Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1952, Blaðsíða 8

Muninn - 01.04.1952, Blaðsíða 8
32 MUNINN Um körfuknattleik Körfuknattleikur á nú mjög miklu fylgi að fagna um heim allan. Er þessi íþrótt nú þegar orðin mjög vinsæl liér- lendis og er í örum uppgangi. Er þar skemmst frá að segja, að aðeins eitt ár er liðið, síðan fyrsta opinbera keppni fór fram í þessari íþróttagrein á Islandi. Þegar flóðbylgja er einu sinni skoll- in yfir, þá er ekki svo auðhlaupið að stemma stigu fyrir hana. Þannig hefur það einnig orðið með körfuknattleik- inn. í Reykjavík eru nú flestir fram- haldsskólar farnir að iðka þessa íþrótt, söinuleiðis mörg íþróttafélög. Það er yinnig larið að gæta töluverðs áhuga iíyrir körfuknattleik hér á Akureyri, og stendur nú til að koma upp nauðsyn- legum áhöldum í íþróttahúsi M. A., til þess að gefa nemendum kost á því að iðka hann. Það var ætlunin nreð þessari grein að leitast við að kynna helztu leikregl- ur fyrir þeim, sem hug hafa á að iðka körfuknattleik í náinni framtíð. Munu þessar reglur eingöngu miðaðar við gólfflatarstærð íþróttaliúss M. A. I. Gangur leiksins. í körfuknattleik leika tvö lið, og eru átta leikmenn í hvoru liði. Þar af eru aðeins fjórir úr hvoru liði á leik- vangi í einu. Leiktími er 4x10 mín. með 2 mín. hvíld, nema í hálfleik, en þá er 10 mín. hlé. Leikurinn hefst með því, að mið- framherjar úr báðum liðum taka sér stöðu á miðjum leikvangi, og gefur dómari knöttinri upp á milli þeirra. Staða miðframherja við upphafskast er þannig, að þeir sniia hægri hliðum saman, en standa hvor á sínum vallar- helmingi. Þegar dómari hefur gefið knöttinn tipp, stökkva þeir upp og reyna hvor um sig að slá knöttinn (með lófanum) til samherja sinna. Meðan á þessu stendur, mega aðrir leiknrenn vera hvar sem er á leikvang- inum að undanskildum þeim stað, er upphafskastið fer fram á. Markmið leiksins er að koma knett- inum niður í körfu andstæðinganna. Vinningar eru reiknaðir í stigum. Tvö stig fást fyrir hvert kast í körfuna úr leik, en eitt stig fyrir hvert kast í körf- una úr vítakasti. Eftir hvert kast í körfuna er leikurinn hafinn að nýju með því, að leikmaður úr því liði, sem tapaði í það skipti, tekur sér stöðu undir sinni körfu og leikur knettinum inn á leikvanginn, þegar dómari hefur gefið merki. Undantekning er þó frá þessu, það er: a) Ef um tvö vítaköst hefur verið að ræða, en þau eru tekin hvort á eftir (iðru. Fari knötturinn í körfuna í seinna kastinu, þá er leikurinn hafinn að nvju, eins og áður er greint frá. Annars er knötturinn áfram í leik. b) Ef um tvöfalda villu hefur verið að ræða, en það er leikbrot á leikmenri úr báðum liðum. En þá er leikurinn hafinn að nýju, eins og í upphafi. Leikmaður má starla að knettinum nieð annarri eða báðum höndum eftir vild. Leikmaður má reka knöttinn (,,drible“) þ. e. slá hann niður í gólfið. Ekki er leyfilegt að bera knöttinn, þ. e. taka meir en eitt skref með hann í báðum höndum. Leikmanni er þó leyfilegt að Ineyfa annan fótinn úr stað oftar en einu sinni, sé hinum ekki lyft frá gólfinu (snúið á öðrum læti, ,,pivot“). Leikmanni er leyfilegt að halda knetti allt upp í 10 sek. í kyrr- stöðu. II. Helztu leikreglur. 1. Leikbrot. a) Ef knöttur lendir út af leikvangi. b) Ef knetti er haldið lengur en 10 sekúndur í kyrrstöðu. c) Ef tekið er meir en eitt skref með knöttinn. d) Ef leikmaður, sem tekur vítakast, stígur yfir vítakastlínu, áður en liann hefur lokið kasti. e) Ef leikmaður stígur inn á víta- kastssvæði, áður en herji hefur sleppt krietti í vítakasti. f) Ef kastað er í körfu úr innkasti: g) Ef knetti er leikið af innkastara, áður en annar leikmaður hefur snért hann. h) Ef knetti er sparkað. i) Ef knöttur er sleginn með hnef- anum. j) Ef knetti er kastað upp og grip- inn oftar en einu sinni. k) Ef knöttur er réttur öðrum leik- manni. l) Ef knöttur er sleginn eða gripinn á uppleið í upphafskasti eða dómara- kasti. Hegning fyrir framangreind brot er innkast frá hliðar- eða endalínum og skal ætíð framkvæmt sem næst þeim stað, sem leikbrotið var l'ramið á. 2. Dómarakast. a) Ef dómari er í vafa um, hvor framdi leikbrot (einn leikmaður úr hvoru liði).

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.