Muninn

Volume

Muninn - 01.12.1959, Page 12

Muninn - 01.12.1959, Page 12
SAGA UM GAMLA KLUKKU Eitt það fyrsta, sern ég man eftir í lífi mínu, er gömul klukka, sem hékk uppi á vegg í stofunni þeirra afa og ömmu á fæð- ingarheimili mínu. Þau áttu hana, gömlu hjónin. Þetta var ósköp yfirlætislaus klukka, en hún fyllti stofuna með hlýjum heimilisanda. Aðalhluti hennar var aflang- ur, brúnn skápur með glerhurð að framan. Efst í þessum skáp var skífan með rómversk- um tölum, og niður úr verkinu hékk ding- ullinn með útflúraðri skífu neðst, hvar á voru ritaðir tveir stafir. Upp af skápnum var svolítill, upphækk- aður hringur, þ. e. a. s. að framan og til hliðanna. Út úr framhliðinni kom svolítið Medúsuhöfuð, skorið í við. Er ég hafði náð fjögurra vetra aldri, flutt- ist ég á brott ásamt foreldrum mínum. Þó var ekki lengra farið en það, að mér varð tíðförult heim til gömlu hjónanna, ’hvar gamla klukkan tifaði og sló á stofuveggn- um. Nokkrum árum síðar fluttist föðurbróðir minn heirn í sveitina og tók við búi af afa. Þá þokuðu gömiu lijónin fyrir yngri kyn- slóðinni upp á loft og settust að í litlu þak- herbergi. Þá var klukkan tekin niður af veggnum, þar sem hún hafði hangið um árabil, en á vegginn, hvar hún áður hékk, var nú sett lítil gauksklukka með ríg- montnu gaukskvikindi, sem fyllti stofuna með skrækjum sínum á hálfrar stundar fresti. Fyrir hálfu öðru ári hvarf afi burt úr þessum heimi, fluttist þá amrna til foreldra minna. Eitt af því, sem hún tók með sér, var gatrila klukka-n, sem nú var látin prýða herbergisvegg hennar. Þegar ég nú hafði klukkuna fyrir augum mér, tók mig að langa til að fræðast um sögu hennar. Spurði ég ömmu, hvernig hún hefði eignazt þessa klukka, og var saga hennar á þessa leið: „Um aldamótin verz-laði maður einn hér í firðinum -með margs konlar skran. Hann keypti vörur sínar mikið eftir verðlistum þeim, er gengu þá um landið, og þar á með- al keypti hann klukkur. Svo illa tókst til, að í einni sendingunni hafði brotnað sýru’ker, og innihald þess skem-mdi varninginn. Þar á meðal gangverk klukkunnar, sem þar vúr með. Faðir minn, sem var laghentur maður og föndrari, fékk klukkuna með afslætti, og kostaði hún samt 20 krónur. Lagfærði hann gangverk klukkunnar, og hefur hún verið í bezta lagi síðan.“ Hér hefur klukunni h'lotnazt verðugur sess. Klukkan, sem skemmdist af sýru á leið að utan og var lagfærð af íslenzkum srniðs- höndum, prýðir nú vegg nýrrar, stórrar stofu og fyllir hana með sama, hlýja andan- um, sem var í stofunni hjá afa og ömmu. Völsungr Rerisson. Rætt var um komu Sigurðar L. Pálssonar í skólann aftur. Pálmar spyr: „Hvað er hann orðinn gam- all hann Sigurður?" Hermann svarar: „Ja, ég veit það ekki, -en ég er fæddur 1904.“ Steingrímur í aktion: „Konur sko, konur; þær eru blekið í pennann og benzínið á sálina.“ Þýzka í V M: Er liebte die Frauen. Þröstur þýðir: „Hann lifði í gleði.“ 36 m u N I N N

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.