Heimilisblaðið - 01.10.1923, Blaðsíða 12
132
HEIMILI
nm þetta og um einhvern sjúkleik; enginn
veit hvað gera skal, fyr en sótthvörfin koma,
og Brian sá líka brátt, að eins og nú stóðu
sakir, þá gat hann ekkert annað gert en
rekið það erindi, sem honum var á hend-
ur falið, rækilega og hlutdrægnislaust.
Hann var aldrei heimtufrekur fyrir sjálf-
an sig, og svo var enn; hann leigði sér
smáherbergi í einhverri óbreyttustu götu
borgarinnar og keypti sér mat á einum eða
öðrum óbreyttum matsölustað, þar sem
verkamenn voru líka fyrir; með þeim hætti
kyntist hann vel málum þeirra.
Alt af syrti meira og meira að og á þriðja
degi, er hann dvaldi þar, þóttist hann sjá,
að úrslita-rimman væri fyrir dyrum,
Það voru fleiri en hann, sem óraði fyrir
þessu; hið sama gerði konan, sem hann
var hjá; það var góðlátleg kona, og sýndi
hinum unga og fríða leigjanda þegar i stað
móðurlega umhyggju, bað hún hann inni-
lega að vera heima um kvöldið og hætta
sér ekki út á götuna, því að nú mætti bú-
ast við róstum. Brian reyndi að friða
hana og taldi henni trú um, að hann mundi
gæta sín; svo fór hann i yfirfrakkann sinn
og dró hattinn langt niður á enni og stakk
skammbyssu i vasa sinn, þeirri sem rit-
stjórinn hafði ráðið honum til að hafa
með sér.
Hið fyrsta, sem honum brá við, þegar
hann var kominn út á götuna, var það, að
þar var svo táförult; það var um það leyti
sem fólk gekk frá vinnu og konur fóru út
til innkaupa; en það var eins og borgin
væri dauð úr öllum æðum. Búið var að
loka öllum búðum, og þeir fáu menn, sem
voru á götunni, flýttusér, eins og þeirværu
hræddir við eitthvað og litu til hans svo
undarlega, af því að hann rölti áfram, eins
og um ekkert væri að vera. Hann fór nú
fyrsl þarigað, sem verkamenn áttu sam-
komustað og talaði við framkvæmdarstjóra
þeirra, en hann hélt, að verkfallsmenn væru
ekki að undirhúa neina úrslitahrið á þvi
kveldi. Það yrðu, ef til víll, nokkrar smá-
skærur á götunum, sagði hann brosandi,
SBLAÐIÐ
en áreiðanlega ekki nreira en lögreglan gæti
við ráðið og — hefði hún ekki við, þá
væru hermennirnir' til taks. Hann fullyrti
við Brian, að engin ástæða væri til að ólt-
ast neitt.
»Já, gott væri, ef svo væri«, sagði Brian.
En því fór fjarri, að hann væri ugglaus, er
hann gekk þaðan og inn í bakstofu á vin-
veitingakrá, þar sem verkamenn voru van-
ir að halda höfuðfundi sína; stofan var
troðfull og loftið nær kæfandi af tóbaks-
reyk. Umræður stóðu sem hæst og allir
voru æstir mjög. Þar var margt manna,
sem ekki hafði smakkað mat timum sam-
an, en þó höfðu þeir drukkið glas af vini,
og vin i lóman maga er eins og eldur í
púðurtunnu.
Það var með herkjum að Brian kæmist
inn; tveir menn voru við dyrnar og vildu
varna honum inngöngu; en hann gat talið
um fyrir þeim, svo að þeir létu undan og
þrengdi hann sér þá inn á milli þeirra;
hlustaði hann þá á skvaldrið i kringum
sig og á ræður þeirra. Einn ræðumaðurinn
stakk upp á, að þeir skvldu brenna stóra
verksmiðju, annar lagði til, að þeir rændu
hús eins af hinum meiri verkveitendum,
drægju hann sjálfan út á götuna og skytu
hann síðan fyrirvaralaust, en hinn þriðji
tók þó skarið af — hann vildi láta ræna
alla borgina.
Smámsaman skildist Brian, að þessar
hótanir þeirra voru þeim full alvara. Þeir
voru búnir að æsa sig svo upp sjálfir, að
þeir voru orðnir eins og hálfóðir, og ef
þeir hefðu sloppið í þeim ham út í borg-
ina, þá málti búast við hinum ægilegustu
hryðjuverkum af hendi þeirra, Brian fanst
að hann yrði að reyna, hvort þeir vildu
eigi gefa sér hljóð, ef hann reyndi að spekja
þenna trylta skara og tala varnaðarorð til
þeirra. Hann vissi það vel, að fáeinar æfð-
ar hersveitir gátu skotið þessa veslings-
menn niður með hríðskotabyssum, og hann
áleit það skyldu sina að gera það, sem
hann gæti, til að koma i veg fyrir, að til
bardaga kæmi.