Muninn - 01.01.1964, Síða 23
Vrkja raenn hér um ólyfjan
og illan sálarfrið.
Segðu mér annars — meðan és, man —
manstu nýyrðið?
Jóhannes ber sig þunglega:
Auður pappír á mig starir,
ekkert gerist, þvi er ver.
Fæðist ekki fyrr en varir
fyrripartur þessi hér?
Andans sól er lágt á lofti,
liggur í bóli skrópandi.
Friðrik er staðinn upp og kominn í úlp-
una sína. Mælir hann um leið og hann
skýst út:
Tregur fólinn tómnm hvofti
tyggur njólann hrópandi.
Gengur hann svo af fundi. Har. Bl. flyt-
ur sig í sæti hans og verður það Hjálmari
tilefni einnar stökn:
Yngissveinninn illa gefni
áfrarn mikið tranar sér,
hlægilegra yrkisefni
ekki finnst á landi hér.
Ragnar er öllu hógværari:
Haraldur er höfuð sinnar ættar,
Haraldur er skólans rímsnillingur,
Haraldur er virði heillar vættar
og veit það upp á sína tíu fingur.
Fer nú mönnum að verða stirt um stef,
og enda Ragnar og Hjálmar fundinn. —
Ragnar kveður:
Karlarómi kváðumst á,
kváðum frómar stökur.
Létum óma óðarstrá,
átum rjómakökur.
Og Hjálmar:
Er nú þrotið efnið þurrt,
andargiftin flúin.
Rekkar allir rjúka á burt,
rjómatertan búin.
Kkki verður meira kveðið að sinni.
BRIDGE
('Framhald af bls. 49.)
Suður:
Spaði: k.
Hjarta: á, d, g, 10, 9, 7, 6, 5.
Tígull: k.
Lauf: k, g, 6.
Austur:
Spaði: d, g, 8, 7, 4.
Hjarta: 0.
Tígull: d, g, 10, 9, 8, 7, 3.
Lauf: 4.
Suður gaf og sagði 4 lauf (ásaspurning).
Vestur dobblaði. Norður sagði 4 hjörtu
(einn ás). Ég sat í austur og sagði 5 tígla
eftir drykklanga stund. Suður sagði 5
hjörtu. Vestur og norður passa, austur seg-
ir .5 spaða, sem suður passar. Nú hugsaði
vestur, Jón Hilmar, sig lengi um, en segir
svo 6 tígla, sem allir passa. Suður þorir ekki
að dobbla með sína grandopnun, enda fær
hann ekki rönd við reist. Lýkur svo þessu
spjalli. p.
AÐ GEFNU TILEFNI
Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að
Jóhanna S. Bogadóttir teiknaði forsíðu þá,
er prýðir Muninn í vetur. Jóhanna velur
einnig liti á forsíðuna.
MUNINN 51