilning og sjálf- stætt mat á andlegum verðmætum. Sigurður Guðmundsson eða Sigurð- ur magister, eins og hann var oft kall- aður á þessum árum, var því þjóð- kunnur maður, er .hann sumarið 1921 gerðist skólameistari Gagnfræðaskól- ans á Akureyri, sem þá var. Hann sótt- ist ekki eftir stöðunni, en alþingis- menn norðan og austan og aðrir fleiri, sem báru hag skólans fyrir brjósti, lögðu fast að honum, og svo giftusam- lega réðst, að hann fluttist norður og tók við skólameistaraembættinu. Þá þegar höfðu heyrzt raddir um að gera Gagnfræðaskólann á Akureyri að menntaskóla. Sigurður hafði léð því máli gaum, og hefir það að líkindum freistað hans öðru fremur til norður- farar. Þar hefir hann eygt verkefni við sitt hæfi. Og baráttuna hóf hann þeg- ar. Á alþingi 1923 munaði minnstu, að málið næði fram að ganga. Og haustið 1924 var byrjað að kenna latínu og aðrar framhaldsgreinar í skólanum, þó að ráðamenn þjóðarinn- ar hefðu ekki lagt yfir það blessun sína. Haustið 1927 öðlast skólinn rétt- indi til að brautskrá stúdenta, og fyrstu stúdentarnir eru brautskráðir vorið 1928. Árið 1930 verður skólinn reglulegur menntaskóli. Fullnaðarsig- ur er fenginn. Þó að margir styddu Sigurð skóla- meistara drengilega í þessu stríði, má óhætt fullyrða, að mestur þunginn hafi hvílt á honum. Hann var lífið og sálin í sókninni. Samt var hann mjög hcilsuveill um þessar mundir, svo að þcir, sem bezt þekktu til, óttuðust jafnvel stundum um líf hans. En hann átti það, sem Þjóðverjar kalla „Durchsetzungswille“, meira en nokk- ur annar, sem ég hefi kynnzt. Það, sem hann ætlaði sér, varð fram að ganga. „Ómögulegt" var þá ekki til í orðabók hans, enda fannst honum orðið alltaf ljótt, og ætla ég, að hann hafi aldrei notað það í riti og ógjarna í tali. I málafylgju sameinaði hann frábærlega seiglu og harðfylgi, snerpu og þrautseigju, svo að vant var að sjá, hvort honum lét betur að taka menn með áhlaupi eða vinna menn með lagni. Og skólanum helgaði hann krafta sína alla. Sigurður skólameistari var aldrei hálfur. Hann var heill í sorg og heill í gleði, heill í samúð og heill í andúð, heill í hverri stund, sem hann lifði og naut. Hann v a r eða var ekki. Og hann var heill í starfi, svo að fágætt er um íslenzka embættis- menn. Vakinn og sofinn hugsaði hann um hag skólans í smáu og stóru, út á við og inn á við. Honum var ekki nóg, að Menntaskólinn á Akureyri væri aðeins hálfur á við „stóra bróð- ur“ í Reykjavík, að á Akureyri væri aðeins máladeild. Hann beitti sér fyr- ir, að þar kæmi einnig stærðfræði- deild, og taldi hann sig þó aldrei neinn stærðfræðing. En tvær deildir juku fjölbreytni í skólalífinu og sköp- uðu meira svigrúm fyrir ólíka hæfi- leika. Og Sigurður skólameistari virti lífið og dáði margbreytni þess og taldi sér skylt að hlýja hverjum frjóanga þess. „Boðorðið mikla“ var hjá hon- um að yrkja, og ekki aðeins ljóð og lönd, heldur hvern hugarreit. — Og stærðfræðideildina fékk hann 1935. Hann hugsaði um að tryggja skól- anum nægilegt landrými, og er sjón sögu ríkari um það, að vel hefir verið á þeim málurn haldið. Hann bar og húsakost skólans mjög fyrir brjósti, og. er heimavistarhúsið nýja órækust sönn- un þess. Vissi ég, að honum fundust fáir dagar hafa verið stærri í lífi sínu en þá er hann lagði hornsteininn að þeim framtíðarkastala. Þó vissi hann manna bezt, að húsakynni voru ekki einhlít til heilla skólanum. Stundum mun hann hafa hugleitt, að harðréttið í gömlu skólunum hafi að sumu verið þroskavænlegra en þægindin, sem nú er reynt að búa sem flestum. En margt var til bóta, og fögur húsakynni áttu að geta aukið fegurð lífsins, ef rétt var að farið. Að því varð að stuðla. Þannig sá Sigurður skólamestari fyr- ir utanverðum þörfum þeirrar stofn- unar, er honum var trúað fyrir. Þó var honum enn meira virði andleg heil- brigði skólans. Sigurður skólameistari var frábær- lega lifandi kennari. Hann var lista- maður í kennslu. Óhugsandi var, að nokkrum gæti leiðzt eða nokkur gæti dottað í kennslustund hjá honum. Engum tókst betur en honum að sam- eina gaman og alvöru. Fáir tímár munu hafa liðið svo, að ekki væri bros- að og oft hlegið dátt, en hinar stund- irnar voru ekki síður fáar, að hann kenndi ekki einhver lífssannindi. Jafn- vel steinrunnin málfræðin fékk lífs- roða í höndum hans. En bezt naut hann sín í bókmenntatímum, ekki sízt er hann fór í íslendingasögur. Þar gafst honum færi á að fjalla um það, sem honum var hugleiknast alls: mannlegt eðli. Hann hafði yndi af að skyggnast í mannleg rök, ráða mann- legar rúnir. Hann rakti örlög sögu- hetjanna, benti á samband þeirra ör- laga við eðli mannsins og athafnir, skýrði orsök og afleiðing. Hjá flest- um myndi þetta hafa orðið vélræn endurtekning frá ári til árs, er sama sagan var skýrð aftur og aftur. Hjá honum var það ekki svo. Hann var svo næmur á lífið í kringum sig, að er hann sá fyrir sér ný andlit og nam ný svör, urðu til hjá honum ný hug- myndatengsl, og þræðirnir spunnust á annan veg en áður, þó að stefnt væri að sama marki. Óvæntum spurning-

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.