Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1952, Blaðsíða 9

Muninn - 01.04.1952, Blaðsíða 9
MUNINN 33 1)) Et' tveir leikmenn, sinn úr hvoru liði, grípa knöttinn samtímis. c) Eftir tvöfalda villu. Dómarakast er framkvæmt á þeim stað, sem leikbrotið var framið á, og fer fram á sama liátt og upphafskast. Ef um tvöfalda villu er að ræða, þá fer dómarakast fram á miðjum leikvangi, eins og í upphafi leiksins. 3. Hæfnisvillur. a) Olögleg vörn: 1. Að verja með báðum liöndum mótherja, er stendur í horni, ef vegg- ir afmarka völlinn. 2. Ef tveir leikmenn verja mótherja milli sín. b) Að verja vítakast eða stöðva knöttinn á leið í körfu úr vítakasti. c) Að varna því. að knöttur, sem er yfir körfu, fari niður í hana. d) Leiktöf (hlýða ekki dómara eða tefja leikinn á annan liátt). Fyrir ofangreindar hæfnisvillur skal veita eitt vítakast, netna leikbrot hafi verið framið á leikmanni, sem er að kasta í körfuna, þá tvö vítaköst. Hafi leikmanni, þrátt fyrir leikbrot- ið, tekizt að hitta í körfuna, þá er það gilc, og liann rær eitt vítakast. 4. Einstaklingsvillur. a) Hindrun: Þegar leikmaður með knött er með snertingu hindraður í að leika knettinum. b) Hrinda eða ráðast á leikmann. c) Stöðva mótherja, sem er ekki með knöttinn. d) Að bregða mótherja. e) Hrottalegur leikur. f) Fyrir ódrengilegan leik hefur dómari vald til að víkja leikmanni al- gjörlega úr leik. Fyrir einstaklingsvillur skal dæma eitt vítakast, nema leikbrotið sé fram- ið á leikmanni, sem er að kasta í körf- una, þá tvö. Hafi leikmaður, þrátt lyrir brotið, hitt í körfuna, þá er það gilt, og hann fær eitt vítakast. Ef brot- ið hefur verið háskalegt að áliti dóm- ara, skal dæma tvö vítaköst. Eái leikmaður fimm einstaklings- villur, er hann rekinn úr leik og fær ekki að konta í leikinn aftur. Ritara eða dómara leiksins er skylt að láta fyrirliða liðsins vita, ef einhver sam- herji hans á eftir að fá eina villu til þess að vera rekinn af leikvangi. Leyfilegt er að skipta um leikmenn, hvenær sem er, en fyrirliðar verða Jdó að tjá dómara, hvenær Jteii óska að skipta um leikmenn. Það er oft með ýmsar íjnóttagreinar, að þær ganga yfir eins og bylgjur — allir fá áhuga á sömu íþróttinni í einu — sá áhugi varir misjafnlega lengi og dvín loks svo, að örðugt er að halda uppi kappleikum. Þannig hefur verið með handknattleikinn hér í skólanum. Undanfarin ár lvefur áhugi verið mjög mikill á handknattleik, svo að íþrótta- hús skólans liefur flest kvöld verið Jjéttskipað áhugásömum nemendum, sem varla hafa viljað heyra annað nelnt en að fara í handbolta. En í vetur hefur brugðið svo við, að íþróttahúsið hefur verið mjög illa sótt, nema Jjau kvöld, sem blakmótið stóð yfir — og núna undanfarið, er handknattleiks- mótið hefur staðið yfir. — Svo er verið að tala um að stytta mótin til þess að hal'a nægilegan tíma til æfinga! Enda fór þannig, að í vetur hófst handknatt- leiksmótið löngu síðar en ákveðið hafði verið vegna þess, hve lítil þátt- takan var í fyrstu. — En Jtegar mótið loksins hófst, t aknaði áhuginn, og all- ir bekkir sendu bæði karla- og kvenna- lið — og allir kvarta yfir æfingarleysi og afsaka sig með því. Enda er geta lið- anna í samræmi við æfinguna, þótt innan um séu mörg góð elni bæði með- al sveina og meyja, og mörgum hefur farið geysimikið fram í mótinu, bæði einstaklingum og um leið heilum lið- um. Er J^ess að vænta, að hinir betri æfi sig saman að mótinu loknu og búi sig undir væntanlega keppni við bæj- arfélögin í vor. Það er ekki gott að segja fyrir um úrslitin, a. m. k. ekki í karlaflokki. Enn má vart á milli sjá, hver af fjórum efri bekkjunum verður hlutskarpastur, en í kvenna- flokki virðist II. bekkur standa sig bezt enn, sem komið er. En Jtað er rétt- ast að snúa sér að hverju liði fyrir sig. KARLAFLOKKUR. VI. bekkur. Þeir eru yfirleitt jafnir að getu, og ágætan liðsauka fengu þeir, Jiegar Ingi Þorsteinsson kom, en hann breiðir úr sér yfir nærri ])veran salinn. Megi svo Jietta stutta yfirlit yfir gang og reglur í körfuknattleik auð- velda nemendum M.A. ogöðrum nám í Jtessari skennntilegu og prúðmann- legu íþrótt. /. Sigurður Emils er eldsnögg skvtta. Hann og Ingi markmaður gætu orðið góðir, ef þeir nenntu að æfa. Hreggvið- ur er einnig duglegur leikmaður. V. békkur. Liðiðgetur eflaust miklu meira, en skortir æfingu. Sumum þeirra hættir til að skjóta of mikið. Villa hefur farið mikið fram síðan í fyrra, hvernig sent á því stendur! Þeir liafa sæmilegar skyttur, en ættu samt að „spila" meira. IV. bekkur. Það vantar ekki dugn- aðinn í piltana, en jDeir verða að muna, að það dugar enginn „hazard“, heldur fyrst og fremst samleikur. Friðleifur, Sverrir og Vilhjálmur eru duglegustu menn liðsins. En markmann vantar þá. — En verið J)ið rólegri, IV. bekkingar, Joá gengur ykkur enn betur! III. bekkur. Þeir standa sig með ágætum, ef miðað er \ ið efri bekkina, og standa þeim sízt að baki. Þeir eru allir rnjög svipaðir, en hættir til að skjóta of mikið. II. bekkur. Liðsmenn eru flestir lík- ir að getu. Allsæmilegir eru ÓIi, Hauk- ur, Jakob og Jósef. Annars er of mikill hraði í leik liðsins, en hann ráða þeir ekki við sjálfir, og svo er skotið of mikið á lokað markið. Þeir þurfa að vera rólegri og „spila“ meira. I. bekkur. Það var ekki við rniklu að búast af þeim í þetta skipti, en 1. bekk- ingar, ælið næsta vetur betur en ])ið' hafið gert. Ykkur mun vissulega fara fram, ef júð haldið hópinn. K VENNA FL () KK UR. VI. bekkur. Þær hafa verið latar að æfa í vetur, og er frammistaðan í full- komnu samræmi við Jyað. Liðið gefur Htið tilefni til umsagnar. Skárst Jieirra er Hanna Gabríels. V. bekkur. Fáar þeirra hafa komið í handbolta í vetur fyrr en á })essu móti, svo að ekki er við miklu að búast. Þær hafa verið óheppnar í sumum leikjun- um og eiga e. t. v. önnur úrslit skilið. Stefanía er bezt, og Gréta er dugleg, en skortir leikni. Handknattleiksmót í. M. A. 19 5 2

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.