Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 12

Muninn - 01.11.1957, Blaðsíða 12
LAUSAVÍSNAÞÁTTUR Enn hefur lausavísnaþátt. Karl drakk ropvatn á KEA, en sem það þvarr og glasið tæmdist, kvað hann: Að feigðarósi flýt ég glaður, forsjá gleymi; andskotinn er yfirmaður alls í heimi. Kviðlingur þessi barst að næsta borði. Einum varð laus tungan: Fatalismi feigra manna fjötrar mátt og dug, Þeir, sem engin örlög kanna, efla’ og þroska hug. í 6. bekkjarreisu kom misklíð upp milli sessunauta, svo að annar hvarf á braut og leitaði sér griða. Sendi þá sá, sem eftir sat, vísupart með legáta: Reyndu, ræfilskútur! Rímdu betur óð! En legáti gaut liornauga á blaðið og botnaði í sömu andrá: Ég elska yðar, stútur, ákavítisflóð. Viðtakandi hampaði botninum þeim. Góðvinir fyrrtust, og lauk viðureign þeirra með vísu þessari: Vargar ættu að ala þig, ei þú mættir tóra; vel þess gættu’ að móðga’ ei mig, maðkur, hættu’ að klóra. Steindór var þungamiðja glaumsins, veitti fróðleik um landið og skemmti með söng. En er skammt var heim, mælti hann af munni fram stökur margar. Hafa þessar varðveizt, en augu hans höfðu lokizt upp fyrir verðleikum kvinnanna: Hýrnar ætíð gamalt geð, gleymist sorg og tregi, þegar ég er mörgum með meyjum á einum degi. Hér er kátur kvennafans kippir doða’ úr taugum. Gaman væri’ að ganga’ í dans gneistum skjóta’ úr augum. Konur æptu að skáldinu. Margt var brallað á leiksýningum, en þó keyrði um þverbak einu sinni: Tvöfalt roð á trúði þeim, sem talar öfugmæli. Gætir laga’, en glæpóns hreim geymir rödd í þræli. Annar vissi á sig skömmina og svaraði: Engum leynist innrætið, árinn veit af sínum. Alltaf hrýs mér hugur við hortittunum þínum. Ekki hafa skólapólitíkusar farið varhluta af kveðskap kaffihúsasetumanna: 12 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.