Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1923, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.10.1923, Blaðsíða 4
124 HEÍMILISBLAÐIÖ Og á öðrum stað segir Jesús: »Þegar sá sannleikans andi kemur, mun hann leiða yður í allan sannleika«. Og ef vér biðjum Guð að hjálpa oss að framganga í sann- leikanum og biðjum hann að gefa oss meiri skilning á sínu orði, þá mun hann bæn- heyra oss og að lokum leiða oss í allan sannleika. Og þar næst segir Jesús að hann sé lifið. Já, sannarlega er hann lifið. Dauð- inn gat 'eigi haldið honum, þvi hann var Guðs sonur. Þess vegna reis hann upp frá dauðum og yfirvann dauðann. Jesús segir líka á einum stað i sínu orði: »Eg er upp- risan og lífið, hver sem trúir á mig mun liía þólt hann deyi«. Ef vér trúum því að Jesús Kristur hafi dáið fyrir oss, þá þurf- um vér ekkert að óttast, þvi hann, sem sigraði dauðann, mun að lokum leiða oss — ef vér reynumst honum trúir — í gegn um dauóans dimma dalinn, i dýröar sinnar fagra gleðisatinn, svo vér megum eiga þar heima um alla eilífð. Og seinast segir Jesús: »Enginn kemur til föðursins nema fyrir mig«. Vér komumst ekki til Guðs nema fyrir Jesúm Krist. Ef Kristur hefái ekki komið í heiminn til þess að leysa af oss fjötra syndarinnar, þá vær- um vér enn í syndum vorum. En Jesús elskaði oss svo heitt, að hann fór úr dýrð- inni frá föðui- sínum og niður til vor mannanna og til þess úthelti hann blóði sínu á Golgata að vér skildum trúa og eignast eilíft lif og að lokum koma til Guðs og lifa hjá Guði um alla æilifð. Amen. [Pessi grein er eftir 13 ára gamlan dreng. En hvaó hún er óskyld og gagnólik pví, sem mennirnir skrifa, þegar iærdómshrokinn hefir hertekiö huga þeirra og vantrúin og efasemdirnar hafa gertbarna- trúna hjartaræka. Væri ekki gott aö minnast oftar en vér gerum þessara oröa frelsara vors: »Sann- lega segi eg yóur: »Hver, sem ekki tekur á móti Guós riki eins og barn, mun alls ekki inn í það koma«]. hexflann lofiwoginat Alt fram á miðja 17. öld vissi enginn, hvort loftið hefði þunga eða væri þunga- laust. En Aristóteles, höíundur hinnar fornu náttúruheimspeki, er allir fylgdu síðan uw 2000 ára tímabil, hafði tekið eftir loftlausu rúmi efst í vatnsdælum og hefjendum- Hann skýrði það svo, að það kæmi af »ólta náttúrunnar við tómið« (horror vacui á latínu), hún þyrði eigi lengra að fara. Einu sinni, segir sagan, var fjarska há dæla reist upp í garði einum í Florents- borg á Ítalíu. En þegar farið var að reyna hana, þá rak menn í rogastanz við það, að vatnið komst eigi nema 10 metra upp eftir dælustólpanum. Enginn vissi, hvernig á þessu mundi standa og stóðu þeir uppi ráðalausir. Lengi voru þeir að velta þessu fyrir sér, en loks fóru þeir til fundar við Galileo, hinn nafnfræga italska stærðfræð' ing, sem þá var á lifi, sögðu honum frá þessum óvænta viðburði og spurðu, hvað valda mundi. Galileo hafði athugað marga viðburði i náttúrunni um sína daga og rent grun í, að bæði þessi viðburður og margh' aðrir, ættu til loftþyngdarinnar rót sína að rekja; en samt var hann ekki búinn að gera sér ljósa hugmynd um, hvernig þv' væri háttað. Hann hafði lika þaullesið náttúruheimspeki Aristótelesar á yngri ár- um og svaraði þess vegna, að þessi við- burður kæmi af ótta náttúrunnar við tóni' ið, sem setti rás'vatnsins þessi föstu tak' mörk, hún hætti sér aldrei lengra upp 1 tómið, en þessa 10 metra (32 fet). Skömmu síðar dó Galileo (1642). kemur annar maður til sögunnar. í*að var Evangdista Torricelli (1608-1647). Hann var borinn og barnfæddur í borginni Fa' enca, nam þar fyrst stærðfræði í Krist' munkaskóla, en siðan fór hann til Rórnn- borgar til að ljúka þvi námi. Eftir þa^ varð hann lærisveinn Galileos. Þegar Galileo var orðinn alblindur (1638)-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.