Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.01.1964, Qupperneq 14

Muninn - 01.01.1964, Qupperneq 14
Rætt við Helga Jónsson Eitt aE því, sem setur svip sinn á Akur- eyri, og þó einkum innbæinn, eru gömul hús. Eitt af þessum gömlu húsum er Túlini- usarhúsið, gamalt, stórt timburhús, sem auðsjáanlega hefur séð fífil sinn fegri. A efstu hæð þessa húss búa kennararnir Frið- rik Sigfússon og Helgi Jónsson. En það er við þann síðarnefnda, sem við fréttamenn Munins hyggjumst eiga stutt spjall. Helgi tekur þessari málaleitun okkar vel, sem vænta mátti, og býður okkur til stofu. Meðan Helgi bregður sér frá að hita kaffi, gefst okkur góður tími til að virða fyrir okkur áhald forkunnarmikið, sem stendur eitt sér á miðju gólfi. Við spyrjum hann, þegar hann kemur inn með hlaðinn kaffibakka, hvaða rnubla þetta sé. Hann kveður þetta vera hátalara eins og þeir ger- ast beztir, hvað við og fengum að heyra, því að Helgi setur nú á Brandenborgar- konsert eftir Bach. Og loks þegar við höf- um lokið brauðinu og Helgi hefur hellt aftur upp á könnuna, byrjum við að spyrja í þessum venjulega blaðamannatón. — Þú ert innfæddur Akureyringur, Helgi, er það ekki? — Jú, ég er fæddur á Akureyri og uppal- inn þar til 12 ára aldurs. Þá fluttu foreldr- ar mínir til Borgarness. Nú á ég heima í Reykjavík. Annars gekk ég hér í skóla. Bæði barnaskóla og menntaskóla. — Hafa ekki orðið miklar breytingar á menntaskólanum og skólalífinu, þegar þú kemur nú þangað sem kennari? — Jú, líklega hafa orðið breytingar. Þá var skólinn minni og hlutfallslega fleiri í heimavistinni. Ég bjó á gömlu vistum í tvo vetur og líkaði aldeilis ágætlega. Ég fann ekkert til þess að vera lokaður inni kl. 10 á kvöldin. Ég las mikið og var lítt fyrir skemmtanir. Og þarna voruni við mikið út af fyrir okkur. í nýju vistinni var ég líka tvo vetur, en þar fannst mér nokkuð ónæð- issamt. — Voru félagsmál meiri þá en nú? — Nei, ég held, að félagsmál séu rneiri nú. Sjálfur var ég aldrei mikið í félagsmál- um. — Hvaða álit hefur þú á félagsmálum í skóla? — Ég álít að þau séu nauðsynleg og tví- mælalaust þroskandi. En náttúrlega verða þau að vera innan vissra takmarka. Ekki er ósennilegt, að of fámennur hópur beri uppi félagsmálin í skólanum. — Hvert lá svo leið þín að menntaskóla- námi loknu? — Ég lagði stund á rafmagnsverkfræði í Miinchen í Þýzkalandi næstu 5 árin. Þar er mikill og góður bjór, sem gott er að hafa með mat, því vatnið er illdrekkandi. Ráð- legt er þó að neyta hans mjög í hófi, því marga hefur hann tafið í náminu. — Myndir jrú vilja skipta á íslenzka vatn- inu og bjórnum? — Nei, en ég hefði ekkert á móti Jd\ í að fá bjór hingað. Ég hef aldrei skilið, hvað hann er hættulegri en annað áfengi. Mætti t. d. selja hann með sömu skilyrðum. — Og hvað um jrýzku háskólana? — Ég kunni vel við að stunda nám í Þýzkalandi. í þýzkum háskólum hefur allt- af verið rnikið akademískt frelsi. Og ef menn hafa tamið sér regluleg vinnubrögð 42 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.