Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.11.1967, Qupperneq 6

Muninn - 01.11.1967, Qupperneq 6
Muninn 1927-37 Fyrsta tölublað Munins var geiið út 29. október 1927. Að útgáfunni stóð Málfunda- félagið Huginn, Gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri. Blaðið liefst á „Reglugjörð fyrir skólamálfundafélagsblaðið Munin.“ Þar er kveðið á um stjórn þess, stærð og útkomu- tíma. Tveir menn sátu í stjórn: ritstjóri og gjaldkeri. Fyrsti ritstjóri skólablaðsins var Karl ísfeld, er síðar varð rithöfundur og kunnur ljóðaþýðandi. Blaðið var fjölritað, sex blaðsíður að lengd og í stóru broti. Ritstjóri fylgir blaðinu úr hlaði með myndarlegri grein, þar sem hann hvetur alla nemendur til að leggja sitt af mörkum til félagslífs í skólanum. Hann skrifar m. a.: „Einn þátturinn í félagslífi skólans er þetta blað. Það á að vera brú yfir tor- tryggnislindir þær, sem líða kunna milli bekkja og einstaklinga. Skólasystkini, leggið livert ykkar sinn stein í brúna.“ Efni fyrsta lrlaðsins er að öðru leyti létt smásaga, tvær ritgerðir og fréttir. Menn rita gjarnan undir dulnefni, og kennir þar margra grasa. Tyrfingur, Gestur eineygði, Örninn ungi og Angurgapi eru á meðal greinahöfunda. Að viku liðinni kom annað tölublað Munins út. Ber þar hæst frásögn af þeim merkisatburði, er skólinn hlaut rétt sinn til að brautskrá stúdenta. Frásögn blaðsins er þannig: Menntaskóli Norðurlands. Morguninn 29/10, áður en kennsla hófst í Gagnfræðaskólanum, kom dórns- og kirkju- málaráðherra til vor í skólann og las upp bréf það, er hér fer á eftir, að öllum kenn- urum og nemendum viðstöddum. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 25/10 1927. Á fundi 22. okt. sl. hefur ráðuneytið ákveðið, að Gagnfræðaskólinn á Akureyri skuli hér eftir hafa heimild til þess að halda uppi lærdómsdeild menntaskólans skv. reglugjörð frá 1908 með tveim minniháttar breytingum viðvíkjandi aldurstakmarki og sumarleyfi. Skal þessi deild hafa rétt til að útskrifa stúdenta, og fari próf þeirra, þar til öðruvísi hefur verið ákveðið með lögum, að öllu fram eftir ákvæðum gildandi prófreglu- gerða máladeildar menntaskólans, enda veiti allan sama rétt. Áður en kemur að prófi næsta vor, mun ráðuneytið gefa út reglugerð til handa Gagnfræðaskólanum vegna þessara áður- nefndu breytinga á lengd og starfsháttum skólans. Jónas Jónsson. Sigfús M. Johnsen. I næsta blaði rifjar Muninn upp ýmislegt, er gerðist í hinu mikla kaffisamsæti, sem haldið var til heiðurs hinum norðlenzka menntaskóla og brautryðjendum hans. Hvergi var húsrúrn nægjanlegt til hátíða- halds nema í leiklimisal skólans, 02: var hann allur skreyttur fánum og dúkum. Hófið sátu allir nemendur og margt göf- ugra gesta, alls um tvö hundruð manns. Jónas ráðherra talaði um skólamálið, af- stöðu sína til þess og væntanlegt fyrirkomu- lag menntaskólans. Margir aðrir tóku til máls, og var einlæg gleði meðal veizlugesta yfir hinum norðlenzka sigri. Þetta ár ríkti mikill áhugi um útgáfu Munins. Tölublöð urðu átta alls. Efni virð- ist æði misjafnt að gæðum. Smásögur eru í heild bragðlitlar. Ritdeilur eru engar, og veldur því líklega bernska Munins frernur en algjör eining meðal nemenda. Margar greinar og ritgerðir eru þó bæði merkilegar 6 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.