Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 24

Muninn - 01.11.1967, Blaðsíða 24
í lok september tóku nemendur að ílykkj- ast að. Sunnudaginn fyrsta okt. fór skóla- setningin fram á Sal. I setningarræðu sinni þakkaði skólameistari þeim, sem haft höfðu stjórn skólans með höndum í fjarveru hans síðastl iðíð skólaár. Einnig flutti hann kveðjur og fréttir af kennurum, sem farnir eru frá skólanum, og kynnti nýja kennara. Hann gat að síðnstu nýjunga í starfsemi skólans, og að nemendur væru nú fleiri en nokkru sinni fyrr eða milli fimm hundruð og tíu og tuttugu. Klukkan níu næsta dag var svo hringt á Sal og nemendum raðað í stofur sínar og sagt fyrir um bókakaup. Kennsla hófst síð- an í öðrum tíma á þriðjudag. Fimmtudaginn 5. okt. var hin árlega nátt- úruskoðunarferð sjötta bekkjar fyrirhuguð, en sakir ónógrar þátttöku var henni aflýst í það skiptið. Hún var svo farin síðar í mán- uðinum. Laugardaginn 7. okt. var enn kallað á Sal. Þar brýndi skólameistari skólareglurn- ar fyrir mönnum og þá sérstaklega þeint, er nýir voru. Hann hvatti nemendur til prúðr- ar framkomu og skýrði frá viðurlögum við þeim freistingum, sem nemendur vilja eink- um lalla fyrir. Um kvöldið héldu fimmtu- bekkingar dansleik á Sal. Þar voru það Geislar, sent sáu um fjörið, og var samkoma þessi fjölsótt og fór vel fram. Miðvikudaginn 11. okt. sungu rnenn á söngsal, og virtist sá söngur ætla að bera ár- angur, jrví að í Jrriðja tírna var hringt á Sal. Tilefnið var þó annað. Á Sal var kominn Gunnar Steindórsson brunaeftirlitsmaður, og skýrði hann frá því, hvernig nemendur ættu að bregða við, ef eldur kæmi upp í skólanum. Við þetta tækifæri kom til snarprar orðasennu milli Þóris Sigurðsson- ar og Gunnars, því að Þórir vildi, að jreir, sem fengju Jrví við komið, stykkju út um glugga í slíku tilfelli. Á eftir var haldin æf- ing, og fóru allir út um dyrnar. Leið nú tíðindalaust að helgi, en þá var haldið Setustofuball á sunnudaoskvöld, oar sá þar bráðfjörugur plötuspilari um undir- leikinn. Annalis Tóku menn nú að kunna ófrelsinu illa og sungu ákaft á mánaðarfrí, og í fjórða tíma þriðjudaginn 17. okt. var hringt á Sal. Þar var gengið til kosninga af mikilli hörku, og varð föstudagurinn 20. okt. fyrir valinu. Um kvöldið hóf Huginn starfsemi sína með málfundi í Setnstofunni. Þar voru rædd efnin Ræðumennska og Millibekkja- próf. Lhnræður urðu fjörugar, og tóku margir til máls. 24 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.