Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 16

Muninn - 01.12.1957, Blaðsíða 16
Lítiá Ijóá í söguformi um nótt Njóla, Njóla, þú, sem ert aflgjafi lífsins, huggun sorgmæddum, tími hinna dauðu. Ef 'þú fylgdir ekki deginum, hvers virði væri þá líf manns, sem er aumari en högg- ormur, er skríður um í húmi þínu. Hvers virði væri stríð og mæða ömurlegs dags, ef þú gleymdir að breiða út vængi þína og sveipa oss verur, syndugar og sálarlausar, miskunnsömum hjúpi þínum, er rúmar fleiri en troða má í tveggja hæða strætis- vagn vors jarðneska lífs. Því að þú rúmar einnig þá óhamingjusömu, sem tapa af hon- um, þerrar tár þeirra, eflir þrek þeirra til sigurs. Saklaus mær syngur um þig og bíð- ur þín með hræðslublöndnum æsingi, sem hríslast niður um óreynt bak hennar. Mið- aldra kona hugsar um þig, tíma hvíldar- innar, tíma drauma, er aldrei geta rætzt, og sú hugsun síast inn í líkama hennar eins og vatn í þvottasvamp, er aldrei fær nóg. Morðingi bíður þín brosandi, í skjóli þínu ætlar hann að losa ofhlaðinn heim við einn meðlim og svala þorsta sínum. Þjófur bíð- ur þín til hjálpar í leit sinni að lífsviður- væri, öfluðu á lítilmótlegan hátt. Enginn getur hjálpað honum nema þú, Njóla, því að þú ein ert unnusta allra. En engir fagna þér svo mjög sem fætur gamallar, gigtveikr- ar þvottakonu, er aldrei hefur átt neinn að nema þig. — Hvenær er heimurinn svo fagur sem á vetrarnóttu, er snjórinn sýnir oss fram á hið almáttuga sakleysi? Hvenær finnum vér, villuráfandi mann- kindur, jafnvel til fávísi okkar og ótta við hið ókunna og á kaldri vetrarnóttu, þegar stormurinn næðir um híðið, sem enginn þorir að yfirgefa. Vér hugsum með hrolli til þeirra, er það hafa gert og orðið úti í baráttunni við sjálfa sig. Þó ert þú fegurst á vorin, Njóla, þegar döggin grætur van- mátt sinn á nýútsprungnum blómum. Er dagur rís, verður hún að engu. Jafnvel gol- an leyfir sér að fara ofurlítið mýkri hönd um kinn þess, sem vakir einn til vegsemdar þér. Þú færir með þér þann frið, fegurð og ást, er allir þarfnast, þótt margir þyrftu að fá þig á lyfseðli til að njóta þín. Njóla, Njóla, launaðu deginum 1 jós- höldin, láttu hann ekki rjúfa töfra þína, taktu yfirráðin í þínar hendur, að eilífu. og dag Dagur, þú vekur oss til hins hvers- dagslega raunveruleika og kallar fram hið illa í sálu vorri. Guð alheimsins, þú, sem hefur skapað svo mörg me.istaraverk, svo mörg undur, hvað kom þér til að fremja svo ógurleg mistök sem þá, er þú skipaðir degi að taka við af nóttu? Dagur, þú ert fullur af venjum og siðurn, sem smjúga að rótum mannkynsins, liggja þar sem blóð- sugur, er sjúga viljann úr helgustu áform- um þess. Þú neyðir oss í kapphlaup um hamingju, sem ekki er til. Þú kennir oss að hætta að gera mun á réttu og röngu á leið vorri til að höndla gervisólina, er við aðeins brennum oss á. Þú bindur oss við óframkvæmanlegar skyldur, sem vér verð- um loks svo háð, að vér getum ekki losað oss. Þú lætur öldur illgirni þinnar gjálfra við fætur vora, þar til þær hafa náð að frysta sálu vora. Þú lætur storminn næða um stofn vorn, unz hann gefst upp í bar- áttunni við tilgangsleysið. Þá hvíslar þú með lokkandi rödd þinni í eyra vort og tjáir oss, að þýðingarmesti hluti lífs vors, sé ótti við álit annarra. Þú kennir oss að blekkja fyrst og fremst oss sjálfa. Þú kenn- :36 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.