Muninn

Volume

Muninn - 01.01.1964, Page 17

Muninn - 01.01.1964, Page 17
— Góðan daginn, býr hann Páll Pálsson hérna? — Já, hann býr hér. — Þér eruð ef til vill frúin hans Páls? — Jú, jú, ég er frúin hans. — Er hann heima núna? — Nei, hann er nú ekki heima eins og stendur. — Jæja. Eg var bara að rölta um bæinn. Það er svo langt síðan ég hef komið til Reykjavíkur, og þegar ég átti leið framhjá, datt mér í hug að það væri gaman að heim- sækja hann Pál. Ég hélt að hann væri kann- ske heima núna. — Nei, hann er því miður ekki heima. — Jæja. Ég var nefnilega að koma að austan í morgun, og ég býst við að fara til baka annað kvöld. Það er svo mikið að gera núna heima, og auk Jress hálfgert basl á okkur þarna í sveitinni. Mér datt svona í hug, að hann Páll hefði gaman af að sjá mig, áður en ég fer heirn aftur. Við vorum svo samrýmdir hér áður fyrr, við Páll. Ég vissi bara ekki, hvenær hentugast væri að koma. Ég hélt kannske, að hann væri hætt- ur að vinna um þetta leyti dags. — Nei, hann Páll minn vinnur svo oft eftirvinnu á skrifstofunni. Ég veit eigin- lega ekkert, hvenær hann kenrur heim. — Já, hann Páll vinnur auðvitað á skrif- stofu, ekki spyr ég að. Hann var svo anzi greindur, hann Páll, þegar við vorum ung- ir heima í sveitinni. Ég vissi alltaf, að hann átti eftir að verða eitthvað stórt hérna í Reykjavík. —- Já, já, honum hefur gengið anzi vel hér í Reykjavík. Það er annars leiðinlegt, að hann skuli vera svona upptekinn, þegar þú ætlar að hitta hann. — Nei, Jrað er allt í lagi. Ég má ekki tefja hann frá vinnunni, við verðum öll að vinna, það er fyrir öllu. Annars skrifaði hann Páll mér bréf fyrir nokkrum árum og bað mig blessaðan að koma nt'i og heinr- sækja sig til Reykjavíkur. Þess vegna datt mér í hug að nota nú tækifærið og heinr- sækja hann, áður en ég fer austur aftur. Við hefðunr ábyggilega haft gaman af Jrví að hittast og rabba örlitið um æskuárin, við Páll. Nei, við verðunr öll að vinna. Það er satt, vinnan kallar. Annars var ég að vona, að ég lritti hann heima núna, hann Pál, ég var búinn að hlakka svo mikið til að sjá lrann eftir öll Jressi ár. — Já, Jrað skil ég vel. Það er ákaflega leið- inlegt, að hann skuli ekki vera lreima núna. Þið hefðuð áreiðanlega lraft gaman af því að rabba unr æskuárin, þið Páll. Hann er lrara svo óskaplega upptekinn við vinnuna, að það er næstum ómögulegt að segja til unr, lrvenær hann kemur lreim. Þú ættir bara að líta lrér við næst, þegar þú kemur til Reykjavíkur. Hver veit, nema hann verði heinra Jrá. — Þakka þér fyrir, en ég held ég komi ekki aftur hingað til Reykjavíkur. Það er svo dýrt að ferðast jressar löngu vegalengd- ir. Það tekur líka of langan tíma frá vinn- tmni. Ég held ég biðji bara að heilsa lron- unr Páli mínum. Hann man ábyggilega eft- ir mér. Ég er hann Gunnar, bróðir hans, að austan. A. B. MUNINN 45

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.