Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 8

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 8
Frjálsíþróttamót M. A. fór fram dagana 19. og 20. okt. Keppt var í átta greinum, og þátttaka var yfirleitt góð. Helztu úrslit: Kringlukast. 1. Helgi Haraldsson VI. 33,45 m. 2. Vilhjálmur Hjálmarsson VI. 32.22 m. 3. Haukur Sigurðsson VI. 31,88 m. 100 metra hlaup. 1. Sigurgeir Steingrímsson V. 11,8 sek. 2. Birgir Hermannsson IV. 12.0 (11,9 í undanrás). 3. Halldór Elíasson V. 12,5 sek. Sigurgeir er tvímælalaust bezti sprett- hlaupari skólans og hefur náð mjög góðum tíma í sumar (11,5 sek. tvisvar). Hann og Birgir eiga að ná langt með æfingu. 1500 metra hlaup. 1. Jón Rögnvaldsson V. 5.10.0 mín. 2. Brynjólfur Gíslason V. 5.10.5 mín. 3. Kristján Sveinsson VI. 5.11.0 mín. Sigur Jóns kom nokkuð á óvart, þar sem Brynjólfur hefur verið álitinn bezti hlaup- ari skólans á lengri vegalengdum. Keppni þremenninganna var mjög spennandi, en tími lélegur sakir slæmra aðstæðna. 4x100 m. 1. Sveit V. bekkjar 48,4 sek. 2. Sveit IV. bekkjar 49,6 sek. 3. Sveit III. bekkjar 51,0 sek. Sigursveitin var skipuð Halldóri, Haraldi Árnas., Brynjólfi og Sigurgeiri. Skemmti- legt hlaup, en skiptingar heldur misjafnar. Helgi sigraði örugglega. A'llir ieiga að geta náð betri árangri, þó einkum Haukur. Kúluvarp. 1. Sigurgeir Steingrímsson V. 11,49 m. 2. Helgi Haraldsson VI. 11,16 m. 3. Björn Ólafsson VI. 10,03 m. Sigurgeir getur bætt stíl sinn og árangur að miklum mun. Helgi var ekki vel fyrir kallaður og á að geta mun meira. Spjótkast. 1. Helgi Haraldsson VI. 43,57 m. 2. Pétur Hólm VI. 41, 29 m. 3. Sveinn Jóhannesson IV. 39,45 m. Yfirburðir Helga voru ótvíræðir. Pétur Hólm má muna sinn fífil fegri, þegar hann var 50 m maður, og vonandi, að hann nái sér brátt á strik aftur. Birgir Herm. átti mörg mjög góð köst, en öll ógild. Langstökk. 1. Björn Ólafsson VI. 6,19 m. 2. Sigurgeir Steingrímsson V. 6,04 m. 3. Helgi Haraldsson VI. 5,62 m. Þrjú seinustu stökk Björns voru glæsileg (6,04 — 6,10 — 6,19). Snerpa, kraftur og ör- 8 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.