Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1964, Blaðsíða 8

Muninn - 01.01.1964, Blaðsíða 8
og biði. Þessa dagana horfði ég með vel- þóknun á visnuð laufin, þegar ég gekk um götur bæjarins. Þar sveimuðu þau eirðar- faus hring eftir hring og leituðu hlés líkt og lifendur við fámenna jarðarför. Kannske væri eitt þeirra — eða tvö — af hríslunni minni. Og daginn eftir hafði öllum óskum mín- um verið fullnægt. Storminn hafði lægt, en áður hafði hann gert hrísluna að nöktu, fifandi líki. Hún var ekki lengur tákn lífsins, sólarinnar og hlýjunnar. Útlit hennar hafði gjörbreytzt seinustu daga. Hún var eins og vegvísir á leið til myrkurs og vetrar. I nokkra daga naut ég þess að liorfa á hana þannig. Mér leið vel, eins og ég hefði sigrað í styrjöld. En morgun nokkurn kom að mér hljóð- ur en þrálátur efi. Hann magnaðist með tímanum og varð að æpandi staðreynd, sem ég varð að fokum að viðurkenna fyrir sjálf- um mér. Sigurinn hafði snúizt í algjört hrun. Hinir sigruðu höfðu gert byltingu og hinir sigruðu voru ég sjállur. Þessi nekt hríslunnar vakti hjá mér gremju, því meiri, sem augu mín vöndust henni betur. I huga mínum tók ég að klæða liana á ný gulnuðum tötrum eða grænu laufskrúði og gældi við hugsýnina, sem ég skapaði mér með því. Mér var sama á hvern hátt hún breyttist, aðeins ef hún hætti að vera klæðlaus líkami á leiðinni til vetrarins. Vissan um, að ég þyrfti enn að bíða marga mánuði, unz grænir sprotar spryngju r'it á ný, fyllti mig skelfingu. Þó vissi ég, að þeir urðu engin fullnaðarúr- lausn. Nú get ég ekki staðhæft það, að ég hafi hatað hrísluna, og því síður, að ég hafi elsk- að hana. En ég veit, að þá hefði það glatt mig mest, að hún væri höggvin, og sú gleði hefði varað um nokkurra daga skeið, en að því loknu hefði ég syrgt hana. Eg get því ekki kennt hatri um veikleika rninn þá nótt, sem dulin öfl innra með mér báru liugsun mína, siðgæði og menntun of- urliði, og fengu mig til að skjótast eins og launnrorðingja út í koldimma nóttina og fara til hríslunnar. Eg man, hvernig snjó- salli logndrífunnar sáldraðist yfir flekkaðar hendur mínar, meðan ég tætti upp limið og margbraut hríslóttan stofninn. Að því loknu fór ég heim, og ekkert angr- aði mig næstu daga, því að þessi þrá eftir breytileikanum hafði svæft siðgæðishugsjón mína. Ég horfði á hana liggjandi í fönninni eins og svívirta konu, og ég gladdist yfir þessurn Pyrrosarsigri mínum. Ég tókst því allur á loft, þegar marðar greinarnar og brotinn stofninn höfðu verið flutt í öskutunnuna einn morgun. Engar menjar voru eftir nema smágerð rótar- hnyðja, sem var falin undir lognsnjónum. I einfeldni minni trúði ég, að loks hefði ég unnið fullnaðarsigur. Nei — ég bar ekki liatur í huga til hrísl- unnar. Um það sannfærðist ég viku síðar. Þá gerði efinn vart við sig á ný, og ég beið sama ósigurinn fyrir sjálfum mér og fyrr. Mér fannst ég hafa fellt unnustu mína, eða minn bezta vin með eigin hendi. Ég renndi oft augum yfir skaflinn, þar sem hún kúrði áður, og leitaði í örvæntingu hins drukkn- andi manns að sprota, sem enn lifði og gæti borið blöð næsta vor. En hrísluna þoldi ég aldrei, þó að ég syrgði hana. Eg gat aldrei notið þess, sem hún hafði að gefa, meðan það stóð mér til boða. Ég hætti að horfa út um gluggann, er tímar liðu. Ég gerðist hugsjúkur, hætti að borða og varð tekinn og fár. I fyrstu undr- uðust vinir mínir, hvað að mér gengi, og reyndu að sýna samúð, en síðan sneru þeir við mér baki einn af öðrum. Ég var morðingi, sem var dæmdur til að taka út þá refsingu, sem sál mín krafðist. Mér varð æ betnr ljóst, hve viðureign mín við hrísluna var dæmigerð fyrir allt mitt líf. Ég þoldi aldrei kyrrstöðu í lífi mínu og (Framhald á bls. 44.) 3() MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.