Muninn

Árgangur

Muninn - 01.04.1952, Blaðsíða 4

Muninn - 01.04.1952, Blaðsíða 4
28 MUNINN FERÐASAGA! Eyjafjörður er fögur sveit og ekki sízt um sumardag, þegar sólin hellir geislaflóði sínu yfir landið og náttúr- an iðar af lífi. A slíkum.dögum losnar hugur okkar úr viðjum hins hvers- dagslega lifs, og þfár okkar leita upp fyrir ryk og skarkala menningar nú- tímans. Sunnudag einn, snemma sumars, stóð mikið til heima. Pabbi ætlaði að handsama þessa einu skepnu, sem hann á, en bað er glófext hryssa. Hafði Iiann fengið fjóra fornvini sína til að- stoðar, en þar sem þeir voru allir af léttasta skeiði, fengunt við Auður syst- ir mín að fljóta með, svo að ekki yrði ellihrumleik um kennt, ■ ef hryssan næðist ekki. Eftir mikla snúninga komumst við af stað og fórum geyst. Við vorum sjö saman, og riðum öll gæðingum, að sögn þeirra karlanna. En óneitanlega sannaðist á mínum reiðskjóta hið fornkveðna: „Að ekki er allt yakurt, þótt riðið sé.“ Segir nú ekki af ferð okkar, fyrr en við komum að bæ þeim í Eyjafirði, er Holtsel heitir. Var þá nálægt nóni. Bóndi stóð úti á hlaði, er við riðurn í garð. Var ekki við annað komandr en við þægjum kaffi. Var því tekið með þökkum og við leidd til stofu. Kom nú húsfreyja og tók að raða hinu margvís- legasta hnossgæti á borðið mér til mik- illar gleði. Hóf ég nú að hugleiða, hver tegundin væri lostætust og hjá hvaða fati ég ætti helzt að sneiða. En ég var vakin heldur hastarlega upp frá þessurn hugleiðingum. Meðan ég var að gera hernaðaráætlanir gegn kökunum, höfðu hrossin rásað suður veg og voru horfin bak við leiti. Dæmdist það á mig, sem var úrskurð- uð fótlengst í flokknum, að elta hross- in. Fór ég nú af stað og hljóp allt hvað af tók, þar til ég náði hrossunum. Brá ég mér á bak og reið í spretti lieim- leiðis, því að hugurinn bar mig hálfa leið heirn í veizlukostinn. Kom ég hestunum í hús í skyndi og hélt lieim að bænum, sigurreif og kát. En skyndi- lega þyrmdi yfir mig. Heiman frá bæn- um kornu furðulega margir kettir. N ú eru kettir einhverjar hræðilegustu skepnur veraldar í mínum augum. Um stund starði ég höggdofa á sýn þessa og mátti mig hvergi hræra. En brátt tók vitundin til starfa á nýjan Jeik, og ég lagði á flótta. Eg hljóp sem fætur toguðu upp að fjárhúsum, sem standa þarna í túninu, opnaði dyrnar og skauzt inn. En ég hrökklaðist iit aftur með hálfu meira liraða. I garð- anum lá læða með kettlinga. Eg var þarna milli tveggja elda. Inn þorði ég ekki, og kattarunan neðan nálgaðist stöðugt. Nú voru góð ráð dýr. Mér flaug í hug að hrópa á hjálp, en það var svo skammarlegt, að ég hætti við það. Þá kom mér í hug sú ráðlegging föður míns að láta skepnur aldrei verða varar við ótta. Eg reigði því höfuðið og stikaði af stað, en uppgötv- aði þá, nrér til mestu skelfingar, að kettirnir héldu í humátt á eftir. Nú var mér allri lokið. Ég hljóp af stað með alla kettina á hælunum og komst heim við illan leik. Þegar þangað kom, sagði ég mínar farir ekki sléttar, en fólkið hló dátt að. Settist ég nú til borðs, og þrátt fyrir undangengnar hörmungar hafði ég beztu lyst á kök- unum. Áður en langt leið, kom ferðahugur í fólkið, svo að við kvöddum húsráð- endur með mestu virktum og þökkuð- um góðgerðirnar. Héldum við nú sem leið liggur til Möðrufells, en þar var hryssan í stóði. Stóðið hafðist við í dalverpi nokkru, afgirtu. Við rákum nú öll hrossin í hóp í eitt girðingarhornið og nálguð- umst þau með mestu hægð. En þarna var hvert hrossið öðru styggara. Þau ruddust á mannhringinn og þutu út í buskann. Urðum við að stíga á bak og þeysa allt hvað af té>k á eftir. Þótti okkur stelpunum það bezta skemmt- un að þeysa yfir móa og mýrar og hvað senr fyrir varð. En allt í einu sá ég, hvar einn af riddurum föður míns sveif í fallegum boga til jarðar. Hestur hans hafði sveigt til hliðar á sprettinum til að forðast dálítið dý, er á vegi hans varð. Þetta varaðist riddarinn ekki og varð því eftir í dýinu. Varð af þessu mikill hlátur, þegar við höfðum gengið úr skugga um, að maðurinn var ómeidd- ur. Seint og um síðir náðum við hryss- unni og héldum lieim á leið. Ákváð- um \ ið að fara gamlar reiðgötur, sem liggja út með fjalli. Skilaði okkur vel áfram, og vorum við stödd fyrir ofan Kristnes urn mið- nætti. Fórum við upp á hól einn, sem þarna er og nefnist Sjónarhóll. Þarna blasti Eyjafjörðurinn við sjónum okk- ar, sveipaður töfraljóma kvöldsólar- innar. Hér í þessari fögru sveit vildi ég mega lila og starfa. í hug minn kom þessi vísa skáldsins: „Yfir heim eða himin, hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín ÍTamtíðarlönd. Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín.“ Mér fannst, að þetta lilyti að eiga við þennan fagra fjörð, þessi grænu engi og grösugu tún, þessa friðsælu bæi og fögru hlíðar. En tíminn leið, og við urðum að halda heim. Þangað komum við um klukkan eitt eftir mið- nætti, dauðþreytt, en ánægð með ferð- ina, þessa ferð, senr merlar í djúpi minninganna umvafin Ijóma ánægj- unnar. En ég rita ekki um strengina daginn eftir. Það er önnur saga. Snúlla. Skál dauðans Vindurinn gnauðar við glugga, getur ei megnað að hugga. Kalt er og klaki á jörðu, kaldhæðni i glotiinu hörðu, cr tunglið dapurt skapar þögla skugga. Dauðinn hann laðist um lautir, leitar upp einstigi og brautir. Með dauðanum drekka ég kysi, pvi dauðinn ei veldur mér slysi. Svo gleymast eilift þjáningar og þrautir. Dauðinn er vonlausra vinur, þeim vinur, sern hammr og stynur. Gröfin er huggun og hvila, i hörmungum bezt allra skýla. Þei, nú heyrist úti dauðans dynur. Leirgerður.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.