Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 9

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 9
sólskin, ilmi þrungið loft og þar fram eftir götunum. Engum verður sveitasælan eins hugstætt yrkisefni og honum. Hann yrkir um hana rómantískar langlokur, sem hvergi eiga sér stoð í raunveruleikanum.“ Stúlkan þagnaði og leit á mig. Ég mátti ekki mæla sakir undrunar. „Heldurðu, að ég sé sturluð eða ætli að bjóða mig fram við næstu kosningar?" spurði hún svo. „Sennilega hvort tveggja," anzaði ég. „Mér er sama, hvað þú heldur um mig, alveg nákvæmlega sama. Mér er sama um alla. Hvernig ætti annað að vera. Lífið er svo fánýtt, svo auvirðilegt, svo tilgangslaust. Við fæðunrst til að þjást, misjafnlega mikið og misjafnlega lengi. Því er skipt ójafnt með okkur eins og öllu öðru. Það eru kannski fáir, sem skynja' þetta, en þeir eru hinir vitru, — eða kannski hinir óvitru, óvitrari en aðrir.“ „Þú ætlar ef til vill að verða heimspekingur?" spurði ég. „Nei, ég ætla ekki að verða neitt. Bara að láta pabba sjá fyrir mér og lifa svo á pening- unum hans, þegar hann er dauður. Þeir eru ekki til annars.“ Það fannst mér illa farið með verðmætin. „Nú erum við bráð- um komin,“ sagði ég. „Af næsta leiti sjáum við þorpið." „Fegin er ég. En mikið varstu góður að aka mér alla þessa leið. Alltaf skal ég muna þér það.“ Við sátum lrlið við hlið, og þegar bíllinn hristist á ójöfnunum, skulfu hné okkar saman. Ég vissi aldrei greinilega, hvernig það gerðist. Ég man, að ég lagði handlegginn um herðar henni og hún hallaði sér 'að mér. Seiðþrunginn yl lagði frá líkarna hennar, og ég hlýt að hafa kippt ógætilega í stýrið, því að bíllinn rann til í lausri mölinni og hentist fram af veg- brúninni, þar sem hún var há. Ég heyrði óp og brothljóð og fann til nístandi sársauka. Svo missti ég meðvitund. Þegar ég raknaði úr rotinu, lá ég blár og bólginn heima hjá lækninum. Ég fékk að vita, að stúlkuna hefði ekki sakað. Hún heimsótti mig aldrei, meðan ég lá. Henni var sama um allt. B. Lausavísur Enn hefur lausavísnaþátt. Ef ég bergi brennivín burtu víkur tregi. Astarsorg er ekkert grín, ætla ég skáldin segi. Löngum hafa lýði glatt ljóð úr Borgarfirði. Lipurð eins kom á mig flatt, ort af sálnahirði. Þó eru flest, það segi ég satt, svo til einskis virði. Sit ég fár með fölva kinn falla tár um vanga. Dýrðarára demant minn drjóli klár nam fanga. Þetta voru víst botnarnir Snata gamla, en fleira hefur nú verið botnað en þetta. Tveir góðvinir sátu kvöld nokkurt einir sér og köstuðu fram hendingum: Mér er sem ég sjái þig súpa’ á vasapela; þá kæmi ástin yfir mig, og ég færi’ að kela, botnaði hinn og hló við, eins og hann reyndar gerir svo oft. Eftir skamma stund hélt hann áfram: Falskir kossar fljóðum hjá frómum drengjum spilla. Það er víst, að ástin á ýmsa fylgikvilla, botnaði sá, er fyrr byrjaði, og bætti svo við: Þó að nú sé atómöld, er samt býsna gaman að geta svona kvöld og kvöld kveðið stökur saman. Ekki verður meira kveðið að sinni.

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.