Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1952, Blaðsíða 13

Muninn - 01.04.1952, Blaðsíða 13
MUNINN 37 Minni karla (Ræða, flutt á skólahátíðinni 26. marz sl. af Sigrúnu Brynjólfsdóttur.) O, þið karlmenn! Fjöll og tindar lífs vors! Mikill er munurinn á ykkur og okkur. — Við, sem tilbiðjum vkkur af öllu hjarta og liggj- um í öskunni fyrir fótum ykkar, en þið fyrir- lítið okkur og ntisskiljið allt, sem við gerum eða viljum gera, og flytjið um okkur skannn- ar- og ávítunarræður. En í vizku ykkar og almætti hljótið þið jtó að geta skilið, að það er í fyllsta máta eðlilegt, að lítil og í raun og veru fávís skóla- stúlka (eins og allar hennar kynsystur að ykkar clómi eru) standi svo til ráðþrota eða á okkar skólamáli á púragati frammi fyrir svo mikilfenglegu og viðtæku verkefni sem Jressu. Eg gæti hugsað mér að komast ein- hvern veginn slysalítið frá |iví að mæla lyrir minni Súlutinds eða Vindheimajökuls hvors fyrir sig, en að mæla fyrir minni allra fjalla í senn, — ja — þá vandast málið að mun. Hvað skai mæla, þegar Jitið er um veröld víða og skyggnzt er um í ríki fjallanna — skyggnzt er um allt frá hinu lægsta til hins hæsta. Frá Hinimelbjærget, er vekur góðlátlegt bros okkar, til Himalaja í sinni hrífandi fegurð og sinni hrikalegu tign, sem vekur hjá okkur hrollkennda vanmáttartilfinningu — auðmjúka lotningu — jafnvel töfraríka til- beiðslu. Af þessu er auðskilið, að er rnælt er fyrir minni fjallanna, dugir ekki að horfa einungis frá einu til annars, heldur verður að líta á þau hvert með öðru og öll santan — og [)á má með sanni segja, að þau setja undravert svipmót á jörð vora, svo að fyrir Jreirra til- veru verður hún tignarlegri, tilbrigðaríkari og á dásamlegan hátt unaðslegri stjarna. — Ykkur finnst kannske skrýtið, að ég líki ykkur við fjöllin, en sálfræðingar ykkar skilja auð- vitað, að Jtetta stafar frá hinni rótgrónu — lrá upphafi eðlislægu eigind hins veika kyns að líta upp á við — eins og horft væri á fjöll- in neðan af dalgrundum — til hins svonefnda sterka kyns. — En þrátt fyrir þetta eðlislæga upptillit okkar kvenna, held ég Jjó, að æði- margir Jteirra — J). e. karlmannanna — séu býsna lág og lítil fjöll í augum okkar kvenna: lágkúrulegir litlir hálsar, e. t. v. vaxnir kræki- lyngi eða öðrurn lægri gróðri — já — sumir jafnvel grámyglulegir, algjörlega gróðurvana og aumkunarlega sviplausir hnúfubakar, [)ótt séðir væru allt um kring. En frómast frá sagt, myndi J)ó ýmsa bera allmjög hærra, já, sumir bera hátt við himin sem Alpatindar, tígu- legir en óræðir í allri sinni tign og ntikla veldi. — Eða [)á búnir formfestu og stílfegurð stuðlabergsins, gnæfandi sem hraundrangi í undursamlegri tign. Og þar er líka að líta margan Oræfajökul nteð bjartan koll og blákaldan svip, en með ólgandi blóð í æðum hið innra, funheita glóð, er þá og þegar gæti brotizt út úr hinni kuldalegu skel í ljósum loga — í brennandi luna. Og víst mun þar einnig margan geisl- umkrýndan, draumfagran sólvang að sjá, þar sem unaðslegast af öllu unaðslegu J)ess, sem jarðneskt er, er að fá að hvíla í faðmi slíks ljalls og hallast að ])ess vanga. — Yissulega sést við Jtessa