Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 12

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 12
HANDRITIN saga jjeirra er saga f)jó($arinnar Allt frá því, er norrænir menn stigu hér fyrst fæti á land og út landnáms- og sögu- öld, má segja, að þjóðlíf íslendinga sé líkast skáldsögu; furðulegri, eðlilegri, skemmti- legri, átakanlegri og viðburðarríkri í senn. Sérkennileg siðmenning stórbrotinna manna og kvenna skapar þar yrkisefni, ein- stætt í sögu mannkynsins. Úr tveim gagn- ólíkum þáttum, norskum bændum og kelt- neskum herföngum, vex upp þjóð með sér- stökum einkennum og siðum, enda má gjörla sjá af heimildum, að íslendingar urðu skjótt sérstök þjóð. Þegar í árdaga taka íslenzkar bókmenntir sína eigin stefnu, þótt vafalaust sé margt frá Norðurlöndum komið og keltneskra áhrifa gæti meira en ef til vill mætti ætla. Við segjum bókmennt- ir, því að bókmenntir voru það, þótt eigi væru þegar í letur færðar sagnir þær og bundið mál, er íslendingar þróuðu með sér eða höfðu frá öðrum þjóðum. Bókmenntir þurfa ekki að standa á bók. Frásagnargáfa og sagnaást almennings sá um varðveizluna. Arið 1118 markar þáttaskil að þessu leyti með ríkjum Vígslóða. Það er á blómatíma- bili þjóðveldisins, að ritlistin heldur inn- reið sína. Erjur óg stríð fyrri tíma hefur lægt. Það er sem ríki heiði og kyrrð yfir þessu tæpra tveggja alda skeiði. Nú rísa von bráðar upp tveir höfuðsnillingar sagn- ritunarinnar, Ari fróði og Snorri Sturlu- son. Sá fyrri starfar á kyrrasta tímabili ís- lenzkrar fornsögu. Hinn síðarnefndi vinn- ur bókmenntaafrek sín, er þjóðveldið ligg- ur í andarslitrunum, og sjálfur stendur hann mitt í þeirri mestu skeggöld, sem yfir þetta land hefur dunið. Með tileinkun íslendinga á ritlistinni er sem sagt lagður grundvöllur að einhverjum einstæðustu menningarverðmætum heims- bókmenntanna, islenzku handritunum. Skriðan er komin á hreyfingu. í klaustrum og torfbæjum kotþjóðarinnar sitja snilling- ar, óþekktir síðari tímum, margir hverjir, sakir hæversku sinnar að láta ekki einu sinni nafns síns getið, og þeir vefa úr þátt- um munnmælanna ódauðleg listaverk eða endurrita eldri. Af djúpsæjum skilningi á mannlegu eðli flétta þeir saman áhrifa- miklar lýsingar á lífi og örlögum söguhetj- anna. Flærðin, sviksemin og grimmdin vega við drengskap, trygglyndi og réttsýni. Ást og hatur, sterkustu ástríður mannskepn- unnar, ganga víðast sem rauður þráður gegnum söguna, er grunntónn hennar. Auk listagildisins má ekki gleyma því, hvílíkur ótæmandi heimildabrunnur fornritin eru sagnfræðingum nútímans um daglegt líf og venjur fornmanna, ekki aðeins á íslandi, heldur og víðsvegar um Evrópu, já, jafnvel i öðrum heimsálfum. — Þannig kemur heildarmynd fornbókmenntanna mér fyrir sjónir, þótt margt sé þar auðvitað misjafnt að gæðum. Slíkt verður sjaldnast umflúið. Eftir fall jrjóðveldisins lægði öldur ófrið- arins brátt, og friður mátti síðan heita alger með íslendingum. Vopnaburður leggst af, og þjóðhættir breytast að ýmsu leyti. Nokkr- ar deilur voru þó milli Noregskónga og íslendinga. í Gamla sáttmála kemur ótví- 32 M U N I N N

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.