Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1952, Blaðsíða 3

Muninn - 01.04.1952, Blaðsíða 3
24. árgangur. 4. tbl. Akureyri, apríl 1952 ------i,----------------------- Frú Halldóra Ólafsdóttir sextug Hinn 7. apríl s. 1. vaxð frú Halldóra Olafsdóttir sextug. Nemendur tveggja efstu bekkja muna hana lxéðan úr skólanum, og hinir, senr yngri eru, vita allir meira og minna, hvað hún liefir verið Menntaskólanum á Akur- eyri. Frú Halldóra var hin glæsilega höfð- ingskona, senr setti svip fyrirmennsku og menningar á umhverfi sitt, bæði utan skólans og innan. Hún var hinn ótrauði lífsförunautur Sigurðar skóla- meistara, sem studdi hann í önn og stríði og hjálpaði til að lyfta menn- ingarmerki skólans og auka veg lians í augum alþjóðar. Um Gissur ísleifsson var sagt, að úr honum mætti gera þrjá tignarmenn, og væri hann til alls vel fenginn. Um frú Halldóru mætti segja eitthvað líkt. Hún hefði verið valin forstöðukona kvennaskóla, húsfreyja á stórum sveitabæ og þjóðhöfðingjafrú eða drottning. Þó má vera, að hún hefði unað drottningartigninni sízt, ekki af því að hún væri henni ekki vaxin, heldur af því að starfsömu og lieil- brigðu eðli liennar hefði fundizt þar of mikið um fánýtt form. En virðu- leika og höfðingsbrag hefði hana ekki brostið. Og einmitt af því að fyrir- mennska hennar er svo sönn, á hún það hispursleysi og þann alþýðleik, sem þeirn einum er gefinn, er ekki þurfa að óttast um virðingu sína. Þá hefði frú Halldóra áreiðanlega unað sér sem bóndakona í sveit, og er það sagt bæði lienni sjálfri og íslenzk- um sveitum til vegs. Hún hefði haft hinar beztu forsagnir á öllu, og ekk- ert stendur henni nær en gróandi Frú Halldóra Ólafsdóttir. moldin. Þekki ég engan, hvorki karl né konu, sem betur kann að meta þann „yndisaið að annast bléxmgaðan jurtagarð“. Og ást lxennar á móður jöi'ð, er ástin á undri náttúrunnar, feg- urð hennar og nytsemd í senn. Má þar kenna göfuga ættarfylgju, sem rakin verður alla leið til Eggerts Ólafssonar. Ekki hefði frú Halldóru látið sízt að stjórna kvennaskóla og ala upp verðandi húsfreyjur. Stjórn öll hefði komið af sjálfu sér, svo örugg eru tök liennar og laus við fálm og liik. Á hún og ættir að rekja til æðstu valdsmanna þjóðarinnar um langa tíð. Og ekki lxefði skyldurækni hennar og um- hyggjusemi brugðizt né heldur heil- brigð skynsemi til að tína hismi frá kjarna og kenna það, er nýtast var. Að öllum kvennaskólum landsins ólöstuð- um er ég þess fullviss, að enginn þeirra liefir tekið fram skólanum þeim að vera í vist hjá frú Halldóru. Sambúð hennar við stúlkurnar sínar er eitt jxað, sem ég hefi mest dáð um dagana. En gæfa var það Menntaskólanum á Akureyri, að frú Halldéxra varð ekk- ert af því Jrrennu, er ég hefi nefnt. Hitt vil ég lxeldur segja, að litxn liafi orðið það allt í senn hér í skólanum. Htin var drottning skólans, senr allir litu upp til og virtu því meir sent jreir kynntust lienni betur. Htin var hús- freyjan, sem hltxði að liinu stóra skóla- heimili og amraðist garð og gróður. Og hún ól nemendur skólans upp með návistinni einni. Frá henni lagði menningarstrauma til livers þess manns, sem leit hana augum, livort lieldur var við háborðið „á sal“, á göngum skólans eða götum bæjarins, við moldarstörf í garðinum eða í önn heimilisins. Ég lield ég liafi aldrei Jrekkt konu, sem mér fundust öll föt fara jafn-vel, lxvort heldur voru vinnu- föt eða íslenzkur hátíðabúningur. Frú Halldói'a snart allt töfiasprota sinnar glæstu og sönnu persónu. Sum- ir eru Jxannig.að allt vex,verður stærra og feguiTa við návist þeina. Frtt Hall- dóra er ein Jxeiira. Um meiia en aldarfjórðung var frú Halldóra snar þáttur í lífi Mennta- skólans á Akureyri. Héxn stækkaði og fegraði sál skólans. Menntaskólinn á Akureyri sendir frú Halldóru þakkir fyrir gjafirnar dýru, sem hún gaf lionum, og óskar lxenni allrar blessunar á þessunr merku tímamótum. Þórarinn Björnsson.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.