grandskoðun, að margbreytileikinn er ótvíræður og út af fyrir sig dásamlegur. Það myndi síður en svo lalla okkur betur í geð, að allir væru steyptir í sama mótið. Og jafnvel hinn lítilmótlegasti hæðarkollur myndi liverri einustu konu óum- ræðilega mikils meira virði en flatneskjan ein — auðn ævintýralauss hversdagsleikans. Allt fram á þennan dag hefir sú trú hald- izt, að í hömrum fjallanna og á tindum Jteirra og hnjúkum liaíi ýmar óvættir búsetu og villi mönnum sýn. Og sízt er l'yrir J)að að synja, að margar konur hafa auðsæilega ver- ið bergnumdar og lent [)á jalnvel í einhvers konar tröllahöpdum lengur eða skemur, og er })á ekki ólíklegt. að á J)essu gleðinnar Nú skal Ijóða vefa voð. Frá Veslfirðingi liggja boð, að iim liann skuli yrkja. Skal nú honuni lýsa litt, láta orðin falla stritt, inarðarvötnin virkja. Sem hreggský sá á höfði bar hárið svart, og striðsógn var óttaleg úr augum. Mundin stælt og rnögnuð bein, mannœtu þar sviþur gein yfir brúnabaugum. Hreyfing öll var hröð og snör, hann um sveif sem flygi. ör upp á hirnni heiðum. Eldstroka þar cegileg, ýlfrandi og skelfileg brauzt úr grönum breiðurn. Er hann bröndum vexla vann, varla kenni ég nokkurn mann, heila er limi hafði. Hvœsti, beit og barðist ótt, branda hristi dólgur skjótl. fíeygað bófum lagði. lieif hann ýta rélt á hol, rauf hann sundur lmus og bol, kviði kramdi marga. fíauð hann úlfum blóðug hrœ, barðist liann við eld og sœ, veigbjóður sá varga. kvöldi verði einhver minna kynsystra seidd i hamrana. — En enda þótt margir liafi ótt- azt seiðmagn hamranna og þeirra, er í [)eim búa, þá mun ])ó seiðmagn þeirra hnjúka, er hér hefir verið um rætt á líkingamáli, von- andi endast enn um sinn til Jtess að heilla hið veika kyn í leit að fögru ævintýri í fangi Jteirra. Og J)ar sem ég geri ráð fyrir, að engin kona æski þess, að J)að seiðmagn [)rjóti, J)ött aldir líði — og að þær viðurkenni þann sann- leika, að fjall er J)ó alltaf fjall, og karl er karl — og að liann, ennþá fremur en nokkurt raunverulegt fjali, er á einhvern óskiljanleg- an hátt tengdur J)ví, sem hæst ber í skynjun okkar. Þá bið ég allar meyjar, er mál mitt heyra, að óska þeim í hjarta sínu allra heilla um aldir alda og hrópa ferfalt húrra lyrir karlmönnunum. — Karlmenn, [)eir lengi lili! Húrra! Hefur nú i nitján ár náð að lifa kundur flár, váibeyg mörgum valda. Ef hann lifa áfram skal, ég tel réltast hverjurn hal úr heimi þessum halda. Þrátt í veðri þrumu hcest þykjast menn sjá leiftúr glcest, bráð er rigning beljar. Sé ég nú i sálu rnér sigling þá, er Kjartan fer hratt á flug til Heljar. A ugu hvessir, brýnnar brettir, braka hnúar, rassi’ upp skvettir, iða allar taugar. Hvelfast augu, herðist makki, hefst í loft upp bráður rakki, dreyri delann laugar. Hristist storðin, hrökkva sundur hausar manna, cerist kundur reginmögnum reiður. Opnast jörðin, ofan hraþa allar stjörnur, vitin gaþa. Djöfull glottir gleiður: ,,Heill og scell kom hér i Víti, Hnifsdcelingur, engin lýti eru á þinni cevi. Þú hefur varið verkum þínurn vel að búa að högum minum, vist ert við mitt hœfi.“ Helreið Hnífsdælings VILLI.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.