Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 18

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 18
um hlutum, um það efast enginn. Gaman væri því að hitta skólabræður sína eftir tíu ára hjúskaparlíf og ganga úr skugga um, hvort einhver gæti ekki svarað þessari spurningu: „Hvers vegna hafa kvenmenn alltaf verið seftir skör lægra en karlar?“ Ekki er ég viss um, að allar kvenfrelsis- konurnar okkar mundu hlíta þeirra úr- skurði. En lítum nú á þau rök, sem mæla á móti lækkun þessari. Fyrst og fremst eru forrétt- indi alltaf röng og það skiptir engu máli, hver í hlut á. Hvort það er ruddalegur svoli eða viðkvæm meyja, sem um ræðir, gildir Biblíureglan: „Gjaldið guði það, sem guðs er, og keisaranum það, sem keisarans er.“ Auk þessa eiga svo flestir „stud-artarnir“ af æðra kyninu langt nám fyrir höndum, og eins og skólameistari benti réttilega á, er sjálfsagt að gera fjárklyfjar þeirra eins létt- ar og unnt er. Nógar verða skuldirnar samt. Fleira mætti tína til, en ég læt hér við sitja. Málfundur hefur verið haldinn um þetta mál, sem var óneitanlega athyglisverður um ýmsa hluti. í því sambandi kemur mér í hug, hvort það sé svo fráleitt að fá fróðan mann til að ræða almenn fundarsköp á sal. Þá fengist kannski skýring á hinni ein- kennilegu meðferð, sem ýmsar tillögur hlutu. En því minnist ég nú á fundinn, að þá var samþykkt að halda almennan matar- félagsfund um skuggabaldur. Sá fundur var svo haldinn fimmtudaginn 12. desember. Þar var svo samþykkt með 69 (68) atkvæð- um gegn 64, að lækkun skyldi verða. 6 seðl- ar voru auðir en 2 ógildir. Athugum tölur þessar svolítið nánar. 220 manns eru í mat- arfélaginu, þar af greiða aðeins 141 (140) atkvæði eða ca. 67%. 31.36% matarfélags- ins er kröfunni fylgjandi en 29.1% á móti. Á fundinum voru ca. 40 konur eða 57.96% þeirra, sem greiddu atkvæði með tillög- unni. Hið eina, sem fundurinn leiddi því í ljós, var, sem reyndar var vitað áður, að menn skiptast í tvær fylkingar um málið, sem að öllum líkindum eru ámóta stórar. Sumarlandið Hversu lengi hafa menn ekki hugsað með vélrænum semingi, hlustað á fornkveðinn feigðaróð frægðar og anda? Hættxun. Skiljum þá töfrandi tóna, er titra í kyrrðinni. Fagnandi mætum þeim mönmun, sem mæla úr firðinni: Rauðlcit og gömul er sólin í sölum sumarlanda. B. S. Það er því sýnt, að skólastjórnin er algjör- lega óbundin af fundi þessum, en fróðlegt væri án efa að sjá úrslit atkvæðagreiðslu, sem færi fram við dyr matsalarins, er menn ganga til miðdegisverðar. Það er eðlilegt, að menn gefi sér ekki tíma til að greiða atkvæði á fundi, séu þeir önnum kafnir eða búi langt frá skólanum, sem aðeins hefur ráðgefandi vald. En það vil ég taka fram, að þessi orð eru ekki meint sem ósk um, að nemendur fái alræðisvald í máli þessu, 'heldur til að reyna að benda á fánýti úrslit- anna. Mér er einmitt mjög ljóst, að krafan snertir pyngju nemenda of mikið til þess, að allir dæmi af sanngirni. Um leið og ég slæ botninn í þetta, vil ég beina því til kvenfólksins, hvort ekki sé skemmtilegra, að þær gangi í sömu biðröð og karlmennirnir, en ryðjist ekki beint að matborðinu eins og gráðugar úlfynjur. Það er skemmtilegra, svona rétt á meðan skólastjórnin fjallar um kröfuna. Annars kunnum við líka að skrifa nafnið okkar, ef út í það er farið. Ef til vill hefir líka einhver djörfung til að fylgja því skjal- inu úr hlaði. í guðs friði. Halldór Blöndal. :38 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.