Heimilisblaðið - 01.10.1923, Blaðsíða 2
Í22
Meímilisblaðí;ð
tula. Það merkir að hann sé óbreytilegur,
óbifanlegur, hvernig sem með hann er far-
ið, hversu mjög sem hann er hæddur,
hafður út undan eða fyrirlitinn. Hann sér
ekki til launa, og hve mikið ilt sem hann
verður að þola, þá er hann jajn góðviljað-
ur eftir sem áður, og hversu mjög sem
honum bregðast vonir, þá er liann jafn
langlyndur. Þessi blessaði kærleikur er
óbifanlegur mitt í öllum hverfulleikanum
og óstöðugleikanum, sem manni ber að
höndum, því að hann kemur frá honum,
se.m enginn umlwerfingarskuggi er lijá.
Þetta er hægt að skýra með lítilsháttar
atviki, sem eg hefi lifað sjálfur.
Eg var einusinni staddur suður á Ítalíu.
Þá bar svo til einn morgun, þegar eg vakn-
aði, að eg tók eftir því, að herbergið mitt
var fult af ilmi af sólblómsrunni. Eg stóð
upp til að grenslast eftir, hvar þetta sólblóm
væri i herberginu, sem angaði svona yndis-
lega; en eg fann það hvergi. Eg opnaði þá
gluggann, lauk honum alveg upp, og þá sá
eg, hvernig i öllu lá. Undir glugganum óx
sem sé sólblómsrunnur, og var alblómgv-
aður. Þarna hafði hann dulist í myrkrinu
alla nóttina; en þrátt fyrir það hafði hann
eigi hætt að láta frá sér berast alt það, sem
sem hann átti af ilmí. Þótt hann væri al-
döggvaður í náttmyrkrinu, ilmaði hann jafnt
fyrir því. Svöl fjallagolan hafði leikið um
hann alla nóltina, en ekki hætti hann að
ilma fyrir því. Enginn hafði dáðst að prýði
hans, enginn orðið hrifinn af yndisleik hans.
Átti hann þá ekki betra skilið? Hann skifti
sér ekkert al þvi. Það var Guð, sem hafði
ætlað honum að vera til blessnnar í kring
um sig með ilmi sinum. Var þá ekki sjálf-
sagt, að hann breiddi ilminn út frá sér,
hvort sem mennirnir gáfu því gaum eða
ekki? Þess vegna hélt hann áfram að ilma,
þó enginn gæfi gaum að honum, og fylla
hvern krók og kima i kring um sig með
sínu eigin lífi, með sinum indæla ilmi.
Ó, virðið fyrir yður Guðs dásamlega kær-
leika! Ó, það líf óbijanlegs kœrleika! Hann
vill lifa i oss, sem sá kærleikur, er aldrei
breytisl., þótt honum bregðist vonir, sé
fyrirlitinn og hæddur. Á þessu sést einmitt
munurinn á kærleika Guðs og kærleika
vor mannanna; kærleiki mannanna breyt-
ist og deyr út, þegar vér mætum ilsku eða
fyrirlitningu. Guð sjáljur er kœrieikurinn
og eins og sólblómsrunnurinn breiddi ilm-
inn sæta út frá sér jajnt um hánótt sem um
hábjarlan dag, svo veitir Guð oss kærleika
sinn án afláts af guðlegu þolgæði, þótt vér
metum hann að engu. Vér mennirnir elsk-
um aðra menn, meðan þeir gera oss sörnu
skil; en Guð elskar mennina af því, að
þeim er þörf á því, geta ekki án þess ver-
ið. Vér erum vingjarnlegir við þá, sem sýna,
að þeir meti oss að nokkru og séu þakk-
látir; en Guð er góður jajnvel við þá, sem
eru vondir og vanþakklálir.
»Kærleikurinn þolir alt«, segir postulinn
ennfremur. Hann þolir í þeim skilningi,
að hann hefir i sér kral'l til að hylja yfir-
sjónir annara, vill aldrei halda þeim á lofli
eða að athafnir annara séu lagðar út á
verri veg eða áform þeirra. Nei, sá, sem
veit, að Guð hefir fyrirgefið honum syndir,
öðlast fyrir kærleika Guðs kraft til að um-
bera bresti annara. Sá, sem sjálfur hefir
verið uppreistarmaður gegn Guði, lifað i
synd og glæpum, sá, sem þekkir, hve hjarta
hans sjálfs er óáreiðanlegt og slæml, en
hefir hins vegar reynt Drottins endurskap-
andi náð — mun líka glejmia móðgunum
og ranglæti, sem aðrir gera sig seka i. •
Ó, biðjum Guð um kærleika — guðlegan
kærleika — til þess vér getum breytt eftir
þessum orðum poslulans:
»Verið góðviljaðir hver við annan, misk-
unsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum,
eins og lika Guð hefir í Kristi fyrirgefið yður«.
)>I\œrleikurinn jellur aldrei úr gildk,
segir postulinn ennfremur. Þessvegna er
hana lika mestur — meiri en trú og von,
eins og sami postuli segir. Trúin verður að
skoðun og vonin fellur úr gildi, þegar vér
höfum öðlast það, sem vér þráum, en kær-
leikurinn hefir eilíft gildi. Hann gerir at-
hafnir vorar gildar fyrir Guði.