Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1952, Blaðsíða 7

Muninn - 01.04.1952, Blaðsíða 7
MUNINN 31 sitt laust og þaut sem kólfi væri skotiff upp í bæjarsund. En forsjónin kraup niður og tók lamaffan kjúklinginn í lófa sína. Hún skoffaði hann í krók og kring. Engin blæðandi sár voru á honum að sjá, en annar vængstúfurinn lafði máttvana, og hausinn hallaðist til hliðar, og mátti af því álykta, að hálsliðir liet'ðu eitthvað úr skorðum gengið eða sina- bönd lamazt eða á annan hátt bilað. Forsjónin var bæði hrygg og reið. Vel hefði svo getað farið, að þetta hefði orðið hennar bezta varphæna í framtíðinni. En hún sefaðist nokkuð við þá hugsun, að ef til vill gæti þetta enn vel ráðizt, kjúklingurinn náð sér með góðri aðhjúkrun og verpt mörg- um og vænurn eggjum næstu þrjú, fjögur árin. Skal það nú ekki orðlengt frekar. lúi hún tók hann algjörlega upp á sína arma og hjúkraði honum af einstakri alúð og umhyggju og tók við hann slíku ástfóstri sem skilgetið barn liennar væri. Hann lifði líka og dafnaði álíka og hinir kjúklingarnir, en vængurinn lafði enn, og úr hálsin- um réttist ekki. „Jæja, litla Hallinkjamma,“ sagði forsjónin með gælurómi, „ef til vill áttu samt eftir að launa mér umstang- ið, eða hví skyldir þú ekki geta verpt í gríð og ergi, þrátt fyrir lamaðan vængstubb og ofurlítinn hálsríg.“ Liðu svo fram stundir. Forsjónin þóttist gengin úr skugga um það, að fjórir hinna sjö unga, er Toppu fylgdu, væru bévaðir hanaskröggar, og beið þá ekki boðanna að gera þá höfð- inu styttri. Var hún gröm í geði þann dag, en lét sér þó segjast við þá til- hugsun, að verr hefði getað til tekizt en þetta, að fá þó hænur til helmings. En Hallinkjamma þroskaðist og vappaði nú um, furðu frá og fönguleg. Og forsjóninni fannst það hera vott um meiri þroska hjá henni en stall- systrunum þrem, að fyrr tók að votta fyrir kambi á liennar kolli en þeirra. Dálæti hennar á Hallinkjömmu óx dag frá degi. Svo leið tíminn, og það bar til, að forsjónin þurfti að sinna erindum utan síns heimaríkis um þriggja daga skeið og fékk vinkonu sína eina í nágrenninu til að annast hænsn og heimili þá daga og hað hana þá sérstaklega fyrir Hallinkjömmu. Vinkonan lofaði því og kvaðst vel skilja ást hennar á Hallinkjömmu eft- ir að hafa heyrt málavexti. En við heimkomu forsjónarinnar var vinkonu hennar nrikið niðri fyrir. Kvaðst hún ekki með nokkru móti geta skilið, hversu blind forsjónin gæti verið á báðum augum gagnvart þessu vankaða ræksni, sem hún hefði beðið sig sérstaklega lyrir og hver og einn með hálfri sjón gæti séð, að væri hana- skítur, sem aldrei yrði til nokkurs nýtur. Var nú sem ský félli af augum for- sjónarinnar, og varð uppgötvun þessi mikið áfall lyrir hana. Fannst henni fyrst í stað sem luin liefði alið snák við hrjóst sér og ásakaði sjálfa sig mjög fyrir hlindnina. Var það hennar fyrsta verk, eftir að vinkonan hafði kvatt, að seilast eftir saxi því, er hún notaði við slátrun hænsna sinna, arkaði síðan út á hlað í hræði og þreif Hallinkjömmu eftir nokkurn eltingaleik þó. Ogskvldi sá herjans ormur fara sömu leið og aðrir slíkir. — En þegar til átti að taka og öxin skylcli reidd að rótum trésins, féllust henni algjörlega hendur, og hún tautaði hálf-snöktandi: „Óhræsis norn get ég verið. Fyiir- gefðu forsjóninni þinni, Hallin- kjammi minn. Þú skalt fá að lifa, og ekkert sax skal nokkru sinni snerta liáls þinn, að mér heilli og lifandi.“ Þannig atvikaðist það, að þessi vank- aði hanakjúklingur varð sá elzti hani, er sögur fara af á þessu landi. Lærði. áður en langur tími leið, að gala, þótt alltaf væri á fölskum nótum, staulað- ist með skringilegum tilburðum upp á hænsnaprikið og niður af því eftir sér- staklega vönduðum hænsnastiga, er forsjónin úthjó fyrir hann. En sínum helztu hanahlutverkum gegndi hann þó nokkurn veginn skammlaust, unz hann einn góðan veðurdag safnaðist til sinna feðra, næstum því rómlaus, blindur og heyrnarsljór. Og alla daga þótti forsjóninni jafn- vænt um hann, taldi hann farsælan fyrirmyndarhana bæði lífs og liðinn. Litla gula hœnan. VORIÐ KEMUR Vorið kemur, vaknar þrá í hjarta, vefur sunna glitið undur bjarta. Leekir niða, fannir hverfa fjalla, fegurð vorsins töfrar, heillar alla. Dalur grcenkar, skrýðist blóma skrúði, skín við sólu hvitgrár fossins úði. Fjöllum yfir fálkinn þögull svifur, friður drottnar, kyrrð, sem enginn rýfur. Morgunroðinn mcctir kvöldsins skini, magniþrungið fcerist líf um hlyni. Döggin glitrar, dulinn seiðir kraftur, dísir vorsins koma, syngja aftur. Hugur líður heim til cesku stöðva, hamur fellur, aflið magnast vöðva. Bjarma slcer á bjarkalundinn heima frá blysurn þeim, sem minningarnar geyma. Ylur vors með angan grcenna blóma unað vekur, raddir fugla hljóma. Ljúfi blcerinn leikur þýtt. um vanga, lccðist, hún um byggðir, fjöll og dranga. Blár er himinn, horfin skýjatjöldin, hafið gullið, logaskcert á kvöldin. Logni vafin, hulins sveiþuð hjúþi, hvilir nóttin yfir Ránardjúþi. H. J. +------------------------------------------------------------------------J,

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.