Muninn - 01.12.1959, Page 4
Og þó er þetta ekki andstætt þekkingu
vorri og lærdómi. Fjarri því. Það er aðeins
rneira og meira — non contra, sed ultra.
Og þannig nernum vér boðskap jólanna,
sjáum dýrð þeirra og finnum heilagan og
himneskan frið þeirra. Þá byggjum vér
ekki lengur á því einu, sem vísindin vinna
og iþekkingin fær oss í hendur. Þá þráum
vér aðeins af öllu hjarta þann heim fegurð-
ar og friðar, sem litla barnið í jötunni
fæddist á þessa jörð til að boða og búa
mönnunum. IÞá þyrsti oss ekki fyrst og
fremst í meiri þekkingu og meiri vísdóm,
heldur meiri kærleika og hreinleika og
sannleika inn í líf vort og tilveru. Hann
sjálfan, sem kom úr dýrð himnanna og með
dýrð þeirra inn í þessa veröld Ijóss og
skugga, gleði og sorgar, svo að vér mættum
trúa á það góðra og heita því ævinlegri
fylgd.
Hann sjálfan, sem er ofar allri þekkingu
og engir mannlegir vitsmunir komast að til
að skýra né skilgreina. En þó á hverjum
jólum aðeins lítið bam, liggjandi í jötu,
hinn heilagi og blessaði Guðs sonur, fædd-
ur á ný, til jress að vera fnelsari heims og
þjóða, frelsari minn og þinn.
Taktu á móti þessum gamla boðskap, í
auðmýkt og af einlægu hjarta, sjálfur eins
og barn.
Og Jrú heldur áfram að eiga það, sem er
dýrlegast af öllu dýrlegu, hafið yfir alla
leyndardóma og alla þekkingu.
Það eru í sannleika gleðileg jól.
Og óskin um þau þér til handa fylgir
þessum línum.
GLEÐILEG JÓL!
ALÞJOÐLEGT HJALPARMAL
Árið 1859, nánar tiltekið 15. desember,
fæddist í lítilli borg á Póllandi maður, sem
hlaut nafnið Ludwig Zamenhof. Hann var
af pólskum Gyðingaættum og ólst upp í
umhverfi, þar sem hann heyrði sífellt í
kringum sig fjögur tungumál. Engan
þurfti jrví að furða á Jrví, að drengurinn
fengi skjótt áhuga á að bæta sambúð
iþjóðarbrotanna, sem var oft æði brösótt,
einmitt með því að finna upp mál, sem þau
gætu notað sín á milli. Hann fékkst því í
tómstundum sínurn við að semja aljyjóðlegt
mál, og þegar hann var á þrítugsaldri gaf
hann út fyrstu kennslubókina í því.
Dr. Zamenhof var hinn vitrasti maður og
mál hans ber Jress 1 jósan vott, að hann helur
borið frábært skynbragð á tungumál.
Esperanto, en svo hefur málið verið nefnt,
er einfaldasta og jafnframt myndríkasta
tungumál, sem um getur.
Mér finnst vel viðeigandi, að nú á hundr-
að ára afmæli dr. Zamenhofs tökum við
esperantó til athugunar og myndurn okkur
skoðun um, hvort ekki væri hentugt að
taka Jrað upp sem alþjóðamál.
Það fyrsta, sem við tökum eftir, er, hve
málið er reglulega byggt upp. Allar reglur í
því eru án undantekningar. Framburður-
inn er alveg reglulegur, því að sérhver
hinna 28 bókstafa málsins er alltaf borinn
fram á sinn sérstaka hátt. Föllin eru fjögur,
en notkun þeirra er einföld. Sagnbeyging-
arnar eru mjög einfaldar og hjálparsögn
aðeins ein, esti, sem samsvarar að nokkru
leyti vera í íslenzku. Öll nafnorð enda í
nefnifalli eintölu á -o, en lýsingarorð á -a
02: sa°nir í nafnhætti á -i.
í esperantó eru margfalt færri orðstofnar
en í nokkru öðru máli. Ný orð má sífellt
mynda með forskeytum og viðskeytum, sem
hvert um sig breytir merkingunni æfcíð á
sama veg, svo og venjulegum samsetningum
orða. Dæmi: Juna = ungur, maljuna =
28 MUNINN