Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1952, Blaðsíða 12

Muninn - 01.04.1952, Blaðsíða 12
36 MUNINN Minni kvenna (Ræða, llutl á skólahátíðinni 26. marz sl. aí Gissuri Péturssyni.) Einhver spakur maffur hefur svo mælt, að ræffa eigi aff vera eins og kvenmannspils, já, þ. e. a. s. liæfilega löng til aff dylja þaff, sent dylja þarl, og hæfilega stutt til aff halda at- hyglinni vakandi. 'J'il aff fyrirbyggja hugsan- legan misskilning vil ég taka þaff fram, aff jretta eru engin eftirmæli urn kvenþjóffina, og þiff þuríiff þess vegna ekki aff búast við neinu minningargreinahóli. Margt hefur veriff rætt og ritaff um konuna og kenjar hennar. J’aff er eins og konan, í mótsetningu viff karlmanninn, sem fyrst og fremst getur veriff skáld effa pípulagninga- meistari, sé eins konar eilíft spurningarmerki, óráffin gáta aldanna, villuráfandi og óskiljan- legt eintak af lífinu, sem þrátt fyrir Janga dvöl sína hér á jörðinni liafi aldrei fundiff sjálfa sig effa samlagazt umhverfi sínu Jtvaff þá förunaut sínum, karlmanninum. Arang- urslaust tekur liún sér stiiffu á ýmsum syllum. l-'yrr effa síffar fellur hún niffur, stundum af slysni, stundum af sjúklegri sjálfsánægju, af ásettu ráffi, en alltaf viff vanþóknunarfullan hæffnishlátur karhnannsins. Stundum tekur lnin sér stöffu eiginkonu og móður og til- einkar sér viffeigandi eiginleika, svo sem duttlunga, þunglyndi og hæl ileika til aff falla í öngvit, ef hún sér mús. Eða hún tekur sér gagnstæffa stöffu, sem atvinnukona, er reigir sig og rigsar, blæs reyknum gegnum nefiff og hagar sér yfirleitt eins og afkáralegt furffudýr, sent aldrei heiur veriff til og aldrei mun verða til aftur. (jffru sinni gerist hún hispursmey, sem útilokuff frá beinni hlutdeild í stjórn lands síns býr.sig undir aff stjórna því étbeint úr svefnherbergjum hinna ráffandi karl- manna. Loks gerist hún kvenfrelsiskona, sem slær hjálma af höfffum lögregluþjóna, hendir sandpokum í ráffherra og kveinar liátt yfir ]>ví, aff jafnvel vitrasta og bezta konan sé ekki metin til jafns viff lieimskasta og versta karlmanninn. Andagift kvenna, orffgnótt og efnisval kemur ljósast fram í saumaklúbbum og iiffrum slíkum gósenlöndum kjaftabakter- íunnar. Kaffiff þamba þær vart þegjandi, en þurla margs aff minnast. Ræffa þær um veffur og vind, volæði annarra og náungans stærstu synd. 1‘aff er árciffanlegt, aff mælska konunn- ar fær þá fyrst útrás, þegar í saumaklúbbinn er komiff. Heima hjá eiginmanninum fær hún oft daufar undirtektir af hans hálfu. Húsmóffir sagffi eitt sinti viff mann sinn og var ntikiff niffri lyrir: „Segi maffur eitthvaff viff karhnann, fer þaff inn urn annaff eyraff og út um hitt." Maffurinn svaraffi rólegur: ,,En segi maffur á hinn bóginn eitthvað viff kvenmenn, fer þaff inn um bæði eyrun og út um munninn." ]á, konan er meira en mis- munandi magn af holdi, beinum og blóði. Konan er margvís, og telja sumir, aff skoffanir kvenna séu hreinni en skoffanir karla, og er ]>aff sko auffvitað af því, aff þær eru alltaf aff skipta um skoffun. Ivænska konunnar og klókituli eru makalaus, og beinist hugmynda- flug þeirra affallega aff því aff finna ný vél- ráð og bellibrögff til aff blekkja karlmennina og vefja þeim um fingur sér, sem þeim finnst nú stundum ekki svo afleitt. Kvenfólkið ræffir af fjálgleik og fagurgala um ástina, telur hana upphaf og endi alls, hinn sjöunda himin, æffsta takmarkiff. Versta vandamálið hefur löngum veriff viðhald æskublómans og fegurffarinnar. Iverling ein mælti svo, er hún gekk fram hjá spegli og sá sjálfa sig: „Uss, þeir búa ekki til líkt því eins góða spegla mina og þegar ég var ung!“ Löngum hafa hjálpargögn ýmiss konar veriff notuff, svo sem falskar tennur, hár og hálsar, knipplingar og skartgripir, gervidjásn og búningar, allt í sama tilgangi, og maffur veit jafnvel, aff liinn djúpi roffi varanna og hinn mjúki bleikrauffi litur vanganna er aff- eins farffi. — Annars var frúmlegur náungi þarna niffri í París, sem notfærffi sér hégóma- girnd kvenfólksins og datt snjallræffi í hug. Hann stofnaði sem sé skrifstofu og safnaffi þangaff ljótustu og óhugnanlegustu stúlkum borgarinnar, meff heimskulegan og sljóan svip. Síffan leigffi hann hefffarkonum borg- arinnar og öffrum þeim, er fé.höfðu handa á milli, þessar ófríðu stúlkur, er gengu með þeim um götur borgarinnar, en vegna ljót- leika fylgdarstúlkunnar virtist hin miklu feg- urri fyrir bragffiff. En gallinn á ]>essu var bara sá, aff stundum var frúin sjálf svo meff af- brigðum ljót, aff forstjórann langaffi mest til að bjóða henni sjálfri ríflega borgun fyrir aff ganga í þjónustu stofnunarinnar sem fylgdarstúlka. Þetta gerist nú í hinum siffmenntuffu lönd- um heims, og til hvers er menningin eigin- lega, ef hún á ekki aff hjálpa til aff blekkja og vera blekktur, svo aff lífiff verffi einhvers virffi? En ef viff lítum á affra hliff málsins, þá á konan nú fullan rétt á því aff leitast viff aff sýnast töfrandi og yfirnáttúrleg. J>aff er jaln- vel skylda hennar. Hún á aff vekja furffu, hún á aff hrífa. Hún á aff læra af öllum list- um meff hvaða göldrum hún geti hafizt yfir náttúruna til þess að geta betur sigraff hjört- un og slegiff hugina undrun. Og er það ekki líka alveg rétt, sem einn gófftir maffur kvaff: Mærin keypti meðaliff, sem magriar fegurff líkamans. Hún er aff reyna að hressa viff hrákasmíði skaparans. Já, konan hefur veriff uppspretta og orku- lind, er skáld og andans menn liðinna alda hafa ausiff úr. Lífið er unaffslegt, þegar piltur og stúlka fella hugi saman og leggja út á braut eilífrar sælu viff hljóma brúffkaups- klukknanna. En þegar ástarvíman af þeirn rennur og skynsemin kemur til sögunnar, ja, þá keniur ýmislegt óvænt fram, og báffir affilar verða oft fyrir vonbrigffum. Nýgiftur maffur sagffi eitt sinn viff vin sinn skömmu eftir, aff hveiti- brauðsdögunum lauk: „Konan mín bjó til matinn í fyrsta sinn í gær.“ „Hvaff fenguff þið?" spurffi vinurinn. Sá nýgifti svaraffi: „Magapínu." Offru sinni sagði unga konan viff mann sinn: „Elsku vinur, áffur en viff giftumst, færffir þú mér alltaf blóm og affrar gjafir, en nú ert þú hættur slíku." Maffurinn svar- affi: „Hefur þú nokkurn tíma séð, aff fiski- maðurinn hafi beitt fyrir þorskinn, eftir aff hann veiddi hann?“ Sjálfur Shakespeare sagffi, aff betra t'æri aff vera vel hengdur en illa giftur, og er sjálfsagt eitthvaff til í því. Eftir hveitibrauðsdagana tekur viff basl og barnanna skæl, og er þá lítill tími til róman- tískra hugaróra. Þaff grynnkar ekki ósjaldan á ástinni meff tímanum og endar oft meff ekk i-árásar-sá ttmála. „Ein sorgin yfirgnæfir affra," sagffi kerling- in, „í gær missti ég manninn minn og í dag týndi ég nálinni minni.“ Þann veg fer oft meff ástarvelluna, og vart hefur þaff veriff húsfreyjunni til uppörvunar, er sat viff bana- beff bónda síns og mælti: „Þú verffur að hugga þig viff þaff, aff viff hittumst aftur hinum megin." Karlinn stundi þá: „Æ, vertu nú ekki að ergja mig á banasænginni." Viff reynum auffvitað oftast aff skella allri skuldinui á kvenfólkiff, þegar þannig fer, en þegar öllu er á botninn hvolft, þá er nú konan, þátt fyrir alla sína galla, sú sól, sem viff blessaffir einfeldningarnir snarsnúumst í kringunt og getum ekki án veriff, já, og vær- um ekki einu sinni til, ef hennar hefffi ekki notiff við. En getur nokkur láff okkur þaff, því að eins og skáldiff sagffi: I>aff er ekki aff undra, þótt viff Iirösum meff ástarinnar gleraugu á nösum. Vér lítum geguum þau á hinn ógnar meyjasand, en meff berum augum ekki fyrr en eftir hjónaband. Þess.vegna segi ég þaff, aff þeir, sem ógiftir eru, eiga ekki aff setja upp gleraugu, áffur en þeir ganga í heilagt hjónaband. En á hinn bóginn ætti hreint og beint aff skylda þá til aff ganga meff gleraugu, þ. e. a. s. ástarinnar gleraugu á nösum, þegar i hjónabandiff er komiff. é1 Já, allt tekur enda, eins og kiilski sagffi á bænadaginn, og ég ætla þá að enda þetta nteff því aff biffja alla karlmenn aff standa á fætur og syngja kröftuglega þetta eina erindi: Þaff er ekki að undra. ... o. s. frv. Og viðlagiff er svo: Gleraugun gaf luin oss hún Ereyja. meff gleraugun vil ég lifa og deyja, með gleraugun. í Carmínu er erindiff viff mynd nr. 45. Svo hafiff þiff hérna tóninn.... KENNARINN var aff skýra muninn á enskum og dönskum mílum og skaut svo inn i: ,,I>aff var í ástarsögu nokkurri, sem kom i'u hér á landi eftir aldamótin. Affalpersónan. sfúlka, sent var miffur sín af sorg, sagffi: „Þaff vildi ég, aff ég væri komin 10 míltir niffur í jörffina." En þá setti þýðandinn neffanmáls: „Hér mun vera átt viff enskar mílur“.“

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.