Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 6

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 6
— einWers virði Kolbeinsey Þú ert hin eilífa ráðgáta islenzkra sjómanna, ógnandi sker. Hinar válegu bylgjur brjálaðs hafsins brotna á þér. Þeir segja að fegursta prestsdóttir norðursins búi hér. B. S. Með höndina í vasanum Hann var ekki gamall, hann var ekki ungur. Minning Hann fór um götxma á hverjum degi, og hvort sem hann hjólaði eða gekk, hafði hann höndina í vasanum. Hann hafði höndina alltaf í vasanum. Það voru böm í götimni. Hann fór um götuna á hverjum degi, og einn daginn sá hann, að augu barnanna voru græn af vori. Hann brosti til þeirra; þau hvísluðu sín á milli: „Hví hefir hann höndina alltaf í vasanum?“ Þann dag gekk hann út úr bænum. Hann lagðist niður, þar sem sólin skein. Hann brosti sársaukafullu brosi og hagræddi handleysinu í sólargeislanum. J. S. Þú hljópst við hlið mér um hljóða nótt. Það stirndi á stirfið hjamið, og gimsteinar þínir glitmðu sem gleðitár. Myrkur og vetur mörkuðu veröld okkar úti í hafsauga. Þá sá ég sindra á endimörkum umheimsins einsamalt ljós sem leið í hafið eitt augabragð og ég var einn í myrkri og vetri á endimörkum umheims þíns eins og blikandi tár úti í hafsauga. SigÞór. 26 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.