Muninn

Árgangur

Muninn - 01.01.1964, Blaðsíða 25

Muninn - 01.01.1964, Blaðsíða 25
RITNEFND ARFUND AR BROT — Verður ekki saga eftir Jón? — Jú, það er víst, ég hef ekki lesið hana. — Ætli stjórnin fari ekki með sig á þessu? — Væri ekki hægt að fá heitara te? — Ég held hún megi fara greyið. — Gerið svo vel. — Hvað tekur við? — Vinstri stjórn. — Hvernig er jjað, logar ekki allt í óeirð- um í sosealistaflokknum? — Hún er ábyggilega 3 síður. — Það eru þeissir gömlu, Moskvumenn irnir og þessir ungu. — Þá var nú betri flokkurinn sem við stofnuðum í Dimmuborgum. — Og helvíti. — Andkirkjulegi þjóðmenningarflokk- urinn? — Andkirkjulegur þjóðmenningarflokk- ur æpandi sálna hét hann nú í upphafi. — Og hvað hafði hann á stefnuskránni? — Á móti skógrækt á friðhelgum stöðum. — Stefnuskráin í 901 grein. — Ég fæ mér ristað brauð. Þetta er ekki hægt. — Hvað segirðu um það ef Barry Gold- tvater nær kosningu? — Ef að blaðið kænti ekki út fyrir jól, mikið væri það voðalegt. — Hann hlýtur að reynast. — Auðvitað reynist hann. — Er annars nokkuð meira að gera liér? Helvíti er klukkan orðin margt. — Látum það bara ráðast. — Það er svo sem ekkert við því að gera. — Hvað um klippinguna? — Bobby fer á móti honum. — Ég á ekki fyrir henni. — Hvað eigum við að gera við þessar 2 blaðsíður. — Nei, hann er of ungur. Hann fer næst. — Komdu með vindilinn. — Hvað .segirðu um bókmenntasöguna hans Stefáns Einarssonar? — Fáðu þér marmelaði. Það er djöfull gott. — Kristinn er betri. — Ég hringi og panta mér ost. — Hvaða vindil? — Ansi hlýtur hann Páll ísólfsson að vera mússikalskur. — Ég sem var bt'tin að panta hana í jóla- gjöf- — Þú hefðir frekar átt að fá þér ís. — Það er dautt í honum. — Er Hanna Sigga bttin að velja lit á lorsíðnna? — Tölum um eitthvað skennntilegra. — Fröken, ég ætla að gera upp. — Hún verður auðvitað í jólalitunum. — Djöfull er ofninn heitur. — Nei. Nei. — Er þá ekki allt klárt með blaðið? — Jú. Jú. Fundi slitið. GLERHALLAVÍK Sævarins perlur glitra í fjöru votri af löðri og bíða þess að ganga í augu glysgjarnra hafmeyja. Grúfandi svartir hamrar óma af vængjaþyt fugla, sem ögra hvítfextum öldum. Og í svörtum sandinum merla glærir steinar, sem vona að verða þræddir á festi, en hyljast brátt og hverfa. - jón. MUNINN 53

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.