Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1923, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.10.1923, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ 125 þá var Torricelli leyft að vera lijá honum á Arcetri, eins og annar heimilismaður og ^eiri lærisveinum hans. Galileo hafði ritað eins konar samtalsbók um hreyfingar hluta °g lögmál hreyfinganna. Pessa bók sá lorricelli og ritaði þá þegar aðra bók um sama efni svo meislaralega, að Galileo Geiddist þess, að Torricelli fengi að vera hjá sér til viðtals og dægradvalar. Torricelli vai' afbrigðaglöggur á margt, er laut að eðlisfræði, og jafnskjótt sem Galileo var dáinn, þá varð hann þegar eftirmaður hans i stærðfræði við visindaskólann i Florents. Einusinni sem oftar var Torricelli að hugsa um tómið í dælunni, þá flaug hon- nm i hug: Ef aflið, sem lyftir vatninu 10 •fletra upp eftir dælustólpanum, fengi að heita sér við kvikasilfur, þá hlyti kvikasilfrið að verða 13,6 sinnum lægra eða 760 mm., þar sem kvikasilfrið er 13,6 sinnum þyngra en vatnið. Nú fór Torricelli að gera tilraun eftir þessaii hugmynd sinni; hann tók glerpípur, meter á lengd (3 fet), opna í annan end- ann, fylti hana kvikasilfri og brá svo fing- Ul’gómi yfir opið og setti hana á þann end- ann ofan i ker, fult af kvikasilfri; að því húnu tók hann fingurinn frá opinu og rætt- Ist þá hugboð hans. Kvikasilfrið lækkaði •’eyndar reyndar i pipunni, jafnskjótt sem hann tók fingurinn frá opinu, en þó aldrei •neira en svo, að það tók 760 mm. upp ehir pipunni. Tómið efst í pípunni, sem hom fram, þegar hann tók fingurinn frá °pinu og kvikasilfrið féll, gat enga mót- sPyrnu veitt, þvi að það var loftlaust, at ÞVl að kvikasilfrið sem upphaflega var látið í Pipuna, rýmdi burt öllu lofti. Séu nú 760 mm. margfaldaðir með eðlis- þyngd kvikasilfursins 13,6, þá verða það Þvi sem næst 10 metrar. Nú var þröskuldurinn yfirstiginn; nú rak hver tilraunin aðra. Þá gerði Torricelli sér aðra hugmynd: Ef hið ókunna afl (sem Galileo hefir, ef til vill, rent grun i) er í >aun og veru fólgið í þunga loftsins, þá hlýtur kvikasilfrið að standa lægra i píp- unni uppi á háum fjöllum. Þessa hugmynd sína bar hann undir hinn frakkneska eðlis- fræðing, Paskal Blaise (1623—1662), sendi honum eina pipu og lét þessa orðsendingu fylgja með: »Með þessu verkfæri getur þú fundið, hvort loftið er léttara eða þyngra, eftir því hvar þú ert staddur, og að loftið liggur mjög þungt á niður við sjó, en verð- ur æ léttara og hreinna, því hærra sem vér förum upp eftir fjöllunum«. Paskal fanst mjög til um þessa hugmynd Torri- cellis, enda þótt hann, eins og fleiri náttúru- spekingar, ætti erfitt með að segja skilið við gömlu erfikenninguna um »óttann við tómið«. Torricelli dó (1647), áður en hann gæli gert tilraunir eftir þessari siðari hugmynd sinni. En Pascal tók hana upp, því að hann sá, að eigi tjáði annað en að gera margar tilraunir til að reka burtu »óttann við tómið«. Beiddi hann M. Perier, mág sinn, að gera fyrstu tilraunina með Torri- celspípunni, til þess, ef verða mætti að taka af öll tvímæli. Perier varð við beiðni hans og rnældi fjallið Puy de Dome, 1000 metra hátt fjall, efst sem neðst. Þelta var árið 1618. Fyrst leit hann á pípuna við fjalls- rælurnar; altaf lækkaði stöpullinn í píp- unni smátt og smátt á leiðinni upp fjallið, unz hann var eigi orðinn nema 680 mm. efst uppi á tindinum; kvikasilfrið var um 80 mm. lægra þar en við fjallsræturnar. . Nú var þá loks fullsannað, að loftþung- inn var valdur að »óttanum við tómið«, °g upp frá þessu var tómið kent við Torri- celli og kallað Torricelstóm eða »loftleysaiT hans Torricellis«. Síðan hefir enginn efast um það, að loftið hefði þunga, og væri því létlara, sem hærra drægi frá jörðu. Um þessar sömu mundir notaði italskur maður Torricelspípu, til að mæla hinn svo nefnda »halla turn« í borginni Pisa, hve hár hann væri. Með þessari uppgötvun sinni gerbreytti Torricelli eðlisfræði-hugmyndum manna frá þvi sem áður var. Nú var ráðin hver gát- an af annari, sem átti rót sina í loftþung-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